Óskalandið - EB-Ísland

Eins og ég hef alltaf sagt: Það eru fleiri kostir í stöðunni.

Samfylkingin virðist hins vegar hafa tryllt hálfa þjóðina í einhverskonar trúarofstæki, einhverskonar skilyrðislausri dýrkun á Evrópusambandinu.

Það mætti halda, samkvæmt áróðri þeirra, að öll vandamál leysist og himnaríkisvist sé okkur tryggð og afkomendum okkar um leið og við fleygjum okkur í faðm Evrópusambandsins. Og ekki bara það, heldur sé Evrópusambandið tilbúið að taka okkur í mildan faðm af náðarseminni einni saman og alfarið á okkar eigin forsendum.

Svo ef maður vogar sér að benda á fleiri kosti og einnig að ekki sé allt með felldu hjá sumum aðildarríkjum þá er maður bara fífl. Sama fíflið og manni var sagt maður væri þegar maður orðaði efasemdir um útrásina frægu á sínum tíma.

Gleymum því ekki að við inngöngu í ESB lokast okkur ýmsir markaðir sem við höfum verið að vinna. Einhliða samningar við lönd utan ESB líðast ekki hjá aðildarríkjum. ESB er í raun eingrunarsinnað bandalag. Íslendingar hafa verið að gera viðskiptasamninga við Austurlönd fjær, sem vissulega eru "baunir" í augum þarlendra en eru okkur mikilvægir. Við inngöngu í ESB eru slíkir samningar ekki leyfðir og vel að merkja þá hefur ESB ekki náð að gera sambærilega samninga fyrir sín aðildarríki. Enda allt miklu þyngra í vöfum.


mbl.is Ísland þurfi að spila vel úr veikri stöðu gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

"Samfylkingin virðist hins vegar o.s.f.v." Með góðum stuðningi allra fjölmiðla landsins og fræðimanna Elítunnar.

Ragnar Gunnlaugsson, 30.4.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband