Tafarlaus viðbrögð, takk

Þessi yfirlýsing rússneska sendiherrans kallar á tafarlaus viðbrögð þeirra sem hér sátu við stjórnvölinn þegar meint afþökkun átti sér stað.

Ég ætla ekki að gefa mér að Victor sé að fara með eitthvert fleipur, né heldur að lánatilboðinu hafi fylgt einhver skilyrði. Rússar reyndust okkur ekki illa í viðskiptum hér áður fyrr, þegar þeir hétu Sovétríkin og engin ástæða að ætla þeim einhverja græsku í dag. Rússar eiga gjaldeyrisforða, sem þeir geta vel hugsað sér að nota og ekki ólíklegt að hægt hefði verið að semja um endurgreiðslu í vöruskiptum.

Satt að segja kæmi mér ekki á óvart þó samfylkingarmenn hafi gert það að skömm sinni að hafna þessu láni til þess eins að reka þjóðina út í það horn sem hún er komin í núna.

Sé svo sannast það enn og aftur hvílíka einangrunarstefnu ESB-sinnarnir reka og hversu blindir þeir eru á umheiminn.

Að taka upp aukin viðskipti við Rússa og aðrar þjóðir sem standa utan ESB gæti hugsanlega losað okkur undan því vandræðahlutskipti að vera þeir taglhnýtingar Evrópusambandsins sem við erum óðum að verða.


mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, nú er ég bara nokkurnveginnæstumalveg sammála. Verst ef að við erum búin að vera að vaska fé fyrir rússamafíuna...

heimir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Tjah, ég hélt það nú lengi vel en eftir að ljóst var að Björgólfsfeðgar höfðu tekið lán til að fjármagna Landsbankakaupin þá er ég ekki eins viss um það lengur. Hins vegar hefur það verið staðfest, sem ég hef alltaf haldið fram, að það gat ekki verið að þeim hefði dugað að kaupa eina ölgerð í Rússlandi og selja hana skömmu síðar til að geta keypt Landsbankann fyrir mismuninn.

Emil Örn Kristjánsson, 13.8.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband