8.5.2009 | 17:20
Þetta kallar á stríð
Jú, Össur, nú er tímabært að slíta stjórnmálasambandi við breta (viljandi ritað með litlum staf). Nú er tímabært að fara í "diplómatískt stríð" við þessa h*nda.
Hættið að sleikja ykkur upp þetta EB-lið, þú og restin af þínu liði í Samfylkingunni. Hvað haldið þið EB-aðild gagnist í samskiptum við þessa hrokagikki? Ekki nýttist okkur nato-aðildin í þorskastríðunum.
Lemdu nú smá skynsemi í kollinn á þér, Össur og rístu upp á afturlappirnar. Við eigum hvort sem er lítið annað en snefil af stolti eftir svo við skulum halda í hann. Sýnum Jarpi (lesist Brown) að hann kemst ekki upp með að sparka í okkur liggjandi lengur.
Köllum sendiherrann okkar heim og sendum þeirra til síns heima með skömm. Gerum stórmál úr þessu. Við höfum engu að tapa.
Svo legg ég enn og aftur til að íslenzkum stafsetningarreglum verði breytt og bretar og bretland verði eftirleiðis ritað með litlum staf... helzt ljótum líka.
Hafa fengið nóg af Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"pretar" (b-ið á hvolfi) !?
Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2009 kl. 18:17
Ekki veit ég hvort þú skrifar í kaldhæðni en ef svo er ekki þá er ég þér fullkomlega sammála. Þjóðarstoltið er enn sterkt í Íslendingum þrátt fyrir það sem orðið og er nauðsynlegt að sýna mönnum að við erum engir aumingjar! Látum ekki vaða yfir okkur á skítugum skónum! Okkur mun aldrei verða sýnd virðing ef við göngum í ESB og það mun aðeins gefa pretum sóknarfæri til þess að drulla meira yfir okkur!
Matthías Ólafsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 20:26
Þetta er nú bara sýnishorn af þeirri meðferð sem bíður okkar sem pínulítið ESB ríki með 5 þingmenn af 750
Guðrún Sæmundsdóttir, 8.5.2009 kl. 20:50
Miðað við að Össur tók á móti fulltrúa sendiherra en sendi ekki til baka og vildi fá sendiherrann þá hefur samfylkingin lúffað fyrir bretum. Eigum að kalla sendiherra Íslands heim til skraf og ráðagjörða, yfirleitt skilaboð talið hörð skilaboð til viðkomandi þjóðar
gunnar (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:52
"eftirleiðis ritað með litlum staf... helzt ljótum líka." Emil, ég les oftast færslurnar þínar en held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég skelli uppúr!!
Var Össur ekki nógu skeleggur í fréttinni? Mér fannst hann tala þannig. Ég tók líka eftir að hann leiðrétti sig á ögurstundu. Hann ætlaði að segja að hann teldi þetta vera vitleysu í brán. Hafði ekki sleppt orðinu er hann sagði misskilningur. Fær prik fyrir að passa sig. Menn verða að vera "diplómatískir" í slíkum umsögnum og umræðum; það er ekki verið að tala bara við Gísla og Gróur á einhverjum íslenskum fréttamiðli, - þetta fer sko heldur betur út fyrir landsteinana og öll vitum við að óvarleg ummæli (þótt þau kunni að vera sönn) geta valdið ófyrirsjáanlegum deilum og gríðarlegu fjárhagslegu tapi, á beinan eða óbeinan hátt.
Áframhaldandi tillögur
bretar - pretar - fretar - (breddar) - (brekar)
Ég vona samt að við séum öll sammála um að það eru stjórnvöld og kerfið sem okkur kann að vera í nöp við, ekki þjóðina
Eygló, 9.5.2009 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.