8.5.2009 | 16:30
Málfarshornið - smekkleysa
Á vefsíðunni mbl.is og hugsanlega víðar birtist manni þessa daga auglýsing frá heimasíðunni matarkarfan .is
Þar er yfirskriftin eftirfarandi: Kaubdu íj matin i budin (Pólska)
Ég verð að segja eins og er að mér finnst þetta ósmekklegt. Í fyrsta lagi er verið að nauðga móðurmálinu á grófan hátt og í öðru lagi er verið að hæðast að þeim útlendingum, sem hafa sezt hér að og eru að fóta sig á tungumálinu, ef svo má að orði komast.
Mér þykir það virðingarvert þegar erlendir borgarar, bæði þeir sem hér dvelja til lengri og skemmri tíma og einnig þeir sem ætla að setjast hér að til frambúðar, gera sitt bezta til að nota íslenzku í samskiptum sínum. Það er ekki alltaf auðvelt að tileinka sér nýtt tungumál og getur kostað nokkur bros, einstaka hlátur og vingjarnlegar ábendingar. En einmitt þannig þjálfast fólk og lærir að lokum að beita nýju máli á réttan hátt.
Að gera slíka viðleitni að aðhlátursefni og skotspæni er ekki hvetjandi. Því fer ég fram á, fyrir mína parta, að matarkarfan.is fjarlægi tafalaust umrædda auglýsingu og biðji pólska gesti og Íslendinga af pólskum uppruna afsökunar.
Auk þess er "pólska" ritað með litlum staf.
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hví skyldi ekki mega gera grín að þessu eins og öðru. Hefurðu aldrei séð Indverjann í Simpsons eða Örn Árnason að leika Pólverja í Spaugstofunni? Ekki rofl vinu minn, hafa bara litin humor. Þa betra. Þér líða betur litli minn.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.5.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.