14.7.2008 | 16:01
Hvar er siðgæðið og almenn skynsemi?
Nei, hann átti ekki von á því að þurfa að standa í svona málum. Er það ekki umhugsunarvert hvernig Guðmundur Þóroddsson heldur að hann geti bara farið sínu fram hvað sem tautar og raular án þess að það komi nokkrum öðrum við?
Þessu máli er sko alls ekki lokið. Þetta verður að gera að prófmáli. Það verður að koma í ljós hvort menn geti einfaldlega gengið út með vinnutengd gögn þegar þeir láta af störfum. Komi í ljós að það sé í lagi samkvæmt laganna bókstaf, þá verður að fara huga að lagasetningu sem kemur í veg fyrir svona skrípalæti.
Svo er það bifreiðin. Líklega hefði nú bara verið þagað um hana hefði Guðmundur hagað sér skynsamlega og látið vinnugögnin eiga sig. Nú er hún komin í umræðuna og á því máli þarf líka að taka. Það þarf að setja reglur um það að forstjórar opiberra fyrirtækja einfaldlega geti ekki og megi ekki gera kröfur um hafa alltaf dýrasta mögulega bílinn undir rassinum á sér. Hugsa sér að í ráðningasamningi er ekki talað um hverskonar bifreið fylgi starfinu heldur er kveðið á um að hún megi ekki undir neinum kringumstæðum vera ódýrari en ákveðin upphæð! Hvaða flottræfilsdýrkun er þetta eiginlega?
Það sjálfsagt að gera samning um að bifreið fylgi starfi. Í flestum tilfellum myndi Skoda Octavia eða Ford Focus eða þessháttar henta ágætlega og þyrfti ekki einu sinni að vera nýr bíll. Það er bilun að gera þær kröfur sem maður sér hjá ýmsum opinberum fyrirtækjum og þeir sem samþykkja slíkar kröfur eru að fara vægast sagt óvarlega með opinbert fé. Réttast væri að víta þá sem samþykkja svona vitleysu.
Nú þegar Guðmundur Þóroddsson er svo hættur að vinna fyrir Orkuveituna þá á hann ekkert með að aka bifreið hennar áfram. Hvaða dæmalausa vitleysa er það að halda því fram að hann eigi að hafa afnot af bifreið fyrirtækis sem hann vinnur ekki lengur hjá, hvað þá nota síma sem fyrirtækið á líka?
Hvað sem Guðmundur heldur sig eiga inni er hann hvort sem er búinn að fyrirgera með framgöngu sinni og háttalagi.
Þetta er stórmál! Allt írafárið í kringum Guðmund Þóroddsson hefur opnað augu almennings fyrir því hversu mikil spilling ríkir innan opinberra fyrirtækja og opinberað þann hroka, tillitsleysi, eigingirni, valdníðslu og siðblindu sem þar viðgengst í æðstu stöðum.
Það þarf að hreinsa til. Hætta þessari endaleysu með einhverja ofurstarfslokasamninga og stöðva flottræfilsháttinn. Mér er slétt sama hvað viðgengst hjá einkafyrirtækjum en hér er verið sóa almannafé. Séu eftirsóttir menn ekki fáanlegir til starfa nema með einhverjum fáránlegum kröfum um hlunnindi og starfslokasamninga þá mega þeir bara eiga sig. Þá skortir þá alla vega tvo eftirsótta eginleika sem eru siðgæði og almenn skynsemi.
Guðmundur skilaði gögnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 4896
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Emil.
Þetta geta ekki verið eðlilegri viðbrögð hjá fráfarandi Orkuveitustjóra.
Hann er á biðlaunum,ÚTFARARLAUNUM, og þá heldur maðurinn að hann sé ennþá að vinna að orkumálum,og að taka vinnuna með sér heim, er honum eðlilegt.
Tók hann ekki EINKARITARANN LÍKA MEÐ SÉR? Maður ætti eiginlega að láta kanna það og ef svo er þá hver hún sé, því þá er þetta orðið MANNRÁN.
Og málið orði hið versta,----en við skulum vona það besta.
Góðar stundir.
Svona geta áhyggjur manna fylgt þeim út og suður eftir að þeir eru hættir störfum. Svo er borgarstjórnin algjörlega ORKULAUS í að leysa þetta mál.
Ég skil þetta mál ekki, meira að segja alls ekki.
Góðar stundir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:21
Snarpur pistill hjá þér og réttlætiskenndin í lagi, Emil.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 20:17
Þakka fyrir jákvæðar athugsemdir.
Sæll, Jón Valur. Hvernig getur maður annað en hneyklsast á svona vitleysu. Svo segir G.Þ., aðspurður um bifreiðina,: "Það þarf nú að reka Orkuveituna eins og önnur fyrirtæki".
Hvað kemur það Toyota Land Cruiser við?
Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.