1.10.2009 | 17:41
Skammastu þín, Jóhanna.
Þetta þykja mér tíðindi. Er þetta konan sem svo margir sáu baðaða í himnesku ljósi til skamms tíma? Konan sem vantaði bara vængina?
Forsætisráðherra Íslands hefur svo sannarlega brugðist trausti kjósenda sinna. Jóhanna Sigurðardóttir viðurkennir að hún ætli, með góðu eða illu, að þvinga ósanngirni upp á skjólstæðinga sína. Hún ætlar að berja það í gegn að þjóðin taki á sig byrðar sem að hennar eigin mati eru ósanngjarnar.
Ekki aðeins hefur Jóhanna Sigurðardóttir sýnt fáheyrða einræðis- og kúgunartilburði í þessu valdamesta embætti þjóðarinnar, hún hefur einnig sýnt þvílíkt skeytingarleysi um hag lands og þjóðar að varla eru dæmi um slíkt síðan á Sturlungaöld.
Ekki sanngirni að við borgum, en... | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu við.
Var ekki Alþingi búið að samþyggja ríkisábyrgð vegna lána til að greiða Icesave-skuldina?
Er það ekki vilji meirihluta Alþingis, þ.á.m. stjórnarandstöðu að þjóðin axli Icesave-byrðarnar?
Þorgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:52
Það er ósanngirni en engu að síður skynsemi. Í góðum draumi þyrftum við ekki að borga og þetta væri allt saman afskaplega þægilegt - vandinn er sá, að þetta er enginn draumur, við erum í raunveruleikanum og þurfum að taka raunhæfar ákvarðanir.
Alþýða Hollands og Bretlands treysti Íslendingum til þess að gæta peninga sinna og ef við borgum þeim ekki það sem okkur ber verður okkur svo sannarlega ekki treyst aftur. Viljum við það? Viljum við hreinlega traðka á eignaréttinum?
kv.
Ólafur Kjaran Árnason, 1.10.2009 kl. 20:19
það eru ekki raunhæfar ákvarðanir að gera þjoð útlæga úr sinu eigin landi , með skattpinungu og ótrulega ömurlegum ákvarðanatökum fyrir land og þjoð , svo að engum verði vært sem mögulega getur flúið eitthvert annað !!! En hverjir skyldu þá eiga að borga ???? það langar mig að vita ??? Ekki vita stjornvöld það !!! EG ER KLÁR Á ÞVI ,
Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 21:12
Þú fyrirgefur 'Olafur en ANNAR HVOR OKKAR er illa upplístur um málið áttu ekki bretar að passa þetta líka mig minnir það og finnst mé ekki tekið neitt frá neinum.r ekki að okkur beri að borga, ég hef
Eyjólfur G Svavarsson, 1.10.2009 kl. 21:16
Icesave er algjörlega í boði sjálfstæðisflokksins frá A-Ö. Sjalli gaf glæpalýð úr röðum sjalla bankann sem var svo stjórnað af sjöllum. Þjóðin fékk þetta svo í hausinn í kveðjugjöf frá sjöllum. Það besta sem sjallar geta gert núna er að halda sér saman meðan verið er að taka til eftir 18 ára efnahagslega kjarnorkuárás FLokssins á landið.
Þó þetta sé allt verknaður sjalla þá verður þjóðin að borga þetta því miður. Valhöll á víst ekki fyrir þessum reikningi.
Óskar (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 22:17
Það er ljótt að ljúga, Óskar!
Dóra litla (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 23:30
Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið. Þorgeir, Alþingi samþykkti ríkisábyrgð á samningnum en gerði ekki samninginn sjálfan. Ríkisstjórnin ber alla ábyrgð á honum.
Ólafur, það voru ekki Íslendingar sem slíkir, sem tóku að sér að gæta peninga hollenzkrar og brezkrar alþýðu. Það voru bankar í eigu íslenzkra aðila sem sumir hollendingar og bretar lögðu sparifé sitt inn á. Miklu fleiri lögðu peninga inn á banka í eigu bandarískra aðila. Þeir eru endanlega og að fullu glataðir. Maður tekur alltaf áhættu í viðskiptum.
Óskar, vertu ekki að grípa fram í þegar þroskað fólk á í málefnalegri umræðu.
Emil Örn Kristjánsson, 1.10.2009 kl. 23:56
Alþingi hefði náttúrulega ekki samþykkt ríkisábyrgð á samningi sem það er ekki sátt við, er það?
Þorgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 10:45
Um hvaða samning er verið að tala hér?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 15:49
Endilega hafðu svona stóryrði fyrir þig sjálfan. Jóhanna er að hreinsa til og reyna að bjarga rústunum af íslensku þjóðfélagi sem sjálfstæðismenn eru búnir að eyðileggja. Hún þarf ekkert að skammast sín fyrir það.
Ína (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 16:38
Þorgeir, þú hefur vissulega nokkuð til þíns máls að fyrst Alþingi hafi samþykkt ábyrgðina þá hafi það um leið lagt blessun sín yfir samninginn. Höfum þó tvennt í huga: Alþingi hafði ekki vald til þess að breyta samningnum sem slíkum og það samþykkti ekki ábyrgðina fyrr en eftir að hafa gert meiriháttar fyrirvara. Alþingi samþykkti samninginn með naumum meirihluta.
Ína, í fyrsta lagi er það hlægileg alhæfing að allt böl sé sjáfstæðismönnum að kenna. Í öðru lagi þá er Jóhanna ekki að bjarga neinu. Þvert á móti þá gengur hún fram með þvergirðingshætti og hótunum til að leggja á þjóðina einhverja þá mestu áþján sem hún hefur mátt þola í manna minnum.
Emil Örn Kristjánsson, 2.10.2009 kl. 17:54
Það er hárrétt hjá Óskari að Icesave klúðrið er algjörlega á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sem með hjálp Framsóknarflokksins gaf Björgólfunum Landbankann sem síðan stofnuðu Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi án þess að Jónas Heimdellingur í Fjármálaeftirlitinu eða Davíð Oddsson í Seðlabankanum gerðu neitt til að koma í veg fyrir að Landsbankinn sem þeir stjórnuðu Björgólfarnir, Halldór, Sigurjón og Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins gætu sett upp þessa glæpsamlegu peningaryksugu í þessum löndum. Þar ryksuguðu þeir peninga frá saklausum almenningi og fóru svo með þá peninga eitthvað þar sem þeir munu aldrei finnast.
Svo verðum við að borga íslenskur almenningur.
Sjálfstæðismenn kunna ekki að skammast sín.
Þið rembist eins og rjúpan við staurinn að gera núverandi Ríkisstjórn ábyrga fyrir Icesave glæpsamlega fjármálalega þjófnaði.
Það eru Sjálfstæðismenn sem bera ábyrgðina en þeir kunna ekki að skammast sín og þaðan af síður að biðja Íslenska þjóð afsökunar á gjörðum sínum.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 14.10.2009 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.