Hanna Birna er minn maður

Þetta eru bara góðar fréttir... og ekki veitti okkur af góðum fréttum.

Borgarsjóður hallalaus, grunnþjónusta óskert og allir sammála. Hver hefði getað séð þetta fyrir?

Nú þegar mest reynir á samheldni og samvinnu hafa ýmsir á vettvangi landsmálanna því miður freistast til hins gagnstæða. Sumir hafa beinlínis nýtt sér það að ráðamenn eru tilneyddir í óvinsælar aðgerðir og látið sem þeir væru hinir einu sönnu vinir fólksins... menn (karlar og konur) sem hafa hisvegar ekkert betra fram að færa. Og því miður eru alltof margir landsmenn sem falla fyrir þessu óþokkabragði.

Á vettvangi bogarmálanna er annað uppi á teningnum. Þar hefur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra tekist að fá fulltrúa allra flokka til vinna saman. Vinna saman að því koma borginni upp úr þessum öldudal, sem við stefnum í, með sem minnstum skaða

Og það eru einnig góðar fréttir að borgin ætlar sér nú að fara í mannaflsfrekar framkvædir sem aldrei fyrr. Auðvitað er um að gera að nýta þann mannafla, sem annars sæti heima á atvinnuleysisbótum, til að skapa einhver verðmæti og um að gera fyrir borgina að gerast sá vinnuveitandi sem vantar.

Maður skilur því ekki rök Svandísar Svavarsdóttur gegn því að verktökum verði gert auðveldara með að halda áfram framkvæmdum á vegum borgarinnar. Þetta er skuggblettur á annars aðdáunarverðri samvinnu allra borgarfulltrúa. Vill hún frekar sjá stórfelldar uppsagnir og verkefna- og atvinnuleysi? Nei, Svandís, ekki vera með þennan fyrirslátt. Ekki vera á móti góðum málum. Ekki segja að það sé verið að hunza "þá sem minnst mega sín". Ef við höldum ekki hjólum atvinnulífsins gangandi þá kemur að því að við munum öll verða "þau sem minnst mega sín".


mbl.is Borgarsjóður verði rekinn hallalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, Hanna Birna er svo sannarlega að standa sig vel!

Tilvonandi formaður Sjálfstæðisflokksins og vonandi sem fyrst!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.12.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hún leynir á sér stelpan.

Ragnar Gunnlaugsson, 22.12.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Held hún hafi náð að láta hópana vinna saman - hið bezta mál sem vonandi endar vel

Jón Snæbjörnsson, 23.12.2008 kl. 07:51

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Gleðileg jól, allir saman og takk fyrir innlitið.

Blessaður Ægir. Hanna Birna er minn maður... stjórnmálamaður, hvort heldur væri karl eða kona. Mín kona er hins vegar mín elskulega eiginkona, allt í allt til meira en 33 ára. Ég bið kærlega að heilsa þinni ágætu konu

Emil Örn Kristjánsson, 23.12.2008 kl. 13:55

5 Smámynd: Sigurjón

Hanna Birna er að mínu viti eini Sjálfstæðismaðurinn með viti í borgarstjórn.

Sigurjón, 23.12.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband