Hvort er svo skárra?

Þó mér megi í léttu rúmi liggja hvað menn (karlar og konur) aðhafast í lýðveldinu þarna fyrir vestan verð ég að segja að þessi kona hafði þó vit á því að aka ekki undir áhrifum. Eftir einn ei aki neinn. Kannske verður það virt henni til afsökunar.

Þetta er í raun bara spurningin um það hvort sé hættulegra undir stýri tólf ára gamalt stúlkubarn eða hífuð kona á fertugsaldri.


mbl.is Tólf ára ók mömmu á barinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

satt...

Guðríður Pétursdóttir, 15.8.2008 kl. 14:56

2 identicon

Það er erfitt að segja hvor þeirra væri betri ökumaður, en hefði kerlingin keyrt sjálf þá væri stelpan allavega ekki í hættu á meðan. Fyrir mér er það aðalatriðið sem gerir þessa ákvörðun konunnar mjög slæma.

EB (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

Fyrirgefðu... hvort er skárra??? Bæði er vítavert gáleysi af hæðsta stiga og því er þetta eiginlega hvort er verra og hvort refsistigið ætti að vera hærra?

Þú sem varaformaður íbúðasamtaka og hverfisráðs, í foreldrafélagi og foreldraráði... hvort myndir þú vilja hafa akandi innan um börnin þín, 12 ára stúlku eða drukkna móður.. ég vil hvorugt.

Sólveig Birgisdóttir, 16.8.2008 kl. 17:02

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Jú, fyrirgefðu, Sólveig. Eða eins og einn ágætur vinur minn í Færeyjum segir stundum við konuna sína, þegar það á við: Orsaka eg eri til.

Það er hárrétt hjá þér að gegni öllum þeim embættum sem þú telur upp og meira til. Það er ekki það með sagt að vér varaformenn og foreldraráðsmenn þurfum að ganga með harðlífis- og vandlætingarsvip alla daga í krafti embætta okkar. Ég leyfði mér að fjalla um þessa frétt í nokkrum hálfkæringi, fyrst ekki fór verr. Sem betur fer á ég enn eftir svolítið af kímnigáfu og reyni aðeins að miðla henni, þó það virðist stundum misskiljast.

Raunin er sú að við komumst að nákvæmlega sömu niðustöðu. Ég varpa fram þeirri fáránlegu spurningunni hvort sé hættulegra undir stýri tólf ára gamalt stúlkubarn eða hífuð kona á fertugsaldri. Þú hefur nú svarað með því augljósa svari sem ég taldi að segði sig sjálft: Hvorttveggja er að sjáfsögðu óásættanlegt.

Umrædd ammrísk móðir er augljóslega haldin algeru dómgreindarleysi o.sv.fr. Ég taldi hins vegar óþarft að nefna það því sú staðreynd æpir beinlínis á mann í gegnum fréttina. 

Svo vona ég að þú munir njóta þín í Færeyjum. Landið og þjóðin eru í einstöku uppáhaldi hjá mér sjálfum. Í mínu starfi hef ég verið svo lánsamur að mega heimsækja fjölda evrópskra borga og bæja en Þórshöfn í Færeyjum er og verður alltaf ein af mínum uppáhalds borgum.

Lifðu heil/Emil 

Emil Örn Kristjánsson, 16.8.2008 kl. 21:50

5 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

eða eins og einhversstaðar var skrifað að íslensk húsmóðir hefði svarað gesti sínum eftir að hafa hlaðið hnallþórum á borðið og hann spurði hvort að þetta væri allt af hennar höndum gjört... jú, jú það er víst svo að þetta er gjört af mér, ef mig skyldi kalla. Svo mikið var nú lítillætið hjá mörgum íslenskum konum þá. En þetta með harðlífis- og vandlætingarsvipinn.... þú hefðir bara átt að sjá hann þegar ég las athugasemdina þína og heyra ræðuna sem þeir feðgar hér á bæ fengu... haha já það er gott að ekki fór verr og það sem maður setur á blað er lesið á allt annan hátt stundum en þann sem maður ætlar sjálfur.

Takk fyrir góða kveðju og þú ert örugglega maður til að taka því þegar íslenskur kvennmaður kemst í ham og lætur vaða. Ég mun ábyggilega njóta mín, sérlega þegar ég eys yfir ökuþórana hér í Færeyjum skömmum að rammíslenskum hætti. LOL

Sömuleiðis lifðu heill/Sólveig

Sólveig Birgisdóttir, 16.8.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband