Týnd frétt

Mér finnst þetta ekki merkileg frétt að öðru leyti en því að nú vitum við að líkamsleifar systur Kleópötru hafa fundist. Það í sjálfu sér er stórmerkilegt. Fréttin sú tapast hins vegar í löngu máli um þekktar staðreyndir.

Það sem mig langar að nefna er í fyrsta lagi: Sagt er að Keópatra og félagar hafi verið sögupersónur. Hér er mætti óupplýstur lesandi draga þá ályktun að þau væru skáldsaganpersónur. Líklega er þó frekar átt við að þau hafi verið sögulegar persónur. Þ.e.a.s. eiga sér stoð í mannkynssögunni.

Í öðru lagi er sagt að vitað sé að Kleópatra hafi verið afkomandi hershöfðingja frá Makedóníu og hún hafi tilheyrt "Ptolemaic-veldinu". Hér er líklega á ferðinni tilraun til þess að þýða "Ptolemaic Dynasty". Í stuttu máli: Klepatra var af ætt Ptólemea, sem voru afkomendur Ptólemeusar. Ptólemeus þessi var einn af hershöfðingum Alexanders mikla og eins og hann Makedóníumaður. Ptólemeus var einn af sk. "arftökum" Alexanders en þeir voru hershöfðingjar þess mikla herkonungs og skiptist veldi hans á milli sín þegar hann var allur. Meðal þeirra voru t.d. auk Ptólemusar þeir Selevkus og Lýsimakkus.

Að Kleópatra hafi verið af afrískum uppruna er ekkert einkennilegt. Egyptaland, sem kom jú í hlut Ptólemusar og afkomenda hans, er í Afríku. Það er því eðlilegt að ætt Ptólemea hafi blandast afrískum ættum. T.a.m. konugsættum frá Núbíu, þar sem Kúsítaríkið stóð enn með nokkrum blóma á sama tíma og Ptólemear réðu Egyptalandi.


mbl.is Kleópatra af afrískum uppruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 4918

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband