Málfarshornið-Sjóváleg vísnagerð

Nú mun víst standa yfir bæjarhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ. Einn styrktaraðilanna, Tryggingafélagið Sjóvá, mun standa fyrir einhverskonar tröllaheimsókn í bæinn af þessu tilefni.

Í sérblaði sem fylgdi 24 stundum fyrr í vikunni auglýsti Sjóvá þessa uppákomu með eftirfarandi vísu:

Um ljósanótt þau lifna við
og leita inn í bæinn
að skoða skrítna mannfólkið
í skjólinu við sæinn.

Það er alltaf gaman að því þegar fólk leggur sig eftir því að tala eða rita í bundnu máli, sérstaklega í auglýsingum. En gefi fólk sig út fyrir að vera hagmælt og kunna að kveða eftir kúnstarinnar reglum þá er eins gott að þær vísur, sem birtar eru, séu rétt kveðnar. Annars er betra að sleppa því alfarið.

Það væri gaman að vita hvað Sjóvá hefur þurft að greiða aukalega fyrir það fá þessa vísu í auglýsinguna hjá sér því eins og bragfróðir menn (karlar og konur) hafa örugglega tekið eftir að þá er stuðlavilla í 3. línu. Það eru nefnilega tveir bragliðir milli seinni stuðuls og höfuðstafs.

Örugglega finnst ýmsum ég óþarflega smámunasamur, en rétt skal vera rétt. Svona væri líðandi í skólakveðskap og frumsömdum textum í fjölskylduboðum og stórafmælum o.þ.h.  en ekki á þessum vettvangi.

Ég ítreka það sem áður var sagt að gefi menn sig út fyrir að kunna að yrkja samkvæmt reglum bragfræðinnar þá er betra að kveða rétt það sem menn birta eftir sig. Annars er betur heima setið en af stað farið.

Það er svo annað mál og óskylt að mér hefur aldrei þótt byggðirnar suður með sjó neitt sérstaklega skjólsælar og á því erfitt með að skilja innihald síðustu línunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Trunt, trunt og tröllin í fjöllunum.

Ég lít nú svo á að þetta sé bara auglýsing sem eins og í gríni hefur verið ljáð e-a ljóðstafi, eins og eru t.d. oft notaðir í fyrirsögnum. Þannig truflar þetta mig ekkert, jafnvel þótt ég sé orðlagður málfarsfasisti.

Aftur á móti vildi ég gjarnan að betri og sanngjarnari bragur væri á iðgjöldum og tryggingabótum hjá Sjóvá

Beturvitringur, 6.9.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Kæri Beturvitringur

Rétt skal vera rétt! Dixi (ég leyfi mér að sletta á latínu).

Emil Örn Kristjánsson, 8.9.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 4902

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband