4.5.2009 | 13:54
Konungsríkið Ísland
Ég óska Jóakim, Maríu og allri dönsku þjóðinni innilega til hamingju með litla prinsinn.
Sjálfur er ég konungssinni og er viss um að það væri friðsælla um embætti þjóðhöfðingjans ef hér væri enn konungsríki. Já, enn, því Ísland var jú sjáfstætt konungsríki á árunum 1918 til 1944 og deildi konungi með Dönum. Rétt eins og Kanadamenn, Bretar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir deila konungi með Áströlum.
Hefði ekki verið lýst yfir lýðveldi á Íslandi 1944 þá ríkti hér í dag réttborinn þjóðhöfðingi okkar Margrét Alexandrína Þórhildur Ingiríður.
Ég legg því til að við væntanlega endurskoðun stjórnarskrárinnar verði lýðveldisstofnunin 1944 lýst ógild, Lukkuborgarættinni og þar með Margréti boðin krúna konungsríkisins Íslands á ný og síðan gengið til samninga við danska ríkið um að deila kostnaði við þjóðhöfðingjaembættið... hlutfallslega miðað við höfðatölu.
Nýr danskur prins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
svikari
Jefferson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:24
Mér þykir það illt að verða fyrir órökstuddum aðdróttunum frá nafnlausum aðilum.
Vinsamlegast útlistaðu nánar hvað þú átt við með "svikari", Jefferson og gerðu grein fyrir þér.
Emil Örn Kristjánsson, 4.5.2009 kl. 16:16
Er þetta ekki bara spurning um að bjóða Jóakim stöðuna?
Sigríður Jósefsdóttir, 5.5.2009 kl. 09:54
Nei, Sigríður, þá gengur ekki upp hugmyndin um samnýtingu þjóðhöfðingjaembættisins og stórlækkaðan kostnað við rekstur þess.
Bezta dæmið um slíka samnýtingu í dag er Elísabet Windsor, sem við köllum í daglegu tali bretadrottningu. Hún er þjóðhöfðingi 16 landa, sem í raun eiga í dag lítið annað sameiginlegt. Þetta eru jafn ólík lönd og Belize, Kanada, Bretland, Papúa-Nýja Gínea, Jamaica og Nýja Sjáland. Því finnst mér gráupplagt að endurreisa veldi Lukkuborgarættarinar á Íslandi og samnýta þjóðhöfðingjann með Dönum.
Emil Örn Kristjánsson, 6.5.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.