Góð hugmynd???

Hugmyndin er að mörgu leyti góð og reyndar alls ekki ný heldur. Hún virðist líka ganga að nokkru leyti upp með þeim formerkjum sem henni eru sett í dag.

Að útfæra hana eins og Lilja er að tala um held ég að sé bæði hættulegt og ósanngjarnt. Hvers vegna ætti hið opinbera að taka þátt í launakostnaði sumra fyrirtækja en ekki allra? Hvernig blasir þetta við fyrirtækjum, sem sjá fram á erfiðleika en eru að streða við að eiga fyrir launum starfsmanna sinna, þó ekki væri annað, þegar opinberir sjóðir fjármagna svo að stórum hluta launagreiðslur einhvers samkeppnisaðilans?

Hversu freistandi er það þá ekki að segja starfsfólki sínu einfaldlega upp og endurráða það síðan og fá greitt með þeim?

Hversu freistandi væri það ekki fyrir starfsfólk að láta einfaldlega segja sér upp og gera samkomulag um endurráðningu. Ég gæti t.a.m. stungið upp á samkomulagi við vinnuveitendur mína þess efnis að mér yrði sagt upp, ég síðan endurráðinn með atvinnuleysisbætur og á 30% lægri launum. Og þá væru báðir aðilar farnir að græða.

Það held ég að myndi ganga fljótt á  það fé sem hið opinbera ætlar til atvinnuleysisbóta. Og hvernig yrði þess þá aflað? Með skattheimtu?


mbl.is Fleiri fái að ráða í bótavinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

þetta reyndar fær mig til að langa en meira úr landi, sýnir mér að ríkistjórnin er fullkomlega ráðalaus um hvað skal gera í atvinnumálum. og þessi háu laun munu valla hækka er það að fara í vinnu til að fá þau, maður er að fá útborgað 115 til 120 þús á mánuði eftir skatta, og þessi háu laun hafa neytt marga til að leita til hjálparstofrnana og kirkjunnar , því ég efast um að þú næðir endum saman með þessi laun. sem eru samt. lágmarksrlaun sem efling býður upp á.

GunniS, 3.5.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband