"Úlfur, úlfur" og málfarshornið

Eldur, eldur.... úlfur, úlfur! Alltaf eru einhverjir tilbúnir til þess að rjúka upp til handa og fóta og hneykslast og fordæma. Fólk sem er bara að fara að lögum og vinna vinnuna sína.

Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að Mark Cumara sé sómamaður og bæði kær- og velkominn í okkar ágæta þjóðfélag.

Það er samt eftirtektarvert og beinlínis hryggilegt hvað ýmsir eru fljótir að dæma "kerfið" og "samfélagið" án minnsta tilefnis og fara í einhverskonar krossferð til að verja meint fórnarlömb. Það þurfa allir að fara að lögum.

Svo vil ég benda á að sögnin að "brottvísa" er vart rithæf. Betra er að segja "vísa á brott". Nafnorðið bottvísum er hins vegar gott og gilt. Það rifjast líka upp fyrir mér þegar ónefndur sýslumaður talaði um að "framkvæma leit" þegar flestir myndu nú bara segja "leita".


mbl.is Brottvísun aldrei staðið til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér þetta samt ekki eitthvað kindarlegt allt saman. Aldrei stóð til að vísa manninum úr landi. Honum var bara sent "staðlað bréf". Alveg týpiskt býrokrata-tungumál sem þeir nota til að útskýra afhverju ákvarðanir þeirra virðast útí hött: "Ég get ekkert að þessu gert og engu ráðið um hvað í bréfunum okkar stendur af því að það er staðlað"!

Í þessu staðlaða bréfi stóð m.a. "...var Mark m.a. bent á að samkvæmt almennum reglum gæti hann ekki fengið umsókn sína afgreidda á meðan hann dveldi hér ólöglega." Hvernig er hægt að skilja þetta öðruvísi en að ef hann vildi fá umsókn sína afgreidda skyldi hann vesgú hundskast úr landi?

Haukur segir að "Það hefur aldrei staðið til að brottvísa þessum manni." Hvernig átti Mark að vita hvað menn voru að pæla hjá Útlendingastn? Stóð eitthvað um það í bréfinu? Það var ekki fyrr en umboðsmaður hans hafði samband við stofnunina að hann (umboðsmaðurinn) fékk leiðbeiningar og var tjáð að Mark gæti dvalið á landinu meðan umsókn hans væri afgreitt.

Finnst virkilega engum að þetta séu hálf skrýtnar aðfarir? Að fyrst senda manninum sjálfum þessa augljósu hótun um brottvísun og segja svo umboðsmanni hans seinna að allt sé góðu?

Ég legg til að þessir blessaðir býrokratar hætti að senda stöðluð bréf sem þeir virðast ekki vita sjálfir hvað stendur í og reyna að nota eigið heilabú svolítið meira.

Munum eftir því að bírókratarnir í þriðja ríki Hitlers voru bara að vinna vinnuna  sína eftir þeim lögum og reglum sem þá giltu og pældu ekkert í því hvað þeir voru í raun og veru að gera.

Ekki það að ég sé að líkja gerðum íslenskra bírókrata við það sem kollegar þeirra voru að bralla í ríki Hitlers. Alla vega eru afleiðingarnar ekki jafn skelfilegar en það sem hræðir mig er þessi hugsunarháttur að firra sig allri ábyrgð og vísa í "stöðluð bréf" og þessháttar kjaftæði.

P.s. Ég hnaut líka um orðið "brottvísa".

Jón Bragi (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er vissulega rétt hjá þér, Jón Bragi, að orðfar hefði allt mátt vera ljósara og mildara. Hins vegar eru orð til alls fyrst og auðvitað hefði Mark eða umboðsmaður hans átt að byrja á því að setja sig í samband Útlendingastofnun áður málið var blásið upp í fjölmiðlum og fólk var farið að tala af móðursýki um ofsóknir og harðræði.

Emil Örn Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband