26.8.2008 | 16:19
Betur má ef duga skal.
Það er ótækt hvað bifreiðaeigendur geta stundum verið plássfrekir. Eitt sinn fór ákveðið dagblað af stað með herferð þar sem birtar voru myndir af bílum sem lögðu í stæði fyrir fatlaða á heimildar. Mér finnst að það ætti að fara af stað með herferð myndbirtinga af bílum sem leggja undir sig 2 stæði.
Maður veltir því fyrir sér hvort sumt fólk hafi einfaldlega fengið ökuskírteinið sitt í kókópuffs-pakka. Alla vega hefur því ekki verið kennt að leggja bifreið... nema það sé bara svo hrokafullt og firrt að því sé skítsama þó bíltíkin þeirra taki þátt í því að minnka bílastæðafjölda borgarinnar um helming.
Svo ætti líka að leggja sérstakt "lóðagjald" á tröllajeppana, þessa bíla sem fólk notar sem stöðutákn án þess að fara nokkurn tíma með þá út fyrir malbik. Ef fleiri keyrðu um á smábílum þá myndi nú plássið aldeilis aukast, bæði á götum og í stæðum.
Hert eftirlit með bifreiðum á gangstéttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 4903
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bílarnir stækka en bílastæðin ekki, allavega sumstaðar.
Aprílrós, 26.8.2008 kl. 19:07
Víst er það, Krútta. Bílarnir hafa líka stækkað bæði óhóflega og óþarflega mikið... alla vega sumir. Reyndar hafa bílar hafa líka minnkað og það væri skynsamlegt ef fólk gerði meira af því að "smábílavæðast". Það er kominn tími til að snúa ferlinu við.
Emil Örn Kristjánsson, 26.8.2008 kl. 19:25
Já - ef við rukkuðum fyrir bílastæði í Reykjavík líkt og í Barcelona myndi menn hugsa sig um tvisvar. 40 evrur (4800 krónur) kostaði sólarhringurinn í bílastæðahúsinu. það er hvergi í Evrópu ódýrara að leggja bíl en í Reykjavík.
Ásta , 27.8.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.