Láta Cindy í friði?

"Látið mig bara í friði", segir Cindy Crawford. Hvað er hún þá að láta ljósmynda sig nakta til birtingar í víðlesnu tímariti?  Mér finnst slíkt bara kalla á athygli, svo hún getur bara sjáfri sér um kennt, blessunin.

Svo á ég erfitt með að skilja fullyrðinguna: "...segist líta vel út nakin, sérstaklega í ljósi þess að hún er tveggja barna móðir." Hví ættu tveggja barna mæður ekki að líta almennt vel út, naktar sem klæddar?

Jafnvel betur en margar barnlausar. 


mbl.is Lítur vel út nakin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

1. Þetta er illa þýtt. Hún er ekki að segja blaðamönnum að láta sig í friði. Hefur sennilega fleygt þessu fram í grín tón, miðað við það sem hún var að segja. Þá er merkingin allt önnur.

2. Það sést oft á líkama sem borið hefur barn, hvað þá börn. Auðvitað eru til mæður sem eru miklu fallegri en ekki-mæður, en það er gott að geta sagst vera flott eftir tvær meðgöngur.

Er svo ekki bara fínt að hún sé sátt við sjálfa sig? Það mættu fleiri vera.

Villi Asgeirsson, 25.3.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, Villi sæll, getur verið að hér sé illa þýtt eða ég ekki lagt réttan skilning í textann.

Hvað útlitið varðar þá er eðlilegt að þess sjái merki þegar kona hefur átt barn/börn. Hún þarf ekki að líta verr út fyrir vikið. 

Auðvitað er það bara fínt að hún Cindy blessunin er sátt við sjálfa sig. Kona sem er sátt við sjálfa sig lítur yfirleitt vel út.

Emil Örn Kristjánsson, 25.3.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nákvæmlega. Fegurðin kemur innan frá. Það er ekki bara klisja.

Villi Asgeirsson, 25.3.2009 kl. 15:44

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Finnur Bárðarson, 25.3.2009 kl. 16:19

5 identicon

Pælið endilega meira í þessu strákar. Það er svo gáfulegt.

ábs (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: TARA

Þú færð plús frá mér Emil Örn fyrir orð þín...auðvitað geta konur litið vel út þó þær séu fullorðnar og margra barna mæður.

TARA, 25.3.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband