Ætti ekki einu sinni að vera til umræðu!

Að þurfa yfirleitt að velta sér upp úr því hvernig drepa skuli menn!

Vissulega á samfélagið rétt á því að þessir menn taki út sína refsingu og samfélagið á heimtingu á því að vera verndað gegn þessum mönnum. En það á enginn rétt á því að dæma annan mann (karl eða konu) til dauða.

Hvaða hvati liggur að baki þeirra sem krefjast dauðarefsingar? Er það hefnigirni? Þá hefnigirni hverra: samfélagsins, dómstólanna eða löggjafans?

Dauðrefsing ætti ekki að viðgangast í nokkru nútímaríki. Það er enginn maður þess umkominn að dæma meðsystkini sín til dauða... eins og þessir sakborningar gerðu sig seka um. Sá sem fyrir vikið telur sig þess umkominn að senda þá í dauðann er kominn niður á nákvæmlega sama plan.


mbl.is Fara fram á mannúðlegri aðferð við aftöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það má nú kannske á milli vera, Lassi sæll.

Hvað ég hefði viljað gera við þennan eða hinn, Atla Húnakonung eða Adolf, er bara ekki til umræðu.



Það er bara mín einlæg skoðun, sem ég deili með svo mörgum öðrum, að maður skuli aldrei annan mann deyða. Einmitt þess vegna eru morð ólögleg og þess vegna er refsað fyrir þau. Þegar morðinginn er hins vegar dæmdur til dauða þá er sá sem dæmir sjálfur búinn að brjóta þessa megin reglu og slíkt réttarkerfi er því í mótsögn við sjálft sig.

Emil Örn Kristjánsson, 14.8.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Málið væri einfalt, Emil, ef þetta væri bara spurning um hefnigirni.  Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 14.8.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Um hvað snýst málið þá, kæri Jón Valur? Er boðorðið "Þú skalt ekki mann deyða" nógu skýrt?

Emil Örn Kristjánsson, 14.8.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er sammála síðuhöfundi. Ég tel of marga hafa verið drepna saklausa hingað til.

Þó ég telji mig ekki trúa á kristni, biblíu og kirkju vel ég það að drepa ekkert kvikindi. Flugur veiði ég t.d. og hendi út - How sick twist is that for a atheist?

Haukur Nikulásson, 15.8.2008 kl. 00:57

5 identicon

Fyrir utan nú öll þau mörgu dæmi um menn sem hafa hlotið mjög þunga dóma (hugsanlega dauðadóma), og svo komið í ljós mörgum árum síðar að voru blásaklausir, það er ekki hægt að hafa neitt yfir allan vafa. Dauðarefsing verður aldrei til baka tekin.

Svo líka hitt með siðferðið, sammála þér þar líka. 

Gaui. (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 02:41

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég þakka þeim sem hafa lagt inn orð í þessa umræðu.

Að sjálfsögð á annað innlegg mitt að lesast svo: Er boðorðið "Þú skalt ekki mann deyða" ekki nógu skýrt?

Ég minni fylgjendur dauðarefsinga á fræg mál frá seinni tíð: Birminghan sexmenningana, Guilford fjórmenningana og Maguire sjömenningana. Þar voru 17 manns ranglega dæmdir fyrir verstu glæpi og sátu óverðskuldað langa fangelsisdóma.

Sem betur fer var hægt sanna sakleysi þeirra og þeir sem enn voru á lífi  fengu frelsi á ný auk uppreisnar æru og skaðabóta. Þó það muni seint bæta upp hræðilega lífsreynzlu þeirra.

Þegar mál þessa fólks voru til umfjöllunar var enn lagaheimild fyrir dauðarefsingu í Bretlandi, en aðeins fyrir landráð. Einn virtasti dómari Breta á þeim tíma, sir John Donaldson, sagði þá að sér þætti verst að sakborningarnir hefðu verið fundnir sekir um morð en ekki landráð því þá hefði verið hægt að dæma þá til dauða.

Hver hefði eftirleikurinn þá orðið? Í hvaða sporum stæði brezkt samfélag og réttarkerfi þá í dag? Og ég spyr líka og beini þeirri spurningu sérstaklega til Jóns Vals: Hvað gekk sir John Donaldson til annað en hefnigirni?

Emil Örn Kristjánsson, 15.8.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband