6.10.2008 | 17:32
Lengi lifi konungurinn
Það er náttúrulega bezta mál að uppfæra erfðalögin reglulega. Þau þurfa hins vegar að vera skýr og til staðar á hverjum tíma og eftir þeim farið. Það var öldin önnur hér á miðöldum þegar reglur voru ekki eins skýrar og aðalinn var með puttana í konungavali. Þá bárust menn á banastjótum t.d. í dönsku greifastríðunum og rósastríðunum á Englandi.
Annars vil af þessu tilefni taka fram, sem ég hef oft gert áður, að ég er konungssinni. Mér þykja það mikil mistök að Íslendingar skyldu hafa lýst yfir stofnun lýðveldis árið 1944 og lít á það sem hálfgert valdarán.
Það er almennur misskilningur, sem Íslendingum hefur ýmist meðvitað eða ómeðvitað verið talinn trú um, að Ísland hafi öðlast sjálfstæði 1944. Sjálfstæði öðluðumst við árið 1918, sem konungsríkið Ísland.
Staða okkar gagnvart Danmörku var þá ekki ólík því sem staða til dæmis Ástralíu, Nýja Sjálands, Kanada og fleiri landa er í dag gagnvart Bretlandi. Allt eru þetta sjálfstæð ríki en hafa þó sama þjóðhöfðingjann, nefnilega Elísabetu drottningu. Því margar brezkar ný- og hjálendur kusu að halda þjóðhöfðingjanum þegar þær öðluðust sjálfstæði frá gamla veldinu þó ekki væru það nærri allar eins og t.d. Indland, Kenía og Pakistan.
Ég leyfi mér því að líta svo á að okkar rétti arfakóngur hljóti að vera Margrét drottning bæði af Íslandi og Danmörku. Ég leyfi mér líka að halda því fram að það yrði ólík hagkvæmara fyrir okkur að reka þjóðhöfðingaembætti í félagi við Dani. Sérstaklega ef því væri komið svo fyrir að allur kostnaður yrði greiddur af báðum þjóðum, hlutfallslega miðað við höfðatölu.
Með réttu ættu Íslendingar að fá að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu, sem snertir erfðaröð okkar réttbornu þjóðhöfðingja.
Að lokum fer ég svo fram á að fjölmiðlar í erfðalöndum Lukkuborgarættarinnar hætti að kalla verðandi drottningu Mary og staðfæri nafn hennar, sem siður er um kóngafólk. Hún ætti því með réttu að kallast María hér á Íslandi.
Kosið um erfðir dönsku konungsfjölskyldunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.