17.3.2009 | 11:48
Úllalla...
Það er náttúrulega ekki gott ef tónlistarmenn geta ekki lifað af vinnu sinni og það er ekki gott ef fólk er óheiðarlegt og stelur efni á þennan hátt.
Spurning hvort ekki sé hægt að bregðast við þessu á einhvern hátt frekar en að fara í fýlu og hóta að hætta bara. Með sameiginlegu átaki hljóta tónlistarmenn að geta fundið lausn á þessu. Það leysir engan vanda að breiða upp fyrir haus.
Og ef ekki er brugðist við er eins víst að tónlistarmennirnir lendi bara á launaskrá ríkisins á ek. listamannalaunum. Það væri heldur ekki gott.
Bubbi hótar að hætta útgáfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 4892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stebe Jobs, forstjóri Apple trúði því að fólk myndi borga fyrir tónlist á netinu. Hljómplötuútgefendur voru á öðru máli. Hann fékk þá til að reyna og útkoman er einhverjir milljarða laga seld á iTunes. Hann vvældi ekki, hann leitaði lausna. Eitthvað sem Bubbi gæti reynt að læra af honum.
Annars finnst mér það merkilegt að fólk eins og Bubbi og Bono séu að kvarta á meðan nánast óþekktir listarmenn notfæra sér tæknina.
Þar fyrir utan er uþb 50 króna skattur á hverjum tómum disk sem keyptur er, DVD diskum, hörðum diskum, öllu sem hægt er að geyma tónlist á. Þessi skattur rennur til Stefs. Hvernig of hvort honum er úthlutað til tónlistarfólks veit ég ekkert um.
Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 13:08
Ég veit ekki hvað kallinn er að rugla, hann kaus að verða tónlistarmaður og nú er hann að væla að hann þurfi að fara að vera með tónleika til að fá salt í grautinn? Halló!! Bjóst hann bara við að það væri nóg að búa til einhverja tónlist fyrir einhverjum 30 árum síðan og lifa svo bara á því með rassinn upp í loftið. Ææ hann þarf að fara að mæta reglulega í vinnuna eins og við hin, búhú og grenj.
Það þýðir ekki að fara að væla þótt bisnessmódelið gangi ekki upp, hann verður þá bara að fara að gera eitthvað annað.
Allir með vit í kollinum sjá að það er nokkuð augljóst að verður aldrei hægt að koma 100% í veg fyrir niðurhal, þannig að tónlistarmenn þurfa einfaldega að þróast með tímanum.
Besta leiðin er einfaldega að búa til tónlist og selja hana mjög ódýrt eða ókeypis og fá svo peninga með tónleikahöldum, því það er ekki hægt að niðurhala stemmingu á tónleikum. Þannig að það sem Bubbi er að tala um virðist vera fín lausn á þessu.
Uppljóstrari (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:09
Ég er miklu meira en tilbúinn til að kaupa tónlist beint af tónlistarmanni, helst í rafrænu formi, eða af vefverslun þar sem ég veit að töluverður hluti andvirðisins rennur þangað.
Mér telst til að ég hafi keypt fyrir um 400 dollara á rétt um tveimur árum gegnum emusic.com. Fyrir það hef ég líklega fengið um 1800 lög.
Ekki dettur mér í hug að kaupa plastdisk á rúmar 2000 kr í búð í Kringlunni þar sem ég veit að helmingurinn fer til búðarinnar, restin til útgefandans og einhverjir tíkallar til tónlistarmannsins, en þá bara ef það næst að selja yfir 3000 eintök.
GBB (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:12
Ætli maður verði ekki að játa gamlar syndir. Ég tók nú upp Lög unga fólksins og Tíu á toppnum á sínum tíma á gamla segulbandstækið mitt. Það var víst ólöglegt, en ég held að Cat Stevens, Cher og Creedence Clearwater hafi farið á hausinn vegna þess.
Emil Örn Kristjánsson, 17.3.2009 kl. 14:22
Síðan er skattur af tómum geisladiskum, upptökutækjum og ég veit ekki hvað meira sem fer í STEF sjóð og tónlistarmenn fá borgað til baka fyrir að efnið eða tækið væri hugsanlega notað til afritunartöku.
Þetta er sambærilegt og það væri tekinn sérstakur "yfir á rauðu" skattur af bensíni til að borga til baka til lögreglunnar fyrir þá sem hugsanlega komast upp með það að fara yfir á rauðu ljósi.
Síðan eru menn hissa á því að fólk sé að afrita tónlist. Halló!! Fólk er þegar búið að borga fyrir þessa afritunartöku með STEF skattinum.
Uppljóstrari (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.