5.12.2009 | 11:19
Vissulega "ljót saga" af leiðsögn og leiðsögumönnum
Í gær birtist opnugrein í Morgunblaðinu eftir Þór Magnússon. Gerir Þór að umtalsefni gönguferðir á vegum íslenzks ferðaþjónustufyrirtækis og leiðsögn í slíkum ferðum.
Sjálfur er undirritaður fagmenntaður leiðsögumaður, sem hefur starfað sem slíkur, og er félagi í Félagi leiðsögumanna.
Gagnrýnir Þór Magnússon að meðal þeirra sagna sem sagðar eru í téðum ferðum séu uppdiktaðar ljótar sögur um hans eigin skyldmenni auk þess sem snúið sé vísvitandi útúr hefðbundnum kristnum greftrunarsiðum og ferðamönnum talið trú um að í Hólavallagarði sé að finna gröf djöfladýrkenda.
Þó menn kunni að greina á um sannleiksgildi sumra íslendingasagna, hvað þá þjóðsagna, þá þykir sjálfsagt rekja þær á viðkomandi söguslóðum. Sjálfur er undirritaður ekki saklaus af því að lýsa t.d. fjálglega sturlun Bárðar Snæfellsáss og vesturferð Bjarnar Breiðvíkingakappa á ferðum um Snæfellsnes sem um sanna atburði sé að ræða. Einnig þykir sjálfsagt segja frá Gilitrutt tröllskessu þegar ekið er undir Eyjafjöllum og frá Bergþóri á Bláfelli þegar vel sést til Bláfells. Svona mætti lengi telja og víst að slíkar sögur skaða engan en eru frekar líklegar til að lífga upp á ferðalagið, sé vel sagt frá.
Öðru máli gildir þegar skáldaðar eru ósmekklegar og beinlínis rangar sögur um fólk sem enn á sér nána aðstandendur og afkomendur í þeim tilgangi einum að geta kryddað leiðsögn sína safaríkri frásögn.
Ég get vel tekið undir með Þór Magnússyni að þetta er ljót saga.
Í grein sinni beinir Þór Magnússon máli sínu til Félags leiðsögumanna og höfðar til þess og siðaregla þeirra og þar kemur Þór einmitt að því sem ég vil meina að sé eitt af vandamálum íslenzkrar ferðaþjónustu.
Eins og áður sagði er undirritaður fagmenntaður leiðsögumaður og félagi í Félagi leiðsögumanna. Ég vil einnig taka fram að ég tengist fyrirtækinu Draugaferðum ekki á neinn hátt og hef aldrei unnið fyrir það.
Nú vill þannig til að leiðsögumenn, eina fagmenntaða stéttin í ferðaþjónustunni, sem er einn af okkar mikilvægustu framtíðaratvinnuvegum, hafa ekki lögverndað starfsheiti. Þó hefur lengi verið til námsskrá fyrir leiðsögunám, slíkt nám verði í boði í áratugi og fjöldi manns hafa útskrifast sem fagmenntaðir leiðsögumenn. Auðvitað ætti það að vera metnaðarmál hverrar atvinnugreinar að faglært fólk skipi hvert rúm þar sem því verður komið við.
En Metnaðarleysi yfirvalda og ýmissa aðila ferðaþjónustunnar er slíkt að þar hafa menn ekki orðið til þess að beita sér fyrir lögverndun starfsheitis leiðsögumanna og sumir beinlínis lagst gegn því. Það hlýtur þó að vera hverri atvinnugrein til framdráttar að þeir sem að henni vinna séu hvattir til að leita sér menntunar í sínu starfi. Andstætt því sem svo margir hafa viljað halda fram, þá er ekki bara nóg "að kunna málið" þegar kemur að leiðsögn ferðamanna.
Félagi leiðsögumanna er því vandi á höndum að beita sér á nokkurn hátt gegna svona fúski. Eins og málum er háttað í dag getur nefnilega hver sem er titlað sig leiðsögumann ferðamanna og komið óorði á heila stétt atvinnumanna.
Hvað fyrirtækið Draugaferðir varðar þá er á heimasíðu þeirra hlekkur sem heitir "jobs" (atvinna) og þar bjóða þeir velkomna til vinnu, þá sem hafa áhuga á starfi þar sem karlar og konur varpa sér að fótum þeirra og allir eru tilbúnir að bjóða þeim í glas. Engar kröfur eru gerðar um menntun og reynzlu en fólk beðið að taka fram hve lengi það það hyggst dvelja á Íslandi.
Þá má einnig taka fram að leiðsögumann, sem nafngreindur er í grein Þórs Magnússonar, er ekki að finna á skrá yfir fagmenntaða leiðsögumenn, né heldur leiðsögumann þann sem ég sá nafngreindan á heimsíðu fyrir tækisins.
Þetta segir mér nóg um faglegan metnað Draugferða og undrar mig ekki hina ljótu sögu Þórs Magnússonar.
Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem leiðsögumaður útskrifuðum frá Leiðsöguskóla Íslands 1992 fannst mér þessi framganga „leiðsögumanns“ í grein Þórs Magnússonar fyrir neðan allar hellur. Þarna er greinilega verið að hafa saklaust og grunlaust fólk að féþúfu með uppdiktaðari frásögn sem tengist minningu ungrar konu sem átti að hafa látist vofeiflega. Eðlilega taka aðstandendur slíku mjög illa og spyrja hvers vegna getur svona átt sér stað.
Leisögumenn hafa lengi vel reynt að fá löggildingu fyrir starfsheiti sínu en án árangurs. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn hafði yfirstjórn bæði menntamála og samgöngumála en Ferðamálaráð átti og rak Leiðsöguskólann lengi vel, þá kom aldrei til umræðu að taka þetta sjálfsagða erindi upp. Allt átti að vera sem frjálsast og ekki mætti leggja steina í götu þeirra sem vildu vinna þessi störf hvort sem þeir væru til þess menntaðir eða ynnu sín störf eftir siðareglum.
Eitt af grundvallaratriðum löggildingar starfsheitis er að viðkomandi félag hafi góðar og sanngjarnar siðareglur sem félagsmenn skuldbinda sig að starfa eftir.
Hlutaðeigandi gervileiðsögumaður ber að biðja aðstandendur, Félag leiðsögumanna sem og alla þá sem hafa verið hafðir af fíflum afsökunar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2009 kl. 11:48
Í siðareglum Félags leiðsögumanna eru þessi ákvæði:
Leiðsögumaður skal forðast orð og athafnir sem kasta rýrð á land okkar, þjóð og lífsvenjur. Leiðsögumaður skal ávallt miðla upplýsingum um land og þjóð á grundvelli staðreynda og haldbærrar þekkingar sinnar. Hann skal skýra satt og rétt frá því sem fyrir augu ber og sýna óhlutdrægni í starfi. Forðast ber að særa þjóðernisvitund manna sem og að mismuna farþegum. Veita ber farþegum réttar upplýsingar um þjónustu. (8.gr.) Heimild: http://www.touristguide.is
Þessi uppákoma ætti að vera Félagi leiðsögumanna sérstök hvatning að sækja enn um löggildingu starfsheitisíns leiðsögumanna enda er mjög mikils vert að félag geti varist umdeilda samkeppnisaðila sem varpa rýrð á félagsmenn og þá sem hafa átt farsælan feril sem góðir leiðsögumenn.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2009 kl. 12:01
Ég er grundvallaratriðum sammála þér, Guðjón. Mér þykir þó samsæriskenning þín um andstöðu Sjálfstæðisflokksins gegn réttindabaráttu leiðsögumanna vera ákaflega langsótt.
Sjálfur er ég flokksbundinn sjálfstæðismaður og sæmilega virkur í flokksstarfi. Ég er einnig eindreginn talsmaður þess að starfsheiti leiðsögumanns ferðamanna verði lögverndað.
Ætli hér sé ekki frekar um að kenna dugleysi, undirlægjuhætti og ósamstöðu innan foryztu Félags leiðsögumanna ásamt þvergirðingslegri andstöðu ýmissa skammsýnna aðila Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF)?
Emil Örn Kristjánsson, 5.12.2009 kl. 12:44
Er þetta eitthvað verra en að fara um söguslóðir og lesa upp sögur af hraustum köppum sem drápu hvern annan. Voru jafnvel grafnir á vígaslóð. Mér var kennt strax sem barni að virða staði dauðra og fara ekki með lygimæli. Ég tel það ágæta almenna reglu.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 16:02
Takk fyrir innleggið Emil,
Fagmenntaðir leiðsögumenn leggja mikið á sig til að geta sinnt starfinu á sem faglegastan hátt. Það er löngu tímabært að löggilda starf leiðsögumanna en í það minnsta starfsheiti þeirra.
Því miður tók enginn við keflinu af þér eftir að þú komst inn ályktun um löggildingu leiðsögumanna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir þarsíðustu kosningar.
Í kerfinu er óskiljanleg tregða sem til þessa hefur komið í veg fyrir löggildingu starfsins annars vegar og löggildingu starfsheitisins hins vegar. Leiðsögumenn hafa unnið að þessu markmiði í áratugi án árangurs. Slík lögverndun er til staðar í fjölmörgum löndum og er litið á hana sem neytendavernd og gæðastimpil.
Hvað varðar draugagönguna þá á hún lítið skylt við hefðbundna leiðsögn. Hún er í eðli sínu útileikhús, uppistand eða sagnamennska.
Án þess að leggja dóm á siðferði umræddrar sögu spyr ég - hver borgar sig inn á leiksýningu til að heyra sannleikann?
Stefán Helgi Valsson, 5.12.2009 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.