Af spunakringlum Samfylkingarinnar...

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi ritar grein í Fréttablaðið í dag og fer mikinn.

Hún óskapast mikið yfir því að til standi að flytja þjónustumiðstöð Miðbæjar og Hlíða frá Skúlagötu í Höfðatorg við Borgartún. Finnur hún húsinu í Borgartúni ýmislegt til foráttu, sem helzt virðist þó tengjast andúð hennar á téðu húsi. 

Ég get svo sem tekið undir með þeim sem telja glerhúsið við Borgartún óttalega sjónmengun en ég fæ ekki séð að rök Bjarkar um takmarkaðan aðgang eigi við nokkur rök að styðjast. Né heldur sé ég að húsið sem slíkt eigi eftir hamla eitthvað innhringingum inn á þjónustumiðstöðina.

Björk viðurkennir að vísu að þetta hús sé mjög vannýtt og einnig að full ástæða sé fyrir borgina að nýta betur það húsnæði sem hún á eða hefur gert bindandi leigusamninga um.

Hún bendir réttilega á að verið sé að flytja þjónustumiðstöðina út fyrir hverfið. Reyndar er ekki verið að flytja hana nema um nokkur hundruð metra við þessar tilfæringar og sízt verið að gera aðkomu verri eða færa hana fjær íbúum Hlíðahverfis.

En svo slær Björk út sínu trompi: Nær væri að flytja þjónustumiðstöðina í annað vannýtt hús borgarinnar; nefnilega Tjarnargötu 12.

Hamingjan sanna, ef þessi tillaga Bjarkar toppar ekki bara veggjakrotsumræðu Dags B. Eggertssonar?

Hvernig væri að Samfylkingarliðið hætti að lítilsvirða borgarbúa með svona spuna? Hvaða alvara býr að baki svona tillögum?

Björk segir að staðsetning Tjarnargötu 12 sé í þjónustuhverfi miðstöðvarinnar. Það er rétt en mætti þó varla tæpara standa. Ekki þarf annað en að fara yfir Suðugötuna til að vera kominn yfir í næsta þjónustuhverfi. Tjarnargata 12 liggur líka fjær flestum íbúum þjónustuhverfisins en Höfðatorgið. Þá er aðkoma að Tjarnargötu 12 mun verri og bílastæði af skornum skammti.

Hvernig væri að kjörnir fulltrúar Samfylkingarinnar hættu þessum leikaraskap og gerðu kjósendum sínum þann greiða að fara að vinna eins og fólk.

Hafi Björk einhverja betri lausn að bjóða, en þá sem borgarstjóri býður, komi hún þá fram með hana.

Að kjafta Tjarnargötu 12 upp sem einhvern betri valkost, með fullri virðingu fyrir því fallega og sögufræga húsi, er ekkert annað en froða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Þeir, sem hafa rannsakað hegðunarmynstur spunakringla (þetta á sérstaklega við um spunakringlur samfylkingarinnar) telja sig hafa komizt að þeirri niðurstöðu að þegar mest er masað, er minnst sagt.

Sammála þér, Emil um að staðsetja þjónustumiðstöð við T 12. Það er álíka gáfulegt hvað aðgengi varðar og að setja miðstöðina hreinlega út í miðja Tjörn.

Gunnar Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband