27.4.2009 | 18:13
Íhaldssemi til fyrirmyndar
Mér þykir þessi frétt og aðrar sem birzt hafa um sama mál vera nokkuð litaðar fordómum gagnvart íbúum Appenzell (Innerrhoden). Það er helzt að sjá að gefið sé í skyn að þeir séu hallærislegir og gamaldags að leyfa ekki röskum Þjóðverjum að spóka sig naktir úti í Guðs grænni náttúrunni.
Nekt er einkamál hvers og eins og persónulega þætti mér það ekkert sniðugt ef nágrannar mínir tækju upp á því að ganga naktir um göturnar dags daglega. Ekki þætti mér það heldur neitt betra ef aðkomufólk færi að venja komur sínar í hverfið til að spóka sig nakið.
Það eru til staðir fyrir nektardýrkendur þar sem þeir geta notið nektar sinna og annara og ekki sízt í Þýzkalandi er finna umtalsverðan fjölda þeirra.
Að bera sig fyrir þeim sem ekki kæra sig um slíkt er ekkert annað en dónaskapur.
Svo gætir svolítillar vankunnáttu í umfjöllun blaðamanns þegar hann kallar Appenzell hérað í Sviss. Sviss er nefnilega samandsríki og ríkin sem mynda það eru kölluð kantónur og hafa þær töluverða sjáfsstjórn í sínum eigin málum. Appenzell er því kantóna og reyndar eru þær tvær kantónurnar sem bera þetta nafn: Appenzell Innerrhoden og Appenzell Ausserrhoden. Það er sú fyrrnefnda sem er hér til umræðu og er hún fámennust svissnesku kantónanna.
Sjálfur er ég íhaldsmaður og mér þykir sem hér sé talað um Appenzell sem íhaldssama kantónu í neikvæðri merkingu. En þó Appenzellbúar séu íhaldssamir þá lít ég svo á að það sé á jákvæðan hátt. Fámennið í þessu fámennasta sambandsríki Sviss gerir það að verkum að þar geta menn enn haldið í forna stjórnarhætti. Árlega koma allri borgarar, sem áhuga hafa og vilja hafa áhrif á sjórn kantónunnar, saman á aðaltorgi höfuðborgarinnar, kjósa sér ríkisstjórn og greiða atkvæði um lagafrumvörp með handauppréttingu; sannkallað alþingi. Öllu virkara og beinna verður lýðræðið varla.
Það má reyndar nefna að þetta alþingi þeirra Appenzellbúa kemur saman síðustu helgi í apríl ár hvert. Því er þetta mál til umræðu nú eftir nokkurra vikna hlé því það var einmitt í gær sem íbúar greiddu atkvæði um og samþykktu umrædd lög.
Bannað að ganga ber | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"truflandi og pirrandi" Eins og talað útúr mínu hjarta. Fólk vill, í frelsi sínu, vaða yfir mörk "hinna". Get bara flokkað þetta undir frekju í þessum sokk/smokk-skokkurum.
Eygló, 28.4.2009 kl. 01:16
Held ég verði bara að vera sammála ykkur. Það er miklu gáfulegar að hafa þessar nektarnýlendur á afmörkuðum stöðum þar sem maður veit að hverju maður gengur.
En það er einmitt svona beint lýðræði sem Ástþór vildi koma á hérna en fékk ekki einu sinni að kynna, bara af því hann heitir Ástþór. Verð að taka undir með honum að Ríkisútvarpi / sjónvarp stóð sig ekki nógu vel í aðdraganda kosninganna.
Landfari, 28.4.2009 kl. 10:43
Ég bara skil ykkur ekki.
Hvað í ósköpunum er að nekt? Af hverju er hún einkamál og viðkvæmt mál?
Er það ekki eitthvað sem ýtir undir kreddur og fordóma?
Nakinn líkami manna er það eðlilegasta sem til er og ef fólki finnst þægilegt að spóka sig um nakið, hvers vegna ekki?
Er það ekki heimtufrekja í öðrum að banna saklausu fólki að ganga um nakið ef það vill?
Það sér hver maður að það er óheilbrigt að ganga um nakinn þar sem kalt er og að sjálfsögðu gengur fólk því í fötum þar sem kalt er..
Ég skil bara ekki hvaðan þetta kemur, tengist þetta kynferði og kynlífi?
Þarf alltaf að tenja nakinn líkama við slíkt?
Ef það tengist ekki því, hverju þá?
Anna (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:25
Þakka ykkur fyrir innlitið. Það er rétt, Bergþóra að lýðræðið er mjög virkt í Sviss og þeir frægir fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur um hvaðeina. Ég vildi hins vegar benda á þá sérstöðu að í Appenzell Innerrohden og reyndar í Glarus einnig er ríkinu enn stjórnað með þessari aldgamlagömlu lýðræðisleið. Þarna er ekkert fulltrúaþing eins og við þekkjum það, heldur er öllum borgurum gert mögulegt að taka þátt í lagasetningunni með beinum hætti.
Emil Örn Kristjánsson, 28.4.2009 kl. 13:42
Anna, Það er ekkert að nekt í sjálfu sér en það hefur verið alið upp í okkur gegnum aldirnar að líkaminn sé einkamál. Líkaminn er líka einkamál og það er val hvers og eins hvort hann sé til sýnis eða ekki. Aftur á móti ætti það líka að vera val hvers og eins hvort maður þurfi að horfa uppá nakta líkama annara. Sumir eru viðkvæmari en aðrir fyrir svona hlutum og ber að virða það.
ValaH (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:31
Mikið skil ég sjónarmið Önnu en samt finnst mér að við eigum aðeins að taka tillit til viðkvæmra sála en það sem ég sé að er að gerast á vesturlöndum er að fólk er að verða íhaldssamara í sambandi við nekt og kynlífs. Nekt er mjög eðlileg og mörgum finnst gaman að spóka sig í engu. Ég vona bara að við séum ekki á leiðinni inn í þjóðfélag sem mun fordæma alla nekt og fordæma hvers kyns tal um kynlíf þá erum við komin ansi mörg ár aftur í tímann. Það er samt alveg skiljanlegt að fólk vilji hafa nektarnýlendur þar sem þeir og þær sem vilja spóka sig um nakið geti það í friði og spekt.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.