Evrópufjandmaður ársins

Einmitt það, já. Ég lít reyndar á sjálfan mig sem bæði Evrópumann og Evrópusinna. Ég lít svo á að Ísland tilheyri Evrópu, Íslendingar séu Evrópuþjóð og ég vil sjá fjölbreytta menningu hinna ýmsu Evrópuþjóða halda áfram að blómstra og upplifa litríka sögu hennar og hefðir.

Hins vegar þá er fer því fjarri að ég sé Evrópusambandssinni. Satt að segja lít ég svo á að skokallað Evrópusamband og þeir sem helzt mæla því bót séu bæði leynt og ljóst, meðvitað og ómeðvitað að eyðileggja hinn skemmtilega fjölbreytileika, sem einkennt hefur þessa litlu heimsálfu. Það er eins og það sé eitthvert sáluhjálparatriði hjá þessu fólki að steypa allri Evrópu í sama mótið.

Að útnefna rakinn Evrópusambandssinna sem Evrópumann ársins þykir mér hin mesta þversögn. Evrópusambandið og Evrópusambandssinnar eru einhverjir verstu óvinir Evrópu í dag.


mbl.is Valin Evrópumaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála. Þar að auki er þetta tóm sýndarmennska og ekkert annað en hégómi og húmbúkk hjá þeim !

Gunnlaugur I., 9.5.2011 kl. 13:12

2 Smámynd: Che

Það er rétt. Mér finnst skemmtilegt að ferðast um Evrópu og hef gert mikið af því undanfarna áratugi. Þjóðir Evrópuríkja hafa mjög mismunandi tungumál, menningu, sögu og þjóðfélagsbyggingu eins og allir vita. Það er ekki mögulegt að búa til eina gerviþjóð, Der Euromann, úr þessum þjóðum án þess að ætla sér tortíma öllum þeirra sérkennum.

Ég styð frjálsa verzlun og samvinnu á jafnræðisgrundvelli milli fullvalda ríkja. Þess vegna fyrirlít ég ESB-skrímslið.

ESB

Che, 9.5.2011 kl. 20:20

3 Smámynd: Elle_

Ég er sammála pistlinum.  EU-sinnar rugla endalaust saman Evrópu og EU-inu.  Og of margir þeirra kalla EU-andstæðinga ´Evrópuhatara´, ´ofstækismenn´ og öllu illu eins og það komi málinu við.  Og líta þar með út eins og mestu ofstækismenn sjálfir. 

Elle_, 10.5.2011 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 4897

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband