30.9.2008 | 14:42
Er aumingja karlinn leiður???
Ósköp er að vita að karlinn skuli vera svona leiður.... og maður lifandi hvað sumir geta verið sjálfhverfir.
Já, já, Jón Ásgeir, þetta er allt saman samsæri gegn þér. Þú er náttúrulega alltaf í miðju atburðanna og allir skynsamir menn (karlar og konur) sjá náttúrulega að hér hefur verið spunnin mikil flétta, bara svo Davíð geti komið höggi á þig. Hamingjan sanna hvað þú hlýtur að vera merkilegur.
Ég verð ekki oft orðlaus en nú liggur nærri. Hvernig voga menn sér að bera svona bull á borð? Jón Ásgeir er rétt eins og aðrir nýríkir Nonnar bara búinn að fara óvarlega með fé, búinn að sukka og bruðla og festa pening í vonlausum fyrirtækjum í útlöndum. Rétt eins og allir hinir "spúttnikkarnir" hefur honum ekki sést fyrir í neyzlufylleríinu og nú er svo komið að sparifé... jafnfel lífeyrir fólks, sem hefur unnið fyrir sínum tekjum í sveita síns andlitis, er nú kominn í uppnám.
Svo þegar reynt er að bjarga hlutunum fyrir horn með því að ríkið, s.s. almenningur í landinu, borgi fyrir sukkið og svínaríið þá verða menn bara voða "leiðir" og halda að þetta sé allt til að koma höggi á þá.
Væri ekki nær að fullorðnast og læra af reynzlunni? Væri ekki nær að menn gerðu sér grein fyrir því að þeir hafa eytt um efni fram og þeim væri nær að læra að fara betur með það fé sem þeir bera ábyrgð á?
Telur Stoðir ekki fara í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu við, er nú ekki vel skiljanlegt að menn verði leiðir við að tapa 60 milljörðum?? Ég skil hann nú vel að honum finnist að sér vegið, sérstaklega miðað við sögu þeirra baugsmanna og Dabba kóngs.
"Jón Ásgeir er rétt eins og aðrir nýríkir Nonnar bara búinn að fara óvarlega með fé, búinn að sukka og bruðla og festa pening í vonlausum fyrirtækjum í útlöndum." Uhmm.. hérna... erum við ekki örugglega að tala Glitni á Íslandi eins um umræðan hefur verið um Emil?
Einar Sveinn Ragnarsson, 30.9.2008 kl. 21:07
"Sjaldan launar kálfurinn ofeldið" Hafi ég einhverntíman efast um hvoru megin ég á að standa, þ. e. ef mér kemur það eitthvað við...þá er ég viss núna...þvílíkt bull !
Stefanía, 30.9.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.