Fyrsta spurning...

Mér finnst lang frá því allt vera ómögulegt sem frá stjórnlagaráði hefur komið. En, með fullri virðingu fyrir því fólki sem það skipaði, þá þykja mér það ekki góð vinnubrögð að 25 manns komi saman og skrifi nýja stjórnarskrá á innan við 4 mánuðum. Það var hægt á 18. öld en í dag tíðkast önnur vinnubrögð.

Ef það væri ætlunin að skrifa nýja stjórnarskrá og til þess þyrfti stjórnlagaþing þá ætti slíkt þing að sjálfsögðu að vera bæði fjölmennara og hafa lengri tíma til verksins.

Það vill til að stjórnarskráin okkar er að mörgu leyti ágætisplagg, sem hefur tekið ýmsum breytingum í takt við tímann. Allar fullyrðingar um að hún sé leifar af konungseinveldi og hafi ekkert breyzt frá því á 19. öld eru einfaldlega rangar.

Á lista Economist yfir lýðræðislegustu ríki veraldar trónir Noregur á toppi, Ísland er í öðru sæti, Danmörk í þriðja og Svíþjóð í fjórða. Öll þessi lönd búa við svipað stjórnarfar svo ekki getur stjórnarskráin okkar verið slíkur gallagripur, sem sumir halda fram.

Í umræðunni hefur manni virzt eins og valið standi aðeins um það hvort samþykkja eigi nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs eða sitja uppi með afgamla og úrelta stjórnarskrá. En valið stendur ekki bara um það. Við höfum miklu víðtækara val og núgildandi stjórnarskrá er fráleitt úrelt.

Við höfum líka val um að halda stjórnarskrá okkar og breyta henni og endurskoða hana eftir kröfu tímans hverju sinni, eins og gert hefur verið, og vanda þá til verka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Bjarnason

Ég get verið sammála um að tillögurnar eru ekki vel útfærðar. Margar villur eru í henni, t.d. náttúran er manngerð, hlutverk forseta í þversögn, einræði þingsins til að breyta stjórnarskrá, o.s.frv.

Vandamálið er að fyrsta spurningin; "... lögð til grundvallar..." er óljós og ekki vitað hvernig Alþingi kemur til með að skilja hana. En hvað gerir Alþingi þegar það fær svona lélegt plagg upp í hendurnar  (já í þjóðaratkvæðagreiðslu) ?

Og hvað gerir Alþingi þegar það fær nei upp í hendurnar ?

Getur verið að með Nei, geri Alþingi ekki neitt. Hvers vegna hefur svona lítil efnisleg umræða farið fram á Alþingi ?

Getur verið að með Já, neyðist Alþingi til að gera eitthvað og laga þessi lélegu drög að stjórnarskrá ?

Vignir Bjarnason, 19.10.2012 kl. 18:18

2 identicon

Mig langar að vitna í orð Salvöru Nordal í þessu sambandi.  Þegar hún, fyrir hönd Stjórnlagaráðs, afhenti forseta Alþingis tillögurnar, sagði hún að nú væri það Alþingis og síðar þjóðarinnar að fjalla um þessar tillögur, sníða af þeim agnúanna og síðan fínpússa. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 21:04

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að manngera náttúruna var ótrúlega djörf og nútímaleg ákvörðun. Reyndar er þessi ákvörðun byggð á samskonar ákvæði úr nýlegri stjórnarskrá ríkis í Suður-Ameríku þótt ótrúlegt sé.

En þessi stjórnarskrávinna má auðvitað ekki enda í vitleysu eins og þeirri að skella henni fram til þjóðarinnar eins og gulltöflum Faraós.

Árni Gunnarsson, 19.10.2012 kl. 22:08

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Takk fyrir innlitið. Það sem mig uggir mest eru fullyrðingar stjórnlagaráðsmanna og þingmanna, s.s. Þorvaldar Gylfasonar og Valgerðar Bjarnadóttur, sem halda því blákalt fram að að verði tillögurnar samþykktar í atkvæðagreiðslunni á morgun þá megi engar efnislegar breytingar gera á þeim.

Þó ekki væri annað þá er þessi útbreiddi skilningur næg ástæða til þess að segja "nei".

Valið stendur ekki bara um að fá nýja stjórnarská eða sitja uppi með gamla og óbreytta. Við höfum miklu meira val og bezti valkosturinn, að mínu mati, er að halda áfram að þróa þá stjórnarskrá sem við eigum og hefur reynst nokkuð vel.

Fyrsta breytingin, sem ég vildi sjá á henni er frumvarp Péturs H. Blöndal til stjórnskipunarlaga, sem lagt var fram þann 20. september sl. Þar er verið að svara lýðræðiskröfu samtímans.

Emil Örn Kristjánsson, 19.10.2012 kl. 23:21

5 identicon

Færð fullt hús hjá mér, en gerðu eitt fyrir okkur eldri borgarana. Fjarlægðu blámann í bakgrunninum á siðunni. hann gerir okkur sjónskertum svotil ómögulegt að lesa án færslu textans í lesforrit. bkv kari

Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 04:45

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Takk fyrir, Kári. Ég er búinn að breyta útliti síðunnar...

Emil Örn Kristjánsson, 22.10.2012 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband