10.9.2008 | 16:16
Er þetta hægt?
Líklega hafa margir borgarbúar bara verið fegnir að fá ekki gluggapóstinn. Skrýtið samt að þeim skyldi ekki bregða í brún þegar lokaðavörunin kom svo með ábyrgðarpósti.
Í fúlustu alvöru þá er það samt mjög einkennilegt að blessaður maðurinn (karlinn eða konan) skyldi komast upp með þetta svona lengi og að sá sem kom upp um hann var nágranninn. Var fólk virkilega ekki farið að kvarta undan þjónustunni?
Þetta er nefnilega ekkert einsdæmi. Ég lenti eitt sinn í því að fá ekki þau bréf sem ég átti von á og kvartaði við Póstinn. Þeir tóku vel í að athuga málið og nokkrum dögum síðar fékk ég bréf þar sem ég var fullvissaður um að öll mín bréf væru borin út með skilum. Rætt hefði verið við bréfberann og hann fullyrt að all væri borið rétt og á tíma.
Aðeins tveimur dögum síðar datt inn um lúguna hjá mér bréfabunki, sum allt að þriggja vikna gömul ásamt afsökunarbréfi frá Póstinum. Þar var mér tjáð að í ljós hefði komið stórfelld vanræksla á útburði bréfa í mínu hverfi og þeir hefðu fundið allt að þriggja vikna gömul bréf hjá bréfberanum sem hann hefði trassað að bera út.
Gott og vel, málið upplýstist um síðir, en maður lifandi þetta voru bara 3 vikur. Hvernig er hægt að komast upp með svona lagað í heilt ár?
Pósturinn sem aldrei skilaði sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.