27.3.2009 | 15:01
Sjálfstæðisflokkurinn stendur undir nafni
Það er gaman hér á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, eins og vera ber.
Æðsta vald Sjálfstæðisflokksins, landsfundur, hefur talað hreint út í viðkvæmu máli. Flokkurinn telur að sem fyrr sé hagsmunum Íslands ekki bezt borgið í Evrópusambandinu.
Þetta eru skýr skilaboð til kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn er valkostur þeirra sem vilja standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar.
Þjóðin fái að skera úr um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
alltaf gaman að sjá þegar flokkar finna upp hjólið aftur...
en batnandi fólki er best að lifa
Hólmfríður Helga Björnsdóttir, 27.3.2009 kl. 15:16
Metnaður eða sérstök hugmyndaauðgi einkennir ekki starf eða afurðir endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, nefndarinnar miklu sem átti að marka framhaldslíf þeirra bláu. Jú, þeir taka upp tillögur frá flokksþingi Framsóknar fyrr í vetur, pússa þær aðeins, og gera þær að sínum. Dæmi: Framsókn samþykkti að fara í aðildarviðræður við EB. með mjög ströngum skilyrðum, þegar niðurstað lægi fyrir, yrði þjóðaratkvæðagreiðsla til samþykktar eða synjunar. Landsfundur Sjallanna samþykkir: Þjóðaratkvæði um hvort hefja skuli viðræður, verði það samþykkt, skuli niðurstaðan lögð undir þjóaratkvæði til samþykkrar eða synjunar. Breyting frá ályktun Framsóknar: Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um sama mál í stað einnar!! þarna er ekki horft í kostnað, sem varð orsök málþófs í þinginu fyrir skömmu! Annað dæmi: Framsókn lagði fram tillögu um að afskrifa 20% af skuldum íslenskra heimila. Landsfundurinn ályktar "að lækka höfuðstól skulda heimilanna", sem þýðir það sama, annað orðalag. Reyndar má geta þess, að Bjarni B. formannsefni Sjalla, sagði í vetur að þessi leið sem Framsókn lagði til með 20% afskrift, lána, væri athygli verð og rétt að skoða þá leið, reyndar tóku fleiri á þeim bæ undir með honum. Ef afrakstur starfs þessarar nefndar verður allur á þennan veg, er ekki mikil von til nýrrar framtíðarsýnar hjá Sjálfstæðismönnum, og afrakstur landsfundarins minni en að var stefnt. En það er enn von að Eyjólfur hressist!!!
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 16:27
Stefán þú rekur tvö mál.
1. ESB þar sem lagt er til hjá bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokknum að aðild yrði lögð undir kjósendur.
2. Niðurfelling skulda. Algjörlega ný staða þarfnast nýrra lausna.
Þér finnast þessar lausnir slakar, hverjar eru þínar?
Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2009 kl. 17:03
Ó takk, þið eru svo góðir gæjar. Ætlið að "leyfa" okkur, fólkinu í landinu, að kjósa um aðild. En gaman að heyra. Ég er svo glaður yfir því að FÁ að kjósa um þetta mikilvæga mál. Ég veit að ég get varla sofið í nótt fyrir spenningi. Takk fyrir mig kæru sjálfstæðisspenar.
Dexter Morgan, 27.3.2009 kl. 23:44
Er sammála þér Dexter Morgan.
Eg er búinn að fá þessa hrokafullu yfirlýsingu á sálina. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar af sínu endalausa umburðarlyndi og samfélagslegu hógværð að leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort hún vill láta semja um sjálfstæði sitt!
Kunna þessir mannapar blátt áfram enga mannasiði?
Talandi um flokkshollustu: Kunningi minn hringdi í mig í kvöld nýkominn af fundi Samfylkingarinnar í Smáranum. Reyndar skildist mér þó fremur á honum að hann væri nýkominn frá Guði en hefði skotist í símann til að gefa mér aðild að allri opinberunni sem ég hafði misst af.
Ætli ég sé eitthvað bilaður að hafa aldrei geta orðið svona hugfanginn af flokknum sem ég styð hverju sinni? Er búinn að kjósa mörg framboð á langri ævi og hef reynt að kjósa bara það sem mér hefur sýnst illskárst.
Árni Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.