Sárreiður Ólafur

Ólafur F. Magnússon hefur verið furðu snjall að spinna upp alls konar samsæriskenningar og leyft sér að túlka mjög frjálslega orð, sem látin eru falla við hin margvíslegustu tilefni.

Ég ætla ekki að dæma meint orð Júlíusar Vífils en leyfi mér að ætla að þau hafi ekki verið meint á rætinn eða meinlegan hátt. Ég leyfi mér meira að segja að efast um að orðrétt sé haft eftir honum.

En jafnvel þó svo sé þá þætti mér áhugavert að heyra hvaða orð eða gjörðir Ólafs hafi kallað á slík viðbrögð.

Ólafur F. Magnússon hefur sjálfur ekki verið talinn með kurteisari mönnum. Jafnvel svo að manni hefur stundum blöskrað bersögli hans og aðdróttanir.

Sannnleikanum verður hver sárreiðastur og það kannske skýrir að einhverju leyti reiði Ólafs, sé rétt eftir Júlíusi haft. Og sé svo var Júlíus Vífill þá hugsanlega að segja upphátt það sem aðrir hugsuðu á umræddum fundi?


mbl.is Segir af sér sem varamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Ég ætla ekki að dæma meint orð Júlíusar Vífils"  segir þú en upphefur í framhaldi af því svo mikla sleggjudóma að leitun er að öðru eins.

Sigurður Þórðarson, 7.5.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: Eygló

Ég "hélt með"ÓFM fyrst. Fannst hann hreinlega lagður í einelti. Sá reyndar að kveikurinn að "eineltinu" var hversu óhönduglega kann kom fram; í orði og ásjónu.  Núna má hann róa hvert sem er, eftir að ég fékk sannreynt að hann hefur "logið í beinni".  Hann er eitthvað svo óheppinn 

Eygló, 8.5.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband