Guð forði okkur...

Skoðanakannanir og pælingar fræðimanna eru ekki hinn heilagi sannleikur. Það eina sem mark er takandi á og sem má taka mark á, í þessu tilliti, eru kosningar.

Ég vil ekki trúa því að fólk láti blekkjast. Ég vil trúa því að hinn almenni kjósandi sjái hvílíkt stórslys það yrði ef Jóhanna Sigurðardóttir ætti að ráða hér næstu 4 árin.

Þá fyrst væri neyðarástand. Konan hefur sýnt sig að vera þvergirðingsleg eyðslukló, sem er fyrirmunað sjá hlutina í öðru ljósi en hún hefur sjálf kveikt.


mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já guð maður, fáum frekar flokkana sem sökkti íslandi og skemmdu björgunarbátana aftur í stjórn, þá verður allt gott aftur... er ekki alltaf sagt að tvennt slæmt myndi eitt gott?

Andri (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 12:43

2 identicon

Heyrdu Emil,

Eg hef nuna yfirfarid bloggfaerslu thina tvivegis, og eg er enn ekki ad finna neitt sem ad jadar vid ad vera malefnaleg roksemdarfaersla gegn vinstri rikisstjorn. Ekki ad thad komi mer a ovart fra yfirlystum ihaldsmanni.

Daniel Logi (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 12:57

3 identicon

Guð forði okkur frá frekari frjálshyggju  um ókomna framtíð. Íslenska þjóðin lætur ekki blekkjast lengur.

Kolla (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:07

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Guð forðaði ekki okkur frá BANKAHRUNINU og guð forðaði okkur ekki frá því að þjóðarskútan sé næstum á barmi gjaldþrots. Ég þakka kjósendum alsæll ef þeir eru loksins að vakna upp og farnir að gera ér grein fyrir því að þeir stjórnmálaflokkar sem eiga sök fyrir núverandi ástandi eru fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn og síðan Framsókn.

Guð er réttmætið og því myndi hann kjósa jafnaðaflokka en ekki eiginhagsmunabandalag eins og Íhaldið.  

Brynjar Jóhannsson, 4.3.2009 kl. 13:08

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Konan er þvergirðingsleg eyðslukló já? Ég veit ekki betur en að hún lifi frekar spart og hafi fyrir forsætisráðherratíð sína hafa farið með heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið, en það eru auðvitað ráðuneyti sem Emiiiil og íhaldið vilja helst útrýma alveg. Króna þar er töpuð króna er það ekki Emil?

Eða hversvegna ertu að segja þetta, því hún sparaði í sínu ráðuneyti fyrir hrunið en lagðist gegn því að kúga þá lægst launuðu eins og Sjallinn hefur staðið fyrir mjög lengi og mokað undir útrásina?

Eða er þetta kannski kvenfyrirlitning eða fer samkynhneigð fyrir brjóstið á þér? Það er ekki ósennilegt af íhaldsmanni. Ykkur peðunum þeim megin er gjarnt að enduróma leiðtogann og það hefur ekkert breyst hjá þér. Góður!

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.3.2009 kl. 13:37

6 identicon

Sæl Öllsömul.

Vinsamlegast nefnið dæmi sem sýna umrædda konu sem eyðslukló.

Eitt og annað gott gerði hún, fyrir þá sem minna mega sín, í síðustu ríkisstjórn sem félagsmálaráðherra, sem öðrum flokkum tókst aldrei að framkvæma á sinni löööngu stjórnartíð.

Ég held að hún hafi ekki að markmiði að græða á daginn og grilla á kvöldin, lík og sumir sem höfðu völdin.

 Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:04

7 Smámynd: Elín Ýr

Jóhanna Sig þvergirningsleg eyðslukló?

Er það þá vegna þess að hún eyðir peningum í lítimagnann en ekki í stórveislu íhaldsmanna sem hefur staðið í nærri tvo áratugi?

Elín Ýr , 4.3.2009 kl. 14:07

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hef litlu við að bæta. Emil hefur verið skotinn í kaf.

Villi Asgeirsson, 4.3.2009 kl. 14:38

9 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ýmsar athugasemdir eru vissulega svaraverðar, sem vinnandi maður mun svara í góðu tómi.

Við Rúnar Þór vil ég hins vegar segja þetta: Farðu og leiktu þér. Ég frábið mér að þú sért að gera mér upp hugmyndir og hafir þú ekkert þarfara að gera en að búa til "uppdiktaðar steríótýpur" þá skaltu finna þér annan vettvang til þess.

Emil Örn Kristjánsson, 4.3.2009 kl. 15:07

10 identicon

Og talandi um að geta ekki séð hlutina í öðru ljósi en maður hefur sjálfur kveikt... ég held að þið íhaldsmenn ættuð nú bara að fara að loka kjaftinum á ykkur...

Magnús (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 18:11

11 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

"Þá fyrst væri neyðarástand. Konan hefur sýnt sig að vera þvergirðingsleg eyðslukló, sem er fyrirmunað sjá hlutina í öðru ljósi en hún hefur sjálf kveikt."

Þessi málsgrein gæti hljómað svona þegar kemur að sjálfstæðisflokknum og að minnsta kosti fráfarandi og fyrrverandi formanni:

 "Þá fyrst varð neyðarástand. Maðurin hefur sýnt sig að vera þvergirðingslegan þverhaus, sem er fyrirmunað sjá hlutina í öðru ljósi en hann hefur sjálfur kveikt."

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 4.3.2009 kl. 20:18

12 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Emil: Spurningamerki hefur þann tilgang að gefa til kynna að ég sé að... spyrja!

Dálitlar vangaveltur fylgja um hvað það getur verið sem þú ert að segja sjálfum þér til að útskýra skoðunina fyrir sjálfum þér.

Ágiskanirnar eru ekki úr lausu lofti gripnar reyndar því flestir úr minni fjölskyldu eru úr sjálfstæðisflokknum(aðrir en foreldrar mínir) og þaðan hef ég þetta. Þau eru hvorki margbrotin né flókin og eiga það sameiginlegt að vera gersamlega heilaþvegin og í gríðarlegri afneitun. Þó er að hrikta í stoðunum þessa dagana Beita þarf verulegri sjálfsblekkingarkúnst til að sannfæra sjálfan sig á þessum tímum um að sjallarnir séu eina vitið og séu ekki meðal þeirra sem eiga að axla ábyrgð... og rembast við að varpa sök á aðra flokka!

:D

Það er alveg stórskemmtilegt að hugsa um þetta - Sjálfstæðismenn í dag eru gangandi farsi. Gömlu línurnar eru alveg steindauðar og merkingarlausar. Mjög frelsandi tilfinning og ég óska þér þess eins að þú slakir aðeins á, hreinsir hugann og farir yfir þetta upp á nýtt.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.3.2009 kl. 20:57

13 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, stuttir pistlar virðast vekja hörðust viðbrögð.

Ég ætla ekki að svara hverjum og einum og hef reyndar aldrei lagt slíkt í vana minn á þessu vefriti mínu.

Mér finnst bara rétt að nefna dæmi til útskýringar því að ég leyfi mér að leggja þennan dóm á störf Jóhönnu. Þegar öllum, sem eitthvað velta hlutunum fyrir sér og sem hafa sæmilega skynsemi til að bera, mátti vera ljóst að hagræða þyrfti og spara í ríkisrekstri þá stóð hún stöð og sagði einfaldlega: Ég spara ekki neitt. Hún mátti vel vita að það þurfti allsstaðar að spara. Það var einfaldlega nauðsynlegt.

Við getum hnakkrifist í alla nótt án þess hugsanlega nokkurn tíma að komast að niðurstöðu um hverjum það sé að kenna. Það er einfaldlega ekki málið. Þegar peningur er ekki til verður að spara og/eða hagræða. Ef einn aðili neitar bitnar það bara á einhverjum öðrum. Jóhanna virðist loka augunum fyrir því, nema hún sé svona ákveðin í því að kaupa sér aðdáun einfaldra sálna með leikaraskap.

Ég hef ekki hugsað mér að eyða miklu púðri í að munnhöggvast frekar en vil bara benda á tvennt vegna framkominna athugasemda. Í fyrsta lagi þá lít ég svo á að í ljósi þess mats sem ég hef lagt á verk Jóhönnu sé það málefnaleg röksemdafærsla frá minni hálfu gegn vinstri stjórn að Jóhanna er yfirlýst forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Í öðru lagi, vegna yfirlýsinga um eyðslu og ónýta björgunarbáta, þá hafa 18 ár með stjórnarþátttöku Sjálfstæisflokksins skilað skuldlausum ríkissjóði. Það er meira en sagt verður um flesta ríkissjóði í okkar heimshluta og við skulum jafnfram hafa í huga það er víðar kreppa en hér... svo mjög miklu víðar. Ísland er því betur undir kreppu búið en oft áður og betur en margur. Ég tek fram að ég er ekki þar með að segja að allt sé í þessu fína en rétt er rétt.

Emil Örn Kristjánsson, 5.3.2009 kl. 01:00

14 identicon

Viltu meina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilað skuldlausum ríkissjóði eftir 18 ára valdsetu?

Styrk efnahagsstjórn, mæ ass.

Magnús (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 16:36

15 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Ja tad var tetta med efnahagssthornina

Gretar Einarsson 

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 7.3.2009 kl. 19:04

16 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

HAHAHAH!!! "SKILAÐI SKULDLAUSUM RÍKISSJÓÐI!!!"

Vá Emil þú ert alveg milljón í mínus Mikið djöfulli er gaman að þér

Hefurðu prófað að telja úr núlli niður í mínus tvöþúsundmilljarða sem eru "umþaðbilskuldirnar" sem fallið hafa á þjóðina? Teldu einn þúsundkall í einu og ég heyri svo aftur í þér eftir 10 ár.

Efnahagsstjórnun Sjálfstæðisflokksins er EKKI þekkt um heimsbyggðina fyrir það sem þú heldur Emil. Þannig vill til að ég bý sem stendur í Bandaríkjunum og þar er fólk ekki almennt vel inni í hlutunum. En í dag eiga þeir það sameiginlegt að hlæja að og fyrirlíta Íslendinginga fyrir óstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði svo miklu meiru fyrir okkur en peningunum í gegnum óskabörnin sín í bönkunum, sjávarútveginum og öllum þeim syndafenum. Þeir tóku andlit þjóðarinnar og höfðu það fyrir heimsbyggðina að skotspón.

"Poster child for failiure" - Þetta viðurnefni geturðu þakkað efnahagsstjórninni og óskabörnum sjálfstæðis- og framsóknarflokks síðustu 18 ára sem stjórnuðu bönkunum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.3.2009 kl. 10:11

17 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Annars er svo gaman að þér að ég ætla að biðja þig vinsamlegast að gerast bloggvinur minn. Það gerir manni gott að lesa þig og svo er hvorki vit í né skemmtun af að eiga sér aðeins með viðhlæjendur vini!

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.3.2009 kl. 10:14

18 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég hef ákveðið samþykkja þig sem vefvin, Rúnar, í trausti þess að þú hafir "gaman að mér" vegna þess að þér finnst ég fyndinn, hnyttinn, skemmtilegur og/eða orðheppinn, en ekki vegna þess að þér þyki ég hlægilegur.

Vænti ég þess í framhaldinu að við getum átt vitsmuna- & málefnalegar umræður í framtíðinni, sem jafnframt eru hressi- & skemmtilegar.

Emil Örn Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband