15.7.2008 | 16:59
Er ekki komið nóg?
Það er náttúrulega bezta mál að taka fyrir þetta þyrluflug í þjóðgarðinum og þakka skal Birni Bjarnasyni. En á að láta staðar numið?
Ég hef aldrei skilið hvernig það sé hægt að standa í endalausum byggingaframkvæmdum og lóðasölu í þjóðgarði. Það stríðir einfaldlega gegn hlutverki þjóðgarðsins.
Ég veit ekki betur en allir bændur sem bjuggu innan núverandi þjóðgarðs á sínum tíma hafi verið keyptir í burtu svo þjóðgarðurinn gæti staðið undir nafni.
Látum vera þó þeir sem áttu sumarhús innan þjóðgarðs þegar hann var stofnaður hafi fengið að halda þeim. Látum vera þó sumarhúsin verði áfram í eigu afkomenda þeirra. Gerum líka ráð fyrir því að fólk fái að halda við sínum húseignum og endurbæta.
Er ekki nóg landrými hér á Íslandi fyrir sumarhallirnar? Af hverju má ekki friða þjóðgarðinn?
Svo mætti fólk aðeins doka við og hugsa sinn gang. Þyrlur eru ekki bara dýrar í rekstri. Þær menga líka. Í Bretlandi hefur Vilhjálmi bretaprins verið legið á hálsi fyrir að hafa nota þyrlu til fljúga sér í alls konar óþarfa. Ekki aðeins er hann sagður bruðla með almannafé, heldur kæra sig kollóttan um mengunaráhrifin.
Hér þykja það flottir karlar sem nota þyrlur til að byggja sér einhvern óþarfa á friðhelgum stöðum eða sníkja sér pylsur í Baulunni.
Þyrluflug bannað í þjóðgarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
var þarna að grilla á mér skinnið þegar þetta umtalaða flug var og fannst þetta ferkar pirrandi hljóð þarna í þessari dásamlegu paradís Björn fær stig frá mér.
annars kom þessi ófriður ekki til með að spilla því að fá á sig mjög slæman bruna á lappir hendur og varir.
Mr;Magoo (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.