Kominn í slaginn

Þá er það orðið opinbert: Karlinn ætlar í prófkjörsslag.

Ég veit af reynzlu að það getur verið tímafrekt og það getur tekið á að gefa sig í störf fyrir samfélagið og samborgara sína. En ég veit líka hversu gefandi það getur verið og ég vona að það litla sem ég hef megnað að leggja af mörkum á undanförnum árum hafi orðið einhverjum til gagns og góðs.

Það er ásetningur minn að eyða ekki stórum upphæðum í þennan slag heldur sjá hvort reynzlan, verkin og  vonandi góður orðstír verði til þess að ég fái notið trausts og stuðnings til meiri og stærri verkefna á víðtækari vettvangi.


mbl.is Sækist eftir 6. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlaus aðför að lýðræðislegum vinnubrögðum

Þá má svo sem til sannsvegar færa að það sé grafalvarlegt að svona skemmdarverk séu að koma úr sjálfu stjórnarráðinu.

Ég legg allt þetta fólk þó að jöfnu, sama hvað það vinnur. Þetta er rætin og lúaleg aðför að lýðræðinu og þeir sem gera svona lagað eru ekkert annað en meinsemd í samfélaginu.

Ég skammast mín fyrir fólk sem vinnur slík skemmdarverk á skipulagðan og meðvitaðan hátt. Þvílíkir siðleysingjar.


mbl.is Bullundirskriftir raktar til stjórnarráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óréttmæt gagnrýni

Auðvitað vita menn alltaf mest af því þegar að þeim sjálfum er vegið, oft finnst fólki það ekki sjálft njóta á við aðra og að sjálfsögðu þykir flestum að þeirra starf megi sízt við niðurskurði.

Hér er gagnrýni leikskólakennara þó alls ekki réttlát, alla vega ekki hvað Reykjavíkurborg varðar.

Skoðum aðeins nokkrar staðreyndir:

Gerð var hagræðingarkrafa á Leikskólasvið borgarinnar um 5,76%, hún hefur nú verið lækkuð í 4,1%.

Hagræðing hefur aðallega náðst vegna útboðs á ræstingu, hagræðingar á yfirstjórn, hagkvæmari innkaupasamninga o.sv.fr.

Vegna lækkaðrar hagræðingarkröfu mun því rekstrarfé leikskóla í Reykjavík aukast um 100 milljónir milli áranna 2009 og 2010.

Nýleg þjónustukönnun sýnir að 98% foreldra telja að barni sínu líði vel í leikskólanum.

Leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu á landinu.

Hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna á leikskólum hefur aukist um 10% á einu ári og er nú 60%.

Fjöldi barna í leikskólum borgarinnar mun aukast um ca. 200 börn á næsta ári.

Allt tal um "blóðugan niðurskurð" og "skera niður í stórum stíl" er óviðeigandi á þeim tímum þegar skera þarf niður á öllum sviðum samfélagsins en rekstarfé leikskóla er á sama tíma verið aukið og hvergi hefur verið slakað á faglegum kröfum í leikskólastarfi.

Leikskólasvið borgarinnar er vissulega að vinna vinnuna sína og hjá Reykjavíkurborg er vissulega forgangsraðað með hagsmuni barnanna í huga.


mbl.is Telja eins langt gengið og hægt er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegt!

Margar fáránlegar hefðir virðast viðgangast á hinu háa Alþingi en ætli þetta sé nú ekki það vitlausasta sem ég hef heyrt.

Ef Helgi, hans varamaður eða bara Samfylkingin sem slík geta ekki passað upp á sitt þá er það þeirra vandamál. Siv er minni maður fyrir vikið að vilja ekki taka þátt í því að reyna að afstýra áþjáninni.


mbl.is Siv pöruð út á móti Helga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tek ofan fyrir Ögmundi

Það var gott að ég setti upp hatt þegar ég hélt í vinnuna í morgun því nú get ég tekið ofan fyrir Ögmundi Jónassyni.

Ég kann að vera ósammála Ögmundi í ýmsum grundvallarmálum en ég kann að meta menn, sem standa við sannfæringu sína og láta ekki þvinga sig ógeðfelldra verka.

Gott hjá þér, Ögmundur.

Já, og gott hjá þér líka, Lilja. Ég mun einnig taka ofan fyrir þér af sömu ástæðu.


mbl.is Ögmundur sagði nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hentugt hjá Atla

Vísa í veffærslu mína fyrr í dag um þessa sömu frétt.
mbl.is Atli í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atli Gíslason bregður sér frá

Nú segja fréttirnar að Atli Gíslason sé að fara í frí um stundarsakir. Varamaður hans mun taka sæti á þingi og maður gefur sér eiginlega að sá hljóti að vera formanninum hlýðnari en Atli. Það er hentugt nú þegar afgreiða á Æsseif út úr þinginu.

Guðfríður Lilja er einnig farin í frí, ekkert heyrist í Ögmundi en Lilja Mósesdóttir lætur enn í sér heyra. Spurning hvað langt er þar til þaggað verður niður í henni líka.

Það er víst lítið mál að standa við sannfæringu sína ef menn geta bara brugðið sér frá þegar á manninn reynir. Eða er mönnum kannske ekki gefinn kostur á öðru af formanninum?

Reyndar segir Atli að þetta sé löngu ákveðið frí. Ég ætla ekki að leggja mat á sannleiksgildi þess. En þegar um grundvallarmál er að ræða þá hefði ég haldið að sannir hugsjónamenn myndu fresta fríinu sínu.

Það er erfitt að skilja svona þýmennsku. Hvar eru hugsjónirnar og hvað varð um stóru orðin?

Formaður vinstri-grænna er eins og hundhlýðinn þræll forsætisráðherrans og flokkur hans lítið annað en gelt og vængstýft leiguþý Samfylkingarinnar.


Vissulega "ljót saga" af leiðsögn og leiðsögumönnum

Í gær birtist opnugrein í Morgunblaðinu eftir Þór Magnússon. Gerir Þór að umtalsefni gönguferðir á vegum íslenzks ferðaþjónustufyrirtækis og leiðsögn í slíkum ferðum.

Sjálfur er undirritaður fagmenntaður leiðsögumaður, sem hefur starfað sem slíkur, og er félagi í Félagi leiðsögumanna.

Gagnrýnir Þór Magnússon að meðal þeirra sagna sem sagðar eru í téðum ferðum séu uppdiktaðar ljótar sögur um hans eigin skyldmenni auk þess sem snúið sé vísvitandi útúr hefðbundnum kristnum greftrunarsiðum og ferðamönnum talið trú um að í Hólavallagarði sé að finna gröf djöfladýrkenda.

Þó menn kunni að greina á um sannleiksgildi sumra íslendingasagna, hvað þá þjóðsagna, þá þykir sjálfsagt rekja þær á viðkomandi söguslóðum. Sjálfur er undirritaður ekki saklaus af því að lýsa t.d. fjálglega sturlun Bárðar Snæfellsáss og  vesturferð Bjarnar Breiðvíkingakappa á ferðum um Snæfellsnes sem um sanna atburði sé að ræða. Einnig þykir sjálfsagt segja frá Gilitrutt tröllskessu þegar ekið er undir Eyjafjöllum og frá Bergþóri á Bláfelli þegar vel sést til Bláfells. Svona mætti lengi telja og víst að slíkar sögur skaða engan en eru frekar líklegar til að lífga upp á ferðalagið, sé vel sagt frá.

Öðru máli gildir þegar skáldaðar eru ósmekklegar og beinlínis rangar sögur um fólk sem enn á sér nána aðstandendur og afkomendur í þeim tilgangi einum að geta kryddað leiðsögn sína safaríkri frásögn.

Ég get vel tekið undir með Þór Magnússyni að þetta er ljót saga.

Í grein sinni beinir Þór Magnússon máli sínu til Félags leiðsögumanna og höfðar til þess og siðaregla þeirra og þar kemur Þór einmitt að því sem ég vil meina að sé eitt af vandamálum íslenzkrar ferðaþjónustu.

Eins og áður sagði er undirritaður fagmenntaður leiðsögumaður og félagi í Félagi leiðsögumanna. Ég vil einnig taka fram að ég tengist fyrirtækinu Draugaferðum ekki á neinn hátt og hef aldrei unnið fyrir það.

Nú vill þannig til að leiðsögumenn, eina fagmenntaða stéttin í ferðaþjónustunni, sem er einn af okkar mikilvægustu framtíðaratvinnuvegum, hafa ekki lögverndað starfsheiti. Þó hefur lengi verið til námsskrá fyrir leiðsögunám, slíkt nám verði í boði í áratugi og fjöldi manns hafa útskrifast sem fagmenntaðir leiðsögumenn. Auðvitað ætti það að vera metnaðarmál hverrar atvinnugreinar að faglært fólk skipi hvert rúm þar sem því verður komið við.

En Metnaðarleysi yfirvalda og ýmissa aðila ferðaþjónustunnar er slíkt að þar hafa menn ekki orðið til þess að beita sér fyrir lögverndun starfsheitis leiðsögumanna og sumir beinlínis lagst gegn því. Það hlýtur þó að vera hverri atvinnugrein til framdráttar að þeir sem að henni vinna séu hvattir til að leita sér menntunar í sínu starfi. Andstætt því sem svo margir hafa viljað halda fram, þá er ekki bara nóg "að kunna málið" þegar kemur að leiðsögn ferðamanna.

Félagi leiðsögumanna er því vandi á höndum að beita sér á nokkurn hátt gegna svona fúski. Eins og málum er háttað í dag getur nefnilega hver sem er titlað sig leiðsögumann ferðamanna og komið óorði á heila stétt atvinnumanna.

Hvað fyrirtækið Draugaferðir varðar þá er á heimasíðu þeirra hlekkur sem heitir "jobs" (atvinna) og þar bjóða þeir velkomna til vinnu, þá sem hafa áhuga á starfi þar sem karlar og konur varpa sér að fótum þeirra og allir eru tilbúnir að bjóða þeim í glas. Engar kröfur eru gerðar um menntun og reynzlu en fólk beðið að taka fram hve lengi það það hyggst dvelja á Íslandi.

Þá má einnig taka fram að leiðsögumann, sem nafngreindur er í grein Þórs Magnússonar, er ekki að finna á skrá yfir fagmenntaða leiðsögumenn, né heldur leiðsögumann þann sem ég sá nafngreindan á heimsíðu fyrir tækisins.

Þetta segir mér nóg um faglegan metnað Draugferða og undrar mig ekki hina ljótu sögu Þórs Magnússonar.


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skyldi endinn skoða

Þeim var líka nær að hækka áfengisgjaldið.

Það mætti halda að það væru börn í sandkassa sem stjórnuðu landinu. "Já, já, hækkum áfengisgjaldið, þá fáum við meira inn fyrir hverja selda flösku. Og þegar hver landsmaður drekkur svo og svo mikið þá fáum við svona miklu meira í kassann".

Þvættingur. Neytandinn minnkar bara áfengiskaupin og hvað er grætt? Ekkert. Ekkert nema minni sala og þ.a.l. minni farmleiðsla af innlendri vöru og meira atvinnuleysi.

Ég held að sumir ættu að fara að finna sér eitthvað annað að gera.

P.s. bendi ykkur einnig á vefsíðu mína  www.blog.eyjan.is/emilkr

 


mbl.is Uppsagnir hjá Ölgerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjá Eyjan...

Mig langar til þess að benda ykkur öllum, sem hugsanlega leggið leið ykkarhér á vefskrá mína að nú er ég einnig farinn að rita á Eyjuna:  http://blog.eyjan.is/emilkr/

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband