Við hverju býst fólk?

Um 200þúsund kall á mánuði er nú slatti þegar sumir, sem eru að reyna að halda heimili, ná því ekki einu sinni með fullri vinnu.

Ég skil ekki alveg hvað er málið. Við hverju býst fólkið þegar hingað kemur? Það er komið hingað sem heimilislaust flóttafólk og maður hefur nú heyrt lýsingar af vatns- og skólplagnarlausum flóttamannabúðum, alríkisstjórnarfari þar sem enginn er óhultur um líf sitt og svo framvegis.

Þegar hingað er komið er svo kvartað undan eigin umgengni og því að þurfa að fara að lögum.

Hvað er Mbl sjónvarp að sýna ofan í rusladalla, ótæmda öskubakka og ófrágengnar salernisrúllur? Eru íbúarnir of uppteknir að taka til eftir sig sjálfir? Hvað er fólk að hneykslast á lögreglurannsókn sem sannanlega hefur leitt í ljós glæpsamlegt athæfi? Úr hverskonar umhverfi er það fólk komið sem kýs að leita hælis hér? Og hversvegna hér fyrst allt er svona slæmt... svona miklu verra en því finnst boðlegt?

Það er stórmál þegar fólk sem leitar hér hælis gerir það á röngum forsendum. Þegar skattpeningar okkar fara í halda uppi fólki sem jafnvel getur séð fyrir sér sjálft og þegar verið er að finna fólki samastað sem kemur á fölskum pappírum.

Ég tek það fram að ég er ekki að segja að við eigum ekki að rétta þeim hjálparhönd sem þess þurfa. Hins vegar þarf greinilega að taka mál hælisleitenda til rækilegrar skoðunar og mér þykir tilætlunarsemi sumra nokkuð einkennileg.

Svo finnst mér líka einkennileg kynjamismunun að finna konum íbúðir en láta karla búa á farfuglaheimili.


mbl.is Hælisleitandi kostar 6500 á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, blessað jafnréttið...

Ingvar Valgeirsson, 17.9.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Nákvæmlega. En hvernig ætlar maðurinn fara aftur til Noregs? Á fölsuðum pappírum í annað sinn?

Emil Örn Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 17:33

3 identicon

Tek undir það sem Ace segir.  Hvers vegna er ekki búið að setja frímerki á óæðri endann á manninum og senda hann "heim" til Noregs ef hann var á annað borð að koma þaðan?  Ef ég man rétt er geta menn ekki verið í hælismeðferð í mörgum ríkjum Schengen á sama tíma.  Eitthvað hafa yfirvöld klikkað í þessu tilfelli þótt þau hafi hikstað í gang og verið með svaka "show" í fjölmiðlunum, svona rétt til að friða almenning sem er að fá nóg á þessari vitleysu og e.t.v. líka til að redda sér aur.  Ég skil ekki hins vegar þessa umræðu um að veita svona einstaklingum tímabundið atvinnuleyfi.  Eftir einn dag yrðu komnir tíu til viðbótar með sömu sögu, 20 eftir tvo daga o.s.frv.  Það að veita fólki, sem kemur hingað á fölskum skilríkjum og fölskum forsendum, atvinnuleyfí þótt tímabundið væri myndi einungis leiða til þess að við fengjum flóðbylgju af svona liði, okkur til mikillar mæðu og til óheilla fyrir erlenda ríkisborgara sem koma hingað eftir löglegum leiðum og í löglegum tilgangi.

Zerox (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:04

4 Smámynd: Beturvitringur

Verð að koma í já-kórinn, svo sammála er ég þeim sem hér hafa skrifað.

Ég fæ samt ekki betur heyrt og séð hér í bloggheimum að fólk hneykslist uppí hástert vegna meðferðar "hælisleitendanna" og virðast setja þá alla í sama bás sem blásaklausa flóttamenn. Segja jafnframt að við hin ómannúðlegu setjum allt í hinn básinn, að þetta séu allt krimmar. Mér sýnist við hafa ímugust á óhreinamjölsfólkinu en ekki þeim sem þurfa á hjálp að halda.

Beturvitringur, 17.9.2008 kl. 22:27

5 identicon

Mér finnst eins og þetta sé sama vandamálið að bíta í skottið á sjálfu sér.  Þarna er kominn hælisleitandi sem sennilega er búinn að gefast upp á kerfinu í Noregi og því að fá endanlegt svar við umsókn um hæli.  Líklega á leiðinni til Kanada á fölskum skilríkjum og gripinn á Íslandi.  Mér þætti gaman að vita hvað margir af þessum hælisleitendum eru akkúrat að koma til Íslands ( og þá meina ég til að koma bara hingað, án þess að vera á leiðinni eitthvað annað)  Held sjálf að þeir séu ekki margir. 

Katala (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 4589

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband