Lýðskrumari og múgæsingamaður

Ekki sakna ég Harðar og ég skil ekki hvernig hann telur sig þess umkominn að hvetja fólk til stillingar. Það var hann sem æsti fólk upp á sínum tíma til þess að ráðast á lögreglustöðina, það var hann sem hvatti fólk til ofbeldis og íkveikju og það var hann sem hélt því fram að fólk mætti túlka lög að eigin vild. Það var Hörður Torfason, sem ól á reiði fólksins.

Svo þykist hann vera einhver boðberi friðar og stillingar og vælir yfir því að fólk sé hætt að koma á tónleika hjá sér vegna þessa. Skyldi engan undra.

Merkilegt samt hvernig maðurinn hvarf gersamlega af sjónarsviðinu þegar VG var komið í ríkisstjórn. Ætli það sé ekki vegna þeirra sem nú sitja í ráðherrastólunum að hann þykist geta komið fram sem einhver friðarins maður? Hvað mig varðar þá hefur hann afhjúpað sig gersamlega sem þægt þý Steingríms Joð og kumpána hans.

Það er réttur minn og annarra að mótmæla og fólk á að mótmæla ef það sér ástæðu til. Það er réttur okkar og við eigum að nota hann. Ég sé hins vegar enga lausn í því að hvetja til ofbeldis og óeirða og ætli menn, karlar og konur, að mótmæla einhverju þá verða þeir að  vita hverju er verið að mótmæla og gera sér grein fyrir því hvað þeir vilja sjá í staðinn. Að mótmæla mótmælanna vegna eru ekki mótmæli.


mbl.is Reiðin ráði ekki för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Emil sjáumst á morgun! Meinum landráðastjórnvöldum inngöngu í alþingi!

Sigurður Haraldsson, 30.9.2010 kl. 18:25

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ég er sammála þér.  en að mínu viti var tilgangur Harðar tvíþættur:  annars vegar að koma vg til valda og ekki síður að selja bókina sína sem var á þessum tíma nýkomin út.

Hreinn Sigurðsson, 30.9.2010 kl. 19:09

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Takk fyrir innlitið, piltar. Mig furðar að sumir skuli ekki sjá tvískinnunginn í því þegar Hörður Torfason á sínum tíma lét eins og grenjandi ljón og hvatti fólk til ofbeldisverka þangað til búið var að setja VG-menn í ráðherrastóla en þykist nú þess umkominn að hvetja til stillingar þegar mótmælin beinast gegn þeim sömu VG-görmum og hann var að leppa.

Emil Örn Kristjánsson, 30.9.2010 kl. 20:40

4 identicon

Rétt hjá þér Emil, Hörður Torfa er bara hræsnari og finnst sínum mönnum ógnað nú, Steingrími stórlygara og fleirum. Sáuð þið þegar Steingrímur grét örlög Geirs Haarde fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar eftir að hann sjálfur hafði greitt athvæði með þessari niðurstöðu. Átti Steingrímur svona óheiðarlega móður sem kenndi honum ekkert nema lýgi ? Aumingja maðurinn.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 22:21

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Emil, ef við gefum okkur það að í búsáhaldabyltingunni hafi það vakað fyrir Herði að koma VG til valda, er þá ekki ánægjulegt að hann skuli nú hafa snúið við blaðinu og bjóðist til þess að hjálpa okkur til þess að koma VG frá völdum aftur?

Kolbrún Hilmars, 30.9.2010 kl. 22:32

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka ykkur fyrir innlitið, Örn og Kolbrún.

Örn, það er rétt að framkoma Steingríms Joð síðustu misserin kemur manni mjög á óvart. Þetta er ekki sá vandaði maður sem ég taldi hann vera. Ég viðurkenni að því fer fjarri að ég sé sammála Steingrími í pólitíkinni en ég hélt ekki að hann gæti verði jafn ómerkilegur, refsiglaður, heiftrækinn og ofbeldissinnaður og raun ber vitni.

Kolbrún, við eru alls ekki að skilja aðstæður á sama hátt. Hörður Torfason bölsótaðist og æsti upp reiði fólks og hvatti til ofbeldisverka fyrir tveimur árum til þess að koma Steingrími Joð og hans kumpánum í valdastóla, síðan hefur hvorki heyrzt frá honum hósti né stuna. En svo einmitt núna þegar skipulögð mótmæli eiga að fara fram gegn vinum hans í VG þá stígur Hörður allt í einu fram á sjónarsviðið og hvetur fólk til að sýna stillingu... er þetta maður sem fólk á að treysta? Hann er ekki að bjóðast til að hjálpa neinum öðrum en þeirri ríkisstjórn sem mótmælin í dag beinast gegn.

Emil Örn Kristjánsson, 1.10.2010 kl. 00:32

7 identicon

Það er eins og við mannin mælt, þrælslundaðir flokkshestar eins og þú Emil, getið ekki annað en hugsað útfrá ykkar litla sjónarhóli skipulegs flokksáróðurs, það er greinilegt að nú eiga vinnudýr Valhallar öll að leggjast á eitt við að reyna að koma nýrri endurskoðaðri sögu á flot. Það er þér til verulegrar minnkunar að þú skulir láta hafa þig í púlið eftir að "þínir" menn höfnuðu þér vegsemdar í síðasta prófkjöri. 

Aldrei heyrði ég eða skildi sem svo að Hörður hefði hvatt til ofbeldis og hlustaði ég þó oft á hann.

Þú virðist þrælbundinn á klafa hjá verstu pólitísku samtökum sem starfað hafa hér á landi og getur enganvegin skilið að mótmæli gegn klíkunni þinni, sé annað en pólitísk árás annars flokks. Málið er bara miklu flóknara en svo.

Þótt þú og aðrir þér líkir takið við skoðanalínu ofanfrá og vinnið síðan með hana eins og lúið vinnuþý (-það sem þú ert að gera núna-) þá er fullt til af fólki sem er sjálfstætt í hugsun og er þess megnugt að láta í sér heyra án þess að vera vinnumaurar einhverra pólitískra afla í þjóðfélaginu. Ég er einn þeirra sem mætti oft á Austurvöll og ég sá þar margar skoðanir og margar áherslur,  ekki var ég sammála þeim öllum. Ég er ekki í pólitískum samtökum og kaus ekki VG síðast, þannig er um mjög marga. Ég mætti  vegna þess sameiginlega markmiðs að koma fullkomlega vanhæfum stjórnvöldum frá. Það tókst sem betur fer, hvað kom í staðinn er önnur saga. En örugglega eru  við ekki verr sett en ef klíkubræðurnir sem þú ert að snatta fyrir hefðu setið áfram í stjórnarráðinu. Vertu vinsamlegast svo vænn að stimpla ekki þær þúsundir manna og kvenna sem komu  Geir og co frá völdum sem vinnuþý einhvers flokks -þótt þín tilvera virðist byggð á að þjóna öflum sem er skítsama um þig.

Jón Baldur Hlíðberg (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 09:22

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hörður Torfason er Gandhi Íslands. Hann er sjálfskipaður til að leiða öll mótmæli því hann er píslarvotturinn sem tapað hefur 60% af miðasölunni sinni. Og ef mótmælin fara úr böndunum mun hann fasta uns friður kemst á því þjóðin elskar hann og hann elskar hana. (allavega hluta hennar). -

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2010 kl. 11:10

9 identicon

Emil er augljóslega partur af gamla íslandi, hann vill halda bælingar heilkenni íslendinga sem mestu og bestu.

Hann er sem sagt ómarktækur með öllu

doctore (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 11:47

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mikið lifandis skelfing er það þreytandi að lesa svona endemis þvaður eins og kemur fram hjá Jóni Baldri Hlíðberg á þessari síðu. En sem sannur sjálfstæðismaður virði ég hans rétt til að halda sínum sjónarmiðum á lofti og myndi aldrei vilja koma í veg fyrir það, lífið þarf ekki endilega alltaf að vera skemmtilegt.

Til upplýsinga þeim til handa sem halda fram þessari þvælu um menn sem eru "þrælbundnir á klafa" vil ég segja að ég er ekki, ef aldrei verið og mun aldrei verða þrælbundinn á klafa hjá Sjálfstæðisflokknum og ekki læt ég heldur neinn annan móta mínar skoðanir heldur en mig sjálfan.

Af innstu hjarta rótum fyrirlít ég byltingar eins og framkvæmdar voru á Austurvelli vegna þess að þær búa aldrei til neinn frið í neinu samfélagi. En ég vil ekki banna fólki að mótmæla eða efna til byltinga, þær eru samt aldrei gerðar í mínu nafni.

Ég var á fundi með nokkrum sjálfstæðismönnum og þar var verið að ræða hugsanlegar aðgerðir gegn ríkisstjórninni. Einn setti fram þá hugmynd að efna til mótmæla eins og gert var á sínum tíma þ.e.a.s. sömu byltingar og búsáhaldabyltingin var til að koma vinstri stjórninni frá völdum. þessi annars ágæti einstaklingur sá það fljótt að hann var einn um þessa hugmynd og dró hana fljótt til baka.

Sjálfstæðismenn eru sannarlega ekki fullkomnir frekar en aðrir, en við trúum á frið og við viljum berjast eins og siðaðir menn, með rökræðum og upplýsingum. Bylting eins og sú sem Vinstri grænir stóðu að ásamt fleirum verður aldrei framin af sjálfstæðismönnum því við vitum að stríð elur af sér stríð eins og mörg dæmi sanna.

Þær þjóðir sem hafa hefð fyrir byltingum eru með stöðugar byltingar og þar er oft lítill friður.

En til að upplýsa þá enn frekar sem halda þessum ranghugmyndum á lofti varðandi okkur sem styðjum Sjálfstæðisflokkinn, þá ýtti mér enginn út á þessa braut, það var mín eigin ákvörðum sem ég verð alltaf stoltari af því lengur sem vinstri stjórn situr við völd.

Ættingjar mínir hallast flestir til vinstri og öll umræða um sjálfstæðismenn í mínum uppvexti var á neikvæðum nótum.

Hægt er að halda því fram að við sem aðhyllumst sjálfstæðisstefnuna höfum rangar skoðanir, séum hálfvitar osfrv., það er hægt að virða það sjónarmið, þótt ekki sé ég sammála því.

En blaðrið um þrælsótann og flokkshollustu okkar, það bendir til mikillar vanþekkingar og lítils vilja til að kynna sér málin út frá réttum forsemdum.

Jón Ríkharðsson, 1.10.2010 kl. 14:32

11 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Blessaður, Jón Baldur. Mér er satt að segja alveg sama um það sem ég þú höfum verið að skrifa hér á þessu vefsvæði. Ég er bara svo innilega kátur að þú skulir loksins hafa fengist til þess að koma úr felum á láta sjá þig hér a "Moggablogginu". Láttu endilega sjá þig sem oftast.

Annars þykja mér skrif þín bera þess nokkurn vott að þú sjáir veröldina í heldur svart-hvítara ljósi en þú hefur löngum viljað herma upp mig. Það er líklega tilgangslaust að reyna að koma einhverju viti fyrir þig, karlinn minn, en það vill svo til að það er til fólk sem þess fyllilega umkomið að eiga frumkvæði að eigin skrifum. Ég er einnig maður til þess að mynda mér eigin skoðanir og það vill svo vel til að eftir áratuga sjálfskoðun og pælingar með útúrdúrum og krókum hef ég komizt að því að í Sjálfstæðisflokknum er helzt að finna það fólk sem ég samleið með... þó það sé alls ekki algilt.

Hvað Hörð Torfason varðar þá undrar mig að sæmilega viti borinn maður, eins og þú sjálfur, skulir ekki sjá tvískinnunginn í málflutningi hans. Ertu virkilega svona blindaður af heift í garð ákveðinna aðila eða er það ímyndaður geislabaugur Harðar sem glepur þér sýn? Nema hvort tveggja sé.

Á sínum tíma ól Hörður Torfason á reiði fólks og hampaði þeim sem boðuðu ofbeldi og eignaspjöll. Hann hvatt til óeirða og slagsmála en um leið og hans menn, þ.e.a.s. VG voru komnir í stjórn hvarf hann gersamlega sjónum. Svo birtist hann allt í einu núna og þykist þess umkominn að hvetja til stillingar... einmitt þegar mótmælin eiga að beinast gegn hans eigin kumpánum. Hver var að tala um að einhverjum séu lagðar línur.

Ég fyrirlít svona málflutning og undrast enn og aftur að þú skulir láta blekkjast.

Vinarkveðja

Emil Örn Kristjánsson, 1.10.2010 kl. 17:56

12 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Nákvæmlega, Svanur, sjálfskipaður píslarvottur og dýrðlingur. Munurinn er bara sá að Gandhi var friðarins maður og ævinlega samkvæmur sjálfum sér.

Emil Örn Kristjánsson, 1.10.2010 kl. 17:58

13 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Blessaður, félagi Jón.

Láttu Jón Baldur ekki trufla þig. Þetta er bezti drengur og listamaður að auki. 

Auðvitað erum við sjálfstæðismenn ekkert betri eða verri en hverjir aðrir. En kannske erum við svolítið þorskaðri og meiri "prinsipp"-menn en finna má í öðrum flokkum.

Emil Örn Kristjánsson, 1.10.2010 kl. 18:01

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Blessaður Emil minn, hann Jón Baldur truflar mig svo sem ekki neitt. Það má vel vera að hann sé hinn vænsti drengur og ágætis listamaður.

Ég var bara að leitast við að koma í veg fyrir að saklaust fólk sem les bloggið trúi svona þvælu eins og fram kom hjá honum.

Aldrei dytti mér til hugar að halda öðru fram en að vinstri menn séu sjálfum sér samkvæmir, þeir trúa jú á þessa stefnu.

Einnig er ég viss um að þingmenn vinstri flokkanna upp til hópa kjósi með sinni sannfæringu og ég hef aldrei haldið því fram að nokkur hér í bloggheimum skrifi af öðrum ástæðum en þeim að túlka sínar eigin skoðanir.

Það gæti enginn maður keypt mig eða þig til að skrifa jákvætt um vinstri stefnuna né heldur gætum við eða okkar flokkur keypt neinn af vinstri pennunum til að boða frjálshyggju.

Það er þetta sjónarmið þröngsýnna manna sem skaðar vitræna umræðu hér í bloggheimum.

En það getur náttúrulega enginn bannað neinum að halda fram rakalausum þvættingi og enginn lög geta skyldað menn til að hugsa rökrétt.

Það er kosturinn við lýðræðið og það ber að vernda.

Vinstri menn hafa stundum sagt að það ætti að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður en enginn sjálfstæðismaður myndi óska eftir því að vinstri flokkarnir yrðu lagðir niður, það yrði vissulega notalegt líf ef þeir myndu hverfa, en ég myndi aldrei óska eftir því, vegna þess að mér er annt um frelsi manna til að boða sína stefnu.

Þessi staðreynd gerir mig að enn harðari sjálfstæðismanni en ég hef nokkurn tíma verið því ég aðhyllist frelsi og opin skoðanaskipti þar sem heimska og fáfræði fá einnig að njóta sín í blandi við almenna skynsemi.

Að því leitinu til erum við sjálfstæðismenn miðað við hefðbundin viðmið margfalt betri en hinir, þótt við höfum líka galla eins og allir jarðarbúar.

Jón Ríkharðsson, 1.10.2010 kl. 19:31

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Og þetta sem þú segir um Hörð er alveg rétt, hann sagði að bráðum yrði blóðug bylting ef ekkert myndi breytast, fólkið væri búið að fá nóg. Þetta er dulin hvatning til ofbeldis.

Jón Ríkharðsson, 1.10.2010 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband