1.5.2009 | 08:38
Sléttuband
Datt í hug ađ deila međ ykkur sléttubandi. Slíkar vísur eru ţannig gerđar ađ ţćr má lesa jafnt afturábak sem áfram:
Sléttuböndin kveđa kenn
krafta-skáldiđ góđa.
Fléttu getur ofiđ enn
undrabarniđ fróđa.
Fróđa barniđ undra enn
ofiđ getur fléttu.
Góđa skáldiđ krafta kenn
kveđa böndin sléttu.
Um bloggiđ
Emil Örn Kristjánsson
Fćrsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 4829
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski eru ţetta frćgustu sléttuböndin, eignuđ Látra-Björgu:
Táli, pretta, örgu ann,
aldrei dóma grundar.
Máli réttu hallar hann,
hvergi sóma stundar.
Stundar sóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Grundar dóma, aldrei ann,
örgu, pretta, táli.
:)
Hjörtur J. Guđmundsson, 1.5.2009 kl. 08:49
Jú, ćtli ţetta sé ekki fyrsta sléttubandiđ sem mađur lćrđi á sínum tíma. Ekki verra ađ vera í hópi međ Látra-Björgu ţegar tekiđ verđur saman sléttubandaskáldtal einhvern tíma
Emil Örn Kristjánsson, 1.5.2009 kl. 08:53
Orđaröđ í íslensku er svo frjáls ađ yfirleitt ţarf ekki annađ til ađ venjuleg ferskeytla verđi ađ sléttuböndum en ađ gćta ţess ađ upphafsorđin í fyrstu og ţriđju ljóđlínu rími og stuđlarnir í sömu línum séu í tveimur öftustu kveđunum. Ađ yrkja sléttubönd međ góđri meiningu er samt ekkert auđvelt.
Afhendingarháttur er talinn dýrari en sléttubönd. Ţá er fyrsti stafur hvers orđs tekinn í burtu og viđ ţađ myndast seinni hlutinn. Eftirfarandi vísa eftir Jóhannes úr Kötlum er gott dćmi:
Drósir ganga, dreyrinn niđar,
drjúpa skúrir.
Sćmundur Bjarnason, 1.5.2009 kl. 09:49
Gat nú veriđ ađ Sćmi karlinn reyndi ađ gera lítiđ úr tilraun minni. Reyndar heitir háttur sá, sem ţú vitnar til, Sćmi, afdráttur eđa afdráttarháttur og er ađ sönnu dýr. Svo dýr ađ fáir hafa megnađ ađ gera vitlega vísu úr honum.
Afhending eđa afhendingarháttur er hins vegar mun einfaldari. Sigurđur Breiđfjörđ kvađ svo um afhendingu og ađ sjálfsögđu undir ţeim sama hćtti:
Afhendingin er mér kćrst af öllum bögum
ţegar yrki óđ af sögum.
Ţađ er spurning hvort mađur eyđi nú frídeginum í berja saman einn afdrátt eđa svo...
Emil Örn Kristjánsson, 1.5.2009 kl. 10:38
Já, ţetta er alveg rétt hjá ţér, Emil.
Ţađ er líka rétt hjá ţér ađ ţađ er mjög erfitt ađ fá almennilega meiningu í afdráttarháttinn ţó ţađ sé hćgt ađ rađa saman orđum.
Sveinn frá Elívogum orti:
Sléttum hróđur teflum tafliđ,
teygjum ţráđin(n) snúna.
Sćmundur Bjarnason, 1.5.2009 kl. 11:11
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.