Kom að því...

Ég fagna því að ákveðið hefur verið að opna bókhald Sjálfstæðisflokksins um styrkveitningar þetta umdeilda ár tvöþúsundogsex.

Hvað fleira á eftir að koma fram mun tíminn leiða í ljós og vonandi verður allt uppi á borðinu hið fyrsta. Í ljósi frétta gærdagsins eigum við sjálfstæðismenn og allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins rétt á vita hvernig þessi mál standa áður en við göngum til kosninga. Og einnig eigum við rétt á skýringum þar sem þeirra er þörf.

Öll leynd býður aðeins upp á vangaveltur og getgátur og slíkt er ekki heilbrigt.

Með réttu og í ljósi umræðunnar og þeirra skota sem gengið hafa á milli síðasta sólarhringinn eiga í raun allir kjósendur rétt á því að vita hvernig þessi mál standa hjá öllum stjórnmálaflokkum. Því fagna ég yfirlýsingu Jóhönnu Sigurðardóttur um að hún vilji létta leynd af fjárstyrkjum til Samfylkingarinnar. Vona ég að það séu ekki bara orðin tóm.

Skurðaðgerð er alltaf sársaukafull og þegar skera þarf mein þá flýtur blóð. En sá sjúki verður heilbrigðari á eftir.

Sjálfstæðisflokkurinn mun verða heilbrigðari eftir þessa "skurðaðgerð" og það gætu íslenzk stjórnmál orðið í heild sinni ef fleiri fylgdu í kjölfarið.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Nema meinið sé vírus eins og HIV, þá er engin lækning til, bara lifa með vírusnum og kaupa svakalega dýr lyf.

Axel Pétur Axelsson, 9.4.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Nei Axel, Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera "fárveikur" í langan tíma og því miður hafa læknarnir ekki fundið meinið.  Um leið og fenginn er fær læknir til að bjarga sjúklingnum (flokknum) þá gef ég mér það að flokkurinn nái að rísa aftur upp og verða það góða afl sem hann var í byrjun fyrir þjóðina.  Flokkurinn er eins og skip sem hefur rekið af leið með stýrimenn um borð eins og BLÁSKJÁ, Geir & Hannes Hólmsteinn, menn sem tóku bara mið af einni stjörnu "stjörnu frelsisins" og silgdu flokknum beint í strand!  Nú þarf að kalla fram betri skipstjóra og fara að sigla eftir þeim góðu gildum sem flokkurinn var stofnaður um!  Það þarf að skipta út allri áhöfninni og fá hæfara fólk um borð, bara nógum mikið af konum um borð!  Sjálfstæðisflokkurinn á nóg að hæfum konum, það verður bara að fara að virkja þær betur.....  Ég óska XD góðs bata og vona að þeir finni leiðina heim..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband