Hættið nú alveg...

Það er vissulega full ástæða til þess að skerpa á mannasiðum þingmanna. Það er ekki laust við að okkur almennum borgurum sé svolítið brugðið við að sjá útsendingar af þingfundum.

Mér þykir þó sérstakt, sem fram kemur í þessari frétt, að menn skuli vera að gagnrýna Sigmund Erni fyrir að "taka þátt í störfum þingsins eftir að hafa drukkið léttvín með mat". Ég vissi ekki að það væri bannað í sjálfu sér. Framkoma Sigmundar var hins vegar gagnrýniverð og hafi hann verið drukkinn í ræðustól er það einnig gangrýnivert. Hvort sem það er vegna þess að hann hafi "drukkið léttvín með mat" eða skellt í sig nokkrum snöfsum á bar.

Gæti menn hins vegar hófs er þeir dreypa á öli eða rauð- eða hvítvíni með máltíð og neyti aðeins þess magns að þeir séu eftir sem áður allsgáðir þá kemur það engum við.

Mér þykir þetta ósköp hallærislega orðað og reyndar þykir mér mál að linni umræðum um meinta ölvun Sigmundar Ernirs. Það er búið að draga nógu mikið dár að manninum fyrir vikið og atburðurinn búinn að fá þá athygli sem til þarf. Það er margt meira aðkallandi sem þarf að ræða og tími til kominn fyrir Sigmund Erni að fá frið til að vinna úr sínum málum.

Ég tek þó fram að ég er enginn sérstakur stuðningsmaður Sigmundar og tel hann hvorki skara fram úr sem stjórnmálamaður eða skáld.


mbl.is Ræddu hegðun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála, nóg komið í bili.

Finnur Bárðarson, 27.8.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mér hefur fundist Sigmundur Ernir ábyrgur og tek ekki þátt í að hneykslast á mannlegri hegðun.

 Miðað við vinnuálag er þetta eðlilegt að mínu mati. Hann hefur ekki verið neinn sérstakur fyrir mér fyrr en eftir hans góðu ræðu og ekki síst fyrir afsökunarbeiðni í morgun. Veit ekki til að hvítvín með matnum sé bannað á Íslandi. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.8.2009 kl. 17:31

3 identicon

Eru þið að grínast?

Sem sagt er í lagi að heilaskurðlæknir fái sér vín með mat og skundi svo til starfa? Sigmundur er áberandi ölvaður og er einbeitingin greinilega öll við að halda sér stöðugum (veltandi út um allt nema að styðjast/leggjast á púltið) og reyna að virka allsgáður. En við það gleymir hann algerlega tilgangnum með viðveru hanns við ræðupúltið. Eg stórefast um að hann hafi verið í ástandi til að stjórna ökutæki þetta umrætt kvöld hvað þá að stjórna þjóð sem er stödd á sökkvandi skipi.

Alþingi er æðsti vinnustaður landsinns, og ætti að vera fyrirmynd slíkra, og ef ykkur fynnst í lagi að starfsmenn mæti eftir inntöku vímuefna til hvaða starfa þá er eitthvað að.

Meiri að segja vínsmakkarar mæta allsgáðir til og frá vinnu.

Gunnar Harðarson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:08

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar Harðarson! Hvað finnst þér um læknadóp sem gerir fólk kolruglað? Það eru í raun hættulegustu vímuefnin á Íslandi í dag!.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.8.2009 kl. 21:40

5 identicon

Honum var boðið í mat og golfmót hjá MP Banka vegna þess að hann stundar sín viðskipti hjá þeim. Aldrei er mér boðið í mat hjá mínum banka. Kanski ég ætti að skipta yfir í MP Banka? Þeir gera svo vel við sína viðskiptavini. Bjóða þeim að taka þátt í gólfmóti og drekka ótæpilega af rauðvíninu.

Hvenær eru mútur, mútur og hvenær eru mútur ekki mútur?

Það viðgengst sama spillingin og fyrir hrun. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:50

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Uh, hérna, Anna Sigríður, ég átta mig ekki alveg á hvar sk. "læknadóp" á heima í þessari umræðu.

Gunnar, ég tek fram í færslu minni að það er gagnrýnivert hafi Sigumundur Ernir farið drukkinn í ræðustól á Alþingi. Mér þykir hins vegar kjánalegt að umræðan skuli snúast um það hvort það skuli gagnrýna hann fyrir að hafa tekið þátt í störfum þingsins "eftir að hafa drukkið léttvín með mat". Málið snýst ekket um það hvað hann drakk eða hvort hann drakk það með mat eða ekki. Menn eiga ekki að mæta í vinnuna undir áhrifum. Kunni menn hins vegar þá list að dreypa á "víni með mat" án þess að verða fyrir áhrifum þá ætti ekki gagnrýna þá fyrir það. S.s. mér þykir þessi umræða vera orðin kjánaleg.

Því tel ég að nú sé mál að linni. Eftir þessa uppákomu mun Sigmundir Ernir örugglega gæta sín og geri hann það ekki er hann búinn að fyrirgera pólitískri framtíð sinni.

Rafn, þú kemur með aðra sýn á málið. Reyndar eru það tvö aðskilin mál: Að Sigmundur Ernir hafi hugsanlega mætt ölvaður til þingstarfa og að hann hafi þegið boð MP-banka um að taka þátt í golfmóti og einnig kvölverðarboð. Ég verð að segja að það er óttalega klaufalegt af þingmanninum að hafa þegið þetta boð og gerir hann síður trúverðugan fyrir vikið.

Þakka ykkur annars öllum fyrir innlitið, góðar stundir..

Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2009 kl. 00:02

7 identicon

Hvað gerist þegar einhver annar mætir áberandi ölvaður í rætupúlt alþingis? Er hægt að gera eitthvað í því?

Sigmundur komst upp með það, ekki einusinni áminning! heldur heldur bara klappað á bakið og sagt :þú ert bara nýliði og ert skiljanlega ekki ennþá búinn að koma þér inn í verklagsreglur alþingis. En flott hjá þér sem komið er. 

ANNA: er með mína skoðun á læknadópinu á einni færslu á bloggsíðu minni.  Læknadóp er ógn sem fær alltof littla umræðu og er álitið sem smámunir við hlið t.d. cannabisefna, sem oftast stela senuni í fjölmiðlum landsinns og víða. En læknadópið  virðist vera einhverskonar tabo

P.S. veit eithver um íslenskt orð yfir tabo?

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 01:14

8 identicon

Ég flétti því upp

Taboo: bannorð/bannhelgi/forboðinn

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 01:20

9 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Í mínum huga er aðalmálð að hann hafi farið í Golf og mat í boði banka eftir allt sem á undan er gengið í þjóðfélaginu.

Haukur Gunnarsson, 28.8.2009 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 4597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband