11.8.2009 | 15:04
Nú er nóg komið!
Góðir Íslendingar, við stöndum ein. Í alþjóðasamfélaginu stöndum við ein... eða svo gott sem, þeir einu sem hafa sýnt okkur skilyrðislausa samstöðu eru vinir og okkar og frændur Færeyingar.
Við slíkar aðstæður getum við ekkert annað en staðið saman. Ég ætla ekki að gera mér upp samúð með þessum kynbróður mínum sem skyndilega, eftir 13 mánaða aðskilnað, mundi eftir því að hann átti börn einhversstaðar. Ég hvet okkur til þess að standa vörð um þessa íslenzku fjölskyldu og sjá til þess að íslenzkum ríkisborgurum (les.: umræddum drengjum) verði ekki rænt. Hleypum ekki sendimönnum bandarískra yfirvalda eða Interpól til landsins til þess að fremja voðaverk.
Nógu miklu ætla þessir andsk... útlendingar að hafa af okkur. Nú er nóg komið. Hingað og ekki lengra! Mannrán mega ekki líðast!
Fyrst hægt að var að blása til samstöðu um að koma Fisher karlinum undan refsivendi bandarískra yfirvalda og veita honum hæli hér á landi ætti það að vera lágmarkskrafa að við gerðum slíkt hið sama fyrir okkar eigin landsmenn (karla og konur).
Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Amen við því
Kristín (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 16:39
Hjartanlega sammála þér Emil, nú er sko nóg komið. Við gerðum margt gott fyrir Fisher, hvar eru þeir karlmenn núna sem mest hjálpuðu honum?
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.8.2009 kl. 17:44
Við eigum ekki annað skilið en standa ein, annar eins rumpulýður eins og við á ekki skilið neitt annað.
Finnur Bárðarson, 11.8.2009 kl. 18:58
Samkvæmt æðstu lögum landsins, Stjórmarskránni, og að því gefnu að
fréttin sé rétt, þá má ekki vísa íslenskum ríkisborgara úr landi.
"66. grein
Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að
maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru
ríki. Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur
samkvæmt lögum.
Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður
honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma
til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hægt að vísa
þeim úr landi."
Kiddi (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 19:02
Misskildi færluna fullkomlega, biðst velvirðingar
Finnur Bárðarson, 12.8.2009 kl. 12:37
Afsökun tekin til greina, Finnur sæll.
Emil Örn Kristjánsson, 12.8.2009 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.