Gat nú verið

Það mátti svo sem búast við þessu. Fólk lætur nefnilega aldrei stjórnast af skynsemi... alla vega ekki þegar kemur að eigin hagsmunum.

Hvaða rök eru fyrir því að fara fram á sömu hækkun og ljósmæður? Ég sé ekki að það séu færð nein rök fyrir því önnur en bara vegna þess.

Lá það ekki alltaf ljóst fyrir að hækkun ljósmæðra var að stórum hluta launaleiðrétting? Það er ekki það sama og launahækkun. Ef forkólfarnir hjá Verkalýðsfélagi Akraness kæmu því inn í hausinn á sér þá dytti þeim ekki að bera svona firru á borð. Vandamálið er bara að stundum kjósa menn (karlar og konur) að líta fram hjá staðreyndum. Kjósa að skoða málið vísvitandi í röngu ljósi.

Svona röksemdafærsla dæmir sig sjálf og þá sem bera hana á borð.


mbl.is Fara fram á sömu hækkun og ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þessi kolvitlausa og hrokafulla krafa Akurnesinga svo og formanns Rafiðnaðarsambands Íslands er ekkert annað en lýðskrum og gaspur. Forystumennirnir vita sem er að furðu margir félagsmenn þeirra (les: kjósendur þeirra) sjá ekki í gegnum gasprið. Gera ekki mun á leiðréttingu á launakjörum og almennum launahækkunum.

Sigurður Hreiðar, 26.9.2008 kl. 08:41

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Rétt, Sigurður, það er með eindæmum hvað menn geta verið djarfir að ljúga með rökum og hvað sumt fólk er tilbúið telja sjálfum sér trú um augljósa vitleysu. Bara ef það kemur þeim sjálfum til góða.

Emil Örn Kristjánsson, 26.9.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband