6.3.2009 | 15:57
Halló, halló. Er ekki allt í lagi?
Skil ég þetta rétt? eru greidd 1200 mánaðarlaun til listamanna á þremur árum? Þýðir það að á hverjum mánuði sé 33 mönnum (körlum og konum) greidd laun fyrir að heita listamenn?
Hverjir eru þessir listamenn og hvers vegna greiðir ríkið þeim laun? Hefur ríkið fyrir vikið eignast einhvern útgáfu- eða birtingarrétt á verkum þeirra? Þurfa þeir að skila einhverju vinnuframlagi til ríkisins til að eiga rétt á þessum launum? Hver metur það hvort þeir séu launanna verðir?
Stórt er spurt.
Mér finnst ekkert að því að listamenn fái styrki. Það er ekkert að því að ungir og efnilegir listamenn fái styrk til að koma sér á framfæri. Verði hann til þess að listamaðurinn geti í kjölfarið lifað á list sinni að öllu eða nokkru leyti er tilganginum náð. Þar með hefur hann skapað sér starf, sem aflar honum tekna. Nái hann hins vegar ekki að lifa á list sinni þrátt fyrir að hafa fengið "startkapítal" í formi ríkisstyrks þá ætti hann bara að finna sér eitthvað annað að gera og sinna listinni hugsanlega sem tómstundagamni.
Að listamenn séu á launum hjá hinu opinbera einfaldlega vegna þess að þeir kjósa að kalla sig listamenn hef ég aldrei getað skilið.
Þar fyrir utan er það fáránlegt að ætla að auka þetta framlag um 11 árslaun í 3 ár. Svona framtak skapar nefnilega engin störf. Væri þá ekki nær að leggja þetta framlag til Landhelgisgæzlunnar, þó ekki væri annað?
Róttækast væri náttúrulega að skera frekar niður í listamannalaunum. Þar væri hægt að spara. Verst að það myndi líklega skapa "atvinnulausa" listamenn, sem færu þá yfir á atvinnuleysisbætur.
Leggur til breytingar á listamannalaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg Segi HEIR HEIR tvi tad er kominn timi til ad einhver tali um tetta lid og veki mals a tvi ad tetta lid er bara a spenanum og verdur alltaf og kemur aldrei til med ad skila neinu aftur i kassann.
Ps.5 barna fadir og namsmadur i DK og kem til med ad turfa ad greida allt mitt til baka
PPs.Harma ad horfa upp a LANDID mitt komid i tessa stodu og longuninn er ekki mikil ad koma heim aftur
tar sem ad hreinir og klarir glaepamenn hafa fengid ad stjorna heilu samfelagi og engum totti tad athugavert
fyrr enn eftir a og allt i nafni kapitalsinns sem var ekki einu sinni okkar og allt fengid ad lani eg segi bara gott a okkur
smaborgarana en held eg ad vid bar stondum sterkari a eftir fyrir vikid tvi vid erum ISLENDINGAR
og get eg garaentered tad hafandi baedi buid a Itliu og DK ad vid erum storasts land i heimi
eins og Dora ordadi tad svo vel
Gui (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 22:31
Verkefnastaða listamanna hefur farið hríðversnandi á undanförnum misserum þar sem aðgangur að fjármagni er mjög takmarkað. Þetta gerir það að verkum að listamenn eiga mun erfiðara með að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu. Birtingarmyndin er atvinnuleysi.
Það gleymist einnig í umræðunni að geta þess að með fjölgun listamannalauna er einnig verið að fjárfesta í útflutningi í einum af okkar megnugustu atvinnuvegum.
Á meðan losunarkvótar eru að fyllast, fiskurinn í sjónum er að bregðast okkur og bankakerfið er hrunið þá eru það hugvit listamanna sem stendur eftir sem ein okkar sterkasta auðlind.
Bókmenntir, myndlist, tónlist, leiklist og hönnun (sem nú er verið að stofna nýjan jóð fyrir) er vara sem er vinsæl erlendis og er að færa þjóðinni gjaldeyristekjur á erfiðum tímum.
En það er ekki það eina. Mikilvægi lista þegar kemur að því að treysta samskipti milli þjóða og hlutdeild listarinnar í uppbyggingu viðskiptatenglsa eru einnig þekkt og viðurkennt fyrirbæri.
Listamannalaun eru öflug leið fyrir ríkið til þess að kaupa ákveðna þjónustu sem tryggir að virkni ofangreindra þátta verði sem mest.
Bendi á orð Þorgerðar Katrínar á Kvikmyndaverðlaununum Eddunni núna fyrir jól þar sem hún sagði að þjóðin hefði sjaldan þurft eins mikið á listamönnunum okkar að halda eins og núna við endurreisn okkar út á við og til að byggja sjálfstraust okkar inn á við.
Nýr menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir er að byggja undir þjóðina á framsækinn og frumlegan hátt. Hún er áð nýta hér auðlind sem áður hefur verið vannýtt, auðlind sem á sama tíma er óþrjótandi.
Karen María, danslistamaður
Karen María Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:20
Þetta er þörf umræða, og mér finnst það alltaf jafn merkilegt þegar fólk heldur því fram að list leggist af ef ekki kæmu til styrkir hvort sem þeir koma frá ríki eða öðrum. En hvað er "list" ?? persónulega finnst mér meirihlutin af því sem fólk kallar list, bara bölvað rusl og drasl. En fyrir mér eru listamenn þeir sem geta selt sig sem slíka. Því ef þeim tekst það, þá eru þeir að vekja áhuga þorra fólks, þeir snerta taugar í okkur sem við getum ekki látið hjá líða að veita eftirtekt, þetta gerir tónlistin mjög mikið og þarf ekki ríkisstyrki til, þetta gera margir rithöfundar og þurfa ekki ríkisstyrki til, þetta gera einstaka málarar og þurfa ekki ríkisstyrki til, og fl. og fl. Hvað réttlætir þá það að setja einhverja á jötuna umfram aðra??? það er ekkert sem rétlætir að mínu mati svona dilkadrátt hjá ríkinu því hver er þess um komin að ákveða hvað er list og hvað ekki, hver fær styrk og hver ekki??? Einhverjir örfáir einstalingar sem eiga að meta það fyrir mína hönd???? því ég og við erum jú ríkið, NEI takk það kæri ég mig ekki um, ég vil ráða því sjálf hvað mér finnst vera list.
(IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 12:43
Staða Listamanna á Íslandi er hörmuleg í dag og hefur reyndar alltaf verið í gegnum árin. Það er næstum ómögulegt að lifa af listinni einni saman hér á þessari eyju og það er ástæðan fyrir því að Ísland missir svona mikið magn af þeim á hverju ári. Þessir styrkir eru það eina sem heldur þeim hér því ef þeir væru ekki gætu listamenn ekki lifa, það væri engin list eða menning til að auðga líf fólks hér sem er byrjað að glápa á amerískt rusl á hverju kvöldi nú þegar og það þarf að breytast. ÞEssir styrkir sem þér finnst algjörlega ástæðulausir eru það alls ekki því án þeirra væri Ísland ekki tekið með sem vestrænt ríki. Listir og menning er hverju þjóðríki nauðsynlegt og án þeirra væri lífið mjög tómt. Heldurðu ekki að Íslensk menning væri tómari ef ekki hefði verið fyrir Halldór laxness sem meðal annars þáði styrki frá Íslenska ríkinu?? þetta er nauðsynlegt til að við Íslendingar eigum einhverja sögu og minjar sem er okkar eigin! Prófaðu að lesa nokkur ljóð eftir nýja og unga íslenska höfunda og fara á nokkra tónleika hjá Sinfóníu Íslands og segðu mér svo að þessum peningum sé hent út í vindinn!
Olga Rún (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 13:41
Ég er nú reyndar með ljóðabókina Dísyrði eftir Steinunni Ásmundsdóttur sem er ungur höfundur, sem lifir ágætlega um leið og hún framleiðir list þrátt fyrir að verða fyrir þeirri "hræðilegu röskun" að þurfa vinna aðra vinnu með.
Eitt ljóð úr bók hennar á hér ágætlega við.
Drekarnir lifa í gili
snúa skoltum í átt til sólar
og glotta meinlega.
Velta fyrir sér hvað varð um gullið,
drekagullið sem týndist
í myndakassa fyrsta ferðamannsins.
Menn verða hætta að trúa þeirri vitleysu að ekki verði til list án styrkja.
(IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 14:10
Hér skrifar fólk sem m.a. heldur að styrkirnir komi að haldi í "útflutning á einni okkar megnugustu atvinnugrein" og fólk sem heldur að ekki væri tónlist ef ekki væru styrkir. Líka að engin væri listin eða menningin ef ekki væru styrkir.
Vitleysa. Hér er aðeins á ferðinni uppskafningslegt tildur og hirðsiðir stjórnmálamanna með illa fengið almannafé í krumlunum.
Fimmta valdið (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:11
Ég þakka öllum fyrir innlitið og það er gaman að sjá þessi færsla mín hefur vakið viðbrögð og umræður. Slík er aðeins af hinu góða.
Mér þykir þó einkennilegt að þar sem færsla mín snýst aðallega um spurningar um listamannalaun þá hefur enginn, ekki einu sinni þeir sem telja sig allt vita um list og vilja styrk til hennar sem mestan, getað svarað einni einustu þeirra.
Ég er að ræða um listamannalaun. Styrkur til lista er umdeildur en ég hef í færslu minni tekið skýrt fram að mér þykir ekki óeðlilegt að listamenn fái styrki til að koma sér á framfæri. Dugi það ekki til er þeim hollara að snúa sér að einhverju öðru.
Finnist fólki listin ekki fá nóg vil ég benda t.a.m. á að samkvæmt fjárlögum ber ríkissjóður 3/4 af rekstri Þjóðleikhúss, Reykjavíkurborg greiðir hátt í 400 milljónir á ári til Borgarleikhússins, Akureyrarbær greiðir yfir 100 milljónir til Leikfélags Akureyrar á ári og rekstarkostnaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands er greiddur af Ríkissjóði, RÚV, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbæ... segið svo að listin sé svelt!
Ég vil vita meira um hin sk. listamannalaun. Hvaða tilgangi gegna þau eignlega? Hvernig má það vera að hið opinbera greiði fólki laun fyrir að kallast listamenn? Hvernig má það vera að metsöluhöfundar þiggja listamannalaun? Eru þeir ekki matvinnungar? Hörður Torfason fékk greidd listamannalaun í 1/2 ár 2006... fyrir hvað? Á kannske von á meiru í dag?
Þurfa sk. listamenn að skila einhverri vinnu til ríkisins til að vinna fyrir þessum launum? Rétt eins og vísindamenn?
Spyr sá sem ekki veit.
Emil Örn Kristjánsson, 8.3.2009 kl. 00:42
Þetta kallast laun en þetta er bara styrkur, en ég veit þó ekki hvort þetta er skattskyldur styrkur eður ei, og samkvæmt fjárlögum er ekki reiknað með neinu á móti þessum "launum".
(IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.