Það munar ekki um það!

Níuhundruð íbúðir, það munar nú um minna. Eru ekki íbúar Hveragerðis eitthvað um 2300 manns? Segjum svo í hverri íbúð búi að meðaltali þrír (sem er líklega varlega áætlað) þá virðast menn ætla að meira en tvöfalda íbúafjöldann á skömmum tíma.

Já, það er ekki hægt að segja annað en menn (konur og karlar) séu stórhuga og fullir bjartsýni þarna fyrir austan fjall. Strætó bjargar nefnilega öllu.

Ætli þeim sé ekki óhætt að slá nokkur hundruð íbúðum á frest í einhvern tíma. Með fullri virðingu fyrir Hveragerði, sem ég held að sé mikill sómabær, þá ímynda ég mér að hér sé svolítið stór biti á ferð, sem ekki verður tekinn í einni munnfylli.


mbl.is 900 byggingum slegið á frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Hvers vegna sjá flestir Jónar og Gunnur bilunina (sem var) í húsbyggingum en ekki þeir sem þurft hefðu að geta séð fótum sínum forráð; yfirvöldum og byggingarmeisturum og -verktökum?

Allir hrópuðu upp yfir sig þegar byggingakranar stóðu uppúr öllum hverfum eins og puntstrá í túni. Allt hélt samt áfram. (horfa framhjá alhæfingum)

Beturvitringur, 19.9.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 4892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband