4.7.2011 | 00:19
Rétt skal vera rétt...
Það er alltaf gaman að lesa um blessað kóngafólkið og ekki ónýtt að svona tímamótabrúðkaupi séu gerð góð skil hér á mbl.is og í Mogganum.
En rétt skal vera rétt... Albert er ekki prins. Hann er fursti af Mónakó og er ríkjandi þjóðhöfðingi í þessu litla ríki. Meðan faðir hans Rainier fursti lifði var Albert vissulega prins en þegar faðir hans lézt árið 2005 varð Albert hins vegar fursti.
Það er leiðinlegt þegar fréttamenn taka að sér að fjalla um einhver mál og gefa sér ekki tíma til að setja sig almennilega inn í þau. Á íslenzku og fleiri tungumálum, s.s. þýzku og dönsku, er þó nokkur munur á prins og fursta. Prins er er óskilgreindur titill, sem oftast er notaður af sonum ríkjandi þjóðhöfðingja. Fursti er hins vegar titill höfðingja sem ríkir yfir furstadæmi.
Hér í eina tíð var nokkur fjöldi þjóðhöfðingja sem bar titilinn fursti þó í dag séu furstadæmin í Evrópu aðeins þrjú en það eru Andorra, Liechtenstein og Mónakó. Og vel að merkja þá er Andorra ekki erfðafurstadæmi.
Það að á ensku sé notað sama orðið yfir prins og fursta (prince) þýðir ekki endilega að sama gildi um öll önnur tungumál og vönduð blaðamennska krefst þess að þeir sem um fjalla séu meðvitaðir um slíkt. Á ensku eru furstarnir Albert í Mónakó og Hans Adam í Liechtenstein kallaðir "sovereign prince" á þýzku "Fürst", á dönsku "fyrste" og á íslenzku fursti og það setur þá þó nokkuð ofar óskilgreindum prinsum annarra konungsætta í virðingarröðinni.
Kirkjubrúðkaupið var í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.