14.8.2008 | 15:30
Ósmekkleg frétt.
Ósköp finnst mér þetta léleg frétt. Hvað er virt blað eins og Mogginn að velta sér upp úr því að kokkáluð kona í fjarlægum heimshluta sé að gera sér mat úr annars vegar smæð og hins vegar stærð einhverra líkamshluta þeirra sem hún telur sig eiga sökótt við?
Svo er eitt: Ég er nú enginn sérfræðingur um smokka en ég hef aldrei heyrt að þeir komi í mismunandi stærðum... og ég efast um að nokkur myndi merkja slíka framleiðslu "small", jafnvel þó hún væri það.
Annað: Mér þykir það sérlega ósmekklegt að éta upp orð hinnar kokkáluðu um brókarstærð þeirrar sem í ból hennar skreið. Hvernig getur brókarstærðin gert konuna betri eða verri?
![]() |
Kolsvört hefnd með blúndum á eBay |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2008 | 10:54
Enn saxar hann á... árþúsundamet í fallhættu
Enn og aftur sendi ég Phelps mínar hamingjuóskir. Hann er greinilega frábær íþróttamaður.
Ég vísa þó í veffærzlu mína í gær og bendi á að enn á hann eftir að slá met Leonídasar frá Ródos. Ekki er samt ólíklegt að hann muni jafna árþúsundagamlan árangur Grikkjans á þessum leikum og jafnvel slá hann út.
En ég fer ekki ofan af því að mér finnst þetta ákaflega hallærisleg sundskýla.
![]() |
Phelps vinnur sitt 10. og 11. Ólympíugull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 16:11
Ekki samt bezti árangur.
Ég óska Phelps til hamingju en leyfi mér samt að minna á að Leonídas frá Ródos vann sigur í öllum þremur hlaupagreinum, þ.e. spretthlaupi (ca. 200m.) , langhlaupi (ca. 400m.) og herklæðahlaupi, á Ólympíuleikunum 164 f.Kr. Hann endurtók svo leikinn á þremur næstu leikum 160 f.Kr., 156 f.Kr. og svo 152 f.Kr., þá orðinn 36 ára gamall.
Leonídas var því 12faldur ólympíusigurvegari og hlýtur það að teljast einstakt í íþróttasögunni... alla vega hefur það ekki enn verið leikið eftir.
![]() |
Tiger Woods í sundskýlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 11:40
Frumlegur en ekki snjall...
Já, frumlegur var hann... þó ekki nógu snjall til að hætta þegar gabbið virkaði ekki.
Þeir voru þó snjallari náungarnir sem hér fyrir einhverjum áratugum fóru hringinn í kringum landið og komu við í hverju því þorpi og þeim kaupstað þar sem frysti- eða sláturhús var að finna og kynntu sig þar sem heilbrigðiseftirlitsmenn.
Það var ekki að sökum að spyrja að hvarvetna voru menn á hjólum í kringum þá og þeir lifðu í vellystingum praktuglega svo lengi sem þeim þóknaðist að stanza á hverjum stað.
Ekki svo að skilja að maður sé að verja svik og fals en óneitanlega dáist maður í laumi að snilld og dirfsku frumlegra svindlara.
![]() |
Kvaðst vera klámeftirlitsmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 17:13
Allt er íþrótt.
Stundum mega menn (karlar og konur) svitna til að ná árangri í sinni íþrótt. Hér keppast menn hins vegar við að svitna.
Ég verð að segja að mér finnst þetta hvorki spennandi né áhugverð íþrótt og mun ekki leggja mig eftir því að fylgjast með henni í framtíðinni.
![]() |
Keppa í svitabaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 12:56
Að forgangsraða rétt
Mann setur nú bara hljóðan að lesa niðurlag þessarar féttar: Hann segir erfitt að opna út á slíkum tónleikum enda breytist þá öll birta í tónleikasalnum og það geti haft djúpstæð áhrif á útlit tónleikanna.
Ég spyr nú hvort eyðileggur stemminguna meira að kafna úr loftleysi og hita eða hleypa svolítilli skímu inn í salinn.
Ég held að þeir sem forgangsraða á þennan hátt ættu að finna sér eitthvað annað að gera en að standa að uppákomum fyrir fleiri þúsund manns.
Var fólk ekki annars aðallega komið til þess að hlusta á tónlist þarna í Egilshöllinni eða var þetta einhver ljósa- og birtusýning? Ég hef kannske misskilið þetta alveg.
![]() |
Kæfandi hiti á Clapton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2008 | 16:10
Torg er bæjarprýði... ef rétt er að staðið.
Ekki mælir maður með því að farið sé gegn yfirvöldum. Ég segi ekki að það sé í lagi að fólk leggi bara vegi, byggi hús og gróðursetji þar sem þeim sýnist, nolens volens.
Samt verð ég að lýsa ánægju minni með þetta ágæta framtak. Gras er bara til prýðis á torgum. Því miður þá er ekki að finna mörg skemmtileg torg á Íslandi. Í Reykjavík er t.a.m. bara eitt vel heppnað torg, en það er Austurvöllur og þar er líka gras. Á Lækjartorgi er alltaf rok, Ingólfstorg er bara ljótt og þar er aldrei neitt líf og svo mætti áfram telja.
Ráðhústorgið á Akureyri hefur alla burði til þess að vera skemmtilegt torg og þetta er framtak mun örugglega stuðla að því. Ég tek ofan fyrir bæjaryfirvöldum á Akureyri að leyfa þessu framtaki að njóta sín.
![]() |
Þetta er hið besta mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2008 | 15:52
Að breyta um átt.
Það myndi kannske opna manni nýja sýn á borgarlandslagið ef maður æki upp Bankastræti og Laugaveg. Ekki yrði það samt sú sýn sem birtist á mynd sem fylgir fréttinni. Þrátt fyrir að myndatextinn segi annað þá sé ég nú ekki betur en að þetta sé það sem flestir kalla "niður Bankastræti".
Allir geta villst og það er óþarfi að gera svona mikið úr mistökum unga mannsins. Ég held samt að það væri margt vitlausara en að opna fyrir Bankastræti og Laugaveg til austurs nokkra daga á ári og leyfa okkur borgarbúum að sjá borgina út frá nýju sjónarhorni.
![]() |
Ók upp Bankastrætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2008 | 12:26
Oft ratast kjöftugum...
Vel getur verið að kokkurinn kríti liðugt í frásögn sinni, enda ekki þekktur að hógværð.
Oft ratast þó kjöftugum satt á munn og satt er sem hann segir að lundinn er bragðgóður.
Hann lýgur því hins vegar eins og hann er langur til að það sé erfitt að elda hann. Maður veltir því fyrir sér hvort hann sé upphefja eigin eldamennsku með svona bulli eða hvort hann hafi kannske aldrei eldað neitt flóknara en að hita upp dós af bökuðum baunum.
![]() |
Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 17:24
Ég skammast mín!
Mig undrar ekki þó Palestínumenn séu að missa þolinmæðina. Mig undrar það hins vegar hvernig heimsbyggðin hefur þolinmæði til að horfa upp á eina þjóð kúga aðra jafn markvisst og grímulaust og þarna í Palestínu.
Ísraelsmenn fara þarna fram af fullkomnu ofbeldi og alltaf undir vernd Bandaríkjamanna. Þetta er ekkert annað en glæpur gegn mannkyninu og sumir hafa nú þurft að svara til saka fyrir slíkt.
Alþjóðasamfélagið ætti að skammast sín og stöðva þennan hrylling... og Bandaríkjamenn ættu ekki að vera að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við og hætta haga sér eins og einhverjir guðir í Hómerskviðum.
![]() |
Palestínumenn að missa þolinmæðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar