27.8.2010 | 15:32
Gersamlega vanhæfur borgarstjóri
Jón Gnarr varð þess heiðurs aðnjótandi í síðustu viku að fá að skíra skip í höfuðið á sér. Skipið heitir Gnarr og er í skemmtigarðinum á Gufunesi.
Mér þótti það vel við hæfi að skíra skip á þurru landi í höfuðið á honum.
Maðurinn hefur sýnt það með algeru getu- og aðgerðarleysi að hann er gersamlega vanhæfur sem borgarstjóri. Ég gæti bezt trúað því að ef ég fletti upp í nýju íslenzku orðabókinni að orðasambandinu vanhæfur stjórnmálamaður að þá sé þar að finna mynd af Jóni Gnarr.
Jón Gnarr og þeir sem kusu hann eru einn af þessum ólæknandi fylgikvillum lýðræðisins, sem gera reglulega vart við sig og lítið hægt að gera við.
Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þú flettir upp orðasambandinu ,,vanhæfur stjórnmálamaður" færðu ekki upp mynd af Jóni Gnarr heldur myndir af Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni og eflaust fleirum af þeirra sauðahúsi.
Jóhannes Ragnarsson, 27.8.2010 kl. 16:29
Og hvaða viðmið notarðu..?
Hann er nú ekkert slæmur miðað við hina stjórnmálamennina okkar.
jafnvel einn af þeim betri að mörgu leiti.
kv. V.
Viðar Örn (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 16:53
Já var það ekki.
Ef vanhæfur merkir ekki m.a. að vera óuppvís um skuldbindingar þjóðarinnar við ESB um jafnrétti innistæðueigenda og með því tapa hverju mannsbarni á Íslandi milljónum, þá veit ég ekki hvað er vanhæft. Í slíku samhengi þykir mér léttvægilegt og ekkert nýtt að stjónmálamaður, Gnarr eða annar, væli yfir mótþróa atvinnustjórnargræðgismanna.
Jonsi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 16:54
Það slær alltaf mest að sjá að þeir sem þykjast elska lýðræðið þola það síðan ekki þegar það er andstætt þeirra eigin hagsmunum.
Hólímólí (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 17:32
Ha? En Davíð Oddson, Halldór Ásgrímssyni, Ingibjörg Sólrún, Össur Skarp., Geir H. Haarde, Björgvin G., Lilja Mósesdóttir?
Hvað hefur Gnarrin gert til að eiga skilið þann heiður að vera vanhæfasti stjórnmálamaðurinn og vera því verri en fólkið hér fyrir ofan?
CrazyGuy (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 17:53
Jóhannes, það kann að vera að þú hafir einhverntíma séð það en í nýjustu úgáfunni er það Jón Gnarr. Hann er búinn að toppa.
Viðar Örn, finnst þér það ekki. Ég held ég vildi frekar hafa Dag B. sem borgarstjóra en Jón Gnarr.
Jonsi, ég skil þig ekki.
Hólímóli, ég hef aldrei sagst elska lýðræðið, ég hef hins vegar sagt að lýðræðið er skásta stjórnarform sem við þekkjum. Ég er ekkert endilega viss um að það sé bezta stjórnarformið, hugsanlega eigum við einhverntíma í framtíðinni eftir að uppgötva eitthvað ennþá betra. Hver veit?
Ég hef líka sagt að fyrst við ætlum að beita lýðræði þá verðum við að spila eftir reglum þess og taka því með sínum kostum og göllum. Því segi ég að það sé lítið við þessu að gera. Alla vega að svo stöddu.
Væri ég súrlyndur að eðlisfari þá gremdist mér að þú skulir gera mér upp svona hugmyndir.
Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 18:01
CrazyGuy, sjá svar mitt til Jóhannesar hér að ofan.
Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 18:02
Ég er ekki sammála þessari skoðun þinni.
Hann er kannski "vanhæfur" stjórnmálamaður, en hann er hæfur borgarstjóri.
Það er á allra vitorði, að neikvæðir fylgikvillar stjórnmála (manna) spilling, einkahagsmunagæsla, hræsni, hroki, sjálfselska og græðgi, hefur framkallað almennt ofnæmi og ógeð á öllu sem tengist orðinu "stjórnmál".
Blessað lýðræðið, virkar svo þegar nógu margir eru komnir með upp í kok. Þess vegna var "vanhæfi stjórnmálamaðurinn" kosinn í stöðu hæfasta borgarastjórans. Deal with it.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.8.2010 kl. 18:22
Eigum við að rifja upp. Fyrir seinustu borgarstjórnarkosningar, þ.e. fyrir 4 árum, þá lá fyrir að framsóknarflokkurinn myndi þurkast út samkvæmt skoðanankönnunum. Í lýðræðisríkjum er bannað að birta skoðanakannanir viku fyrir kosningar og veitti nú ekkert af því að innleiða það hér. Viti menn, kosningarmaskína Sjálfstæðisflokksins fór í gang, en hún er yfirleitt virkjuð 1 til 2 dögumi fyrir kosningar og sjálfstæðismenn upp til hópa mættu á kjörstað til þess eins að kjósa framsókn. Ótrúlegt..? Nei, aldeils ekki, svona er íslenska lýðræðið. Aftur náðu þessir flokkar að halda meirihluta á bláþræði. Hvað kostaði þetta lýðræðisskrum Reykvíkinga..?? Tugir milljóna. Fyrst Gamli góði Villi, svo Dagur sem hentaði framsókn þá, svo Ólafur F. sem var notaður af sjálfstæðisflokknum til að ná svo Hönnu Birnu inn. Allt var þetta gert á kostnað almenning undir mistúlkuðum skilning á orðinu Lýðræði. Strax í upphafi átti þetta lið að boða til kosninga, en gerði það ekki. Eftirlaun voru fyrir fjóra borgarstjóra á tímabilli. Er þetta sem þú kallar hæft fólk Emill..?? Er þetta sem þú kallar lýðræði...??? Til þess að toppa alla þessa vitleysu, þá fór einn borgarfulltrúi sjálfstæðiflokksins á fullum launum til Skotlands að læra á reiðhjól í boði almennings. Hann situr ennþá í borgarstjórn vegna gallaðra kosningareglna seinast og hvikar hvergi við að fara. Sú borgarstjórn sem nú situr, er bundin af ákvörðunum frá fyrra ári og fyrri stjórn, þannig að ekki er hægt að byrja að sparka í þá sem nú sitja strax. Seinasta kjörtímabil er sú allra mesta vitleysa og nauðgun á Lýðræði sem ég hef orðið vitni af hér á landi. Greinilegt er að þú villt ekkert muna hverning það fólk misnotaði sér aðstöðu sína í nafni Lýðræðis. Ólæknandi fylgikvillar Lýðræðis eru oftast og í flestum tilfellum fólk sem neitar að horfa í veruleikann þegar almenningur hrópar á annað. Skiptir ekki máli í hvað flokki það er. Ég tek það fram að ég er hvergi í flokki, en ég stórefast að allt þetta hæfa fólk sem þú kallar eftir geti verið nokkuð betrra.
Kveðja.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 18:41
Svona moggabloggfærslur er lítið skárri en heitapottsrausið, á vel rétt á sér sem afþreying en merkingarlaust.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 19:48
Ég gefst upp.
En ég held að 'bezti' kallinn hann Gnarr geri það ekki.
Jonsi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 19:51
Kæri Íhaldsmaður Einar Örn,
Það sem þér hafið ritað í garð Jóns lýsir þér sjálfum óendanlega betur en honum Jóni.
kv,
Íhaldsmaðurinn Indriði.
Indriði (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 20:08
Já sammála Emil ég vil fá hæfan borgarstjóra eins og Ólafur F. það værir "geðveikt" að fá hann aftur, kannski verður hægt að kippa í strengi með það? Við gætum fengið Vilhjálm aftur og fleiri "REI mál" það var annsi spennandi. Ég vil líka fá nýjan Borgarstjóra á 6-12 mánaða fresti. En ekki vil ég einhvern lýðræðismann eins og Jón Gnarr sem dirfist að tala við almúgan beint í gegnum Facebook, getur hann ekki sleppt því að segja hlutina og plottað í laumi eins og allir hinir. Ég vil ekki fá að sjá hvað er að gerast í borginni eða hvað menn eru að spá í að fara gera og hafa áhrif á það, það er alveg fáránlegt sem borgarbúi að taka þátt í uppbyggingu höfuðborgarinnar, alveg fráleitt. Afhverju er hann ekki búinn að laga allt fyrir alla í borginni á þessum tíma sem hann hefur verið Borgarstjóri, ég þoli ekki svona mann fyrir að vera ekki með sjálfstæðismönnum í liði fussumsvei!
Jökull (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 20:14
EMIL!!!! Strákskratti!! Ekki nóg með að þú skrifir blogg um þetta, heldur þarf maður að sjá smettið á þér útum allt á kommentum fólks, tilbúinn að rífa borgarstjórann í þig. Er biturleikinn svona mikill?? Engin furða þó þetta land sé komið knédjúpt í skítinn......
Guðni Þór Björnsson, 27.8.2010 kl. 20:15
Sé það núna að Emil er aðeins maður spillingar, er sennilega ekki hrifinn af heiðarlegum mönnum :S
http://www.youtube.com/watch?v=GQaSviqicI8
Jökull (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 20:31
Ég hef frekar lítið fylgst með borgarstjóranum eftir að hafa kosið hann í embætti en það er alltaf erfitt að taka við gjaldþrota búi. Gnarrinn verður að taka þetta á þolinmæðinni held ég. Og við líka, við kjósum fólk til lágmark 4-8 ár.
Baldur Fjölnisson, 27.8.2010 kl. 20:42
Kostulegt Jökull,
Hér með sannað að aðrir stjórnmálamenn geta verið grátbroslegri en Jón Gnarr er brosgrátlegur.
Mér finns leiklistin þó í þessu dæmi samt ekki alveg nógu góða og eyðileggur fyrir honum Guðlaugi því hann hefur sjálfur hefur svo mikla orku og innlifun í sinni framfærslu. Sjá t.d. þegar hann segir 'okkur er ekki sama um okkar minnstu meðborgara', frábær áhersla og framsetning, fimm stjörnur:
http://www.youtube.com/watch?v=MwWgx6RiP38&feature=related
Jæja en þetta er bara það sem aðskilur mísnar og ófreskjurnar í flokknum. Væri ekki hamingjusamlegt ef að almennilega fólkið, mennirnir í flokknum, rifti sig úr honum og gangi með Beztaflokknum og kalli sig kannski Nýja Sjálfstæðisflokkinn, því við höfum flest svosum ekkert á móti nafninu sjálfu.
Indriði (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 20:54
Já, góður þessi hjá þér, Emil Örn:
"Mér þótti það vel við hæfi að skíra skip á þurru landi í höfuðið á honum."
Þögn mína (nánast) um Gnarr síðustu mánuði má ekki skilja sem svo, að vöflur hafi komið á mig um að, hvort hann spjari sig kannski – ég hef bara haft of mikið að gera að fjalla um brýnni hluti til að geta gefið mér tíma til að skrifa um hans stjórnleysistakta.
Jón Valur Jensson, 27.8.2010 kl. 22:22
... um það, hvort hann ...
Jón Valur Jensson, 27.8.2010 kl. 22:23
Hvernig fór hann að því að toppa á vanhæfnilistanum? Ég er greinilega vanhæfur í að fylgjast með, því ég hef ekki tekið eftir nokkrum sköpuðum hlut sem bendir til að hann sé vanhæfur sem borgarstjóri.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 22:54
Hann var alla vega ekki vanhæfur um að byrja borgarstjóratíðina á því að taka sér fullt sumarfrí.
Jón Valur Jensson, 28.8.2010 kl. 00:05
Það er gaman að sjá hve margir hafa litið við til að tjá sig á þessum vettvangi.
Jenný Stefanía, mér fannst fyrst sem innlegg þitt væri þversagnakennt í meira lagi en ég held ég sé búinn að átta mig núna á því hvað þú átt við. Eftir sem áður er ég ósammála þér. Það er ekki hægt að alhæfa um stjórnmálamenn að þeir séu óhæfir og spilltir og ergó að þar sem þú telur Jón Gnarr hvorugt þá sé hann óhæfur stjórnmálamaður. Þetta er allt of mikil einföldun hjá þér og ég fer ekkert ofan af því að hann er gersamlega vanhæfur borgarstjóri þar sem hann veldur engan veginn hlutverkinu. Mér líkar reyndar ekki að fólk riti útlenzku á þessu vefsvæði en ég get fullyrt og tel að það komi fyllilega fram í mínum skrifum að ég er vissulega að höndla þetta. Eins og ég segi þá hefur lýðræðið ákveðna galla og það er ekkert við því að gera.
Sigurður, innlegg þitt er allt í belg og biðu og ákaflega torlesið. Þú segir: "Aftur náðu þessir flokkar að halda meirihluta á bláþræði" og ert þá að vísa til Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þér til upplýsingar þá hafa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn aldrei farið með meirihluta í borginni á minni ævi fyrr en í borgarstjórnartíð Hönnu Birnu, eftir þær kosningar sem þú ert að vitna til. Þú er því annað tveggja að ljúga upp sögulegum staðreyndum eða ert allt of illa upplýstur til að taka þátt í þessari umræðu. Því kýs ég að eyða ekki frekari tíma í að svara þessari dellu frá þér.
Gísli Friðrik, velkominn í pottinn.
Jonsi, lifðu í voninni.
Indriði, að þínu mati ættir þú því að vera upplýstari um þann er þetta ritar en áður. Ég efa það þó stórlega. Haltu þig svo við efnið.
Jökull, halt þú þig líka við efnið ef þið ætlið að taka þátt í þessari umræðu á einhvern vitlegan hátt. Svo mættuð þið báðir taka upp þá sjálfsögðu mannasiði að koma fram undir nafni.
Baldur, það er alveg rétt að við erum að kjósa fólk til fjögurra ára það minnsta. Alla vega í sveitarstjórnum, því þar er ekki gert ráð fyrir að kjósa megi aftur áður en kjörtímabili lýkur. Því þykir mér það langt gengið að láta einhvern brandana eða öllu heldur prakkarastrik bitna á borgarbúum í 4 ár. Búið sem núverandi borgarstjórn er að taka við er lasið og þreytt eftir 12 ára óstjórn r-listans og átök á síðasta kjörtímabili. Það sem er hins vegar til umræðu er algert getuleysi sk. borgarstjóra til þess að höndla "jobbið" ef svo má að orði komast. Hann virðist halda að hann sé enn í hlutverki brandarakallsins og geti hagað sér eins og vansæll og baldinn krakki sem grenjar á götuhornum þegar hann fær ekki það sem hann vill.
Þakka þér fyrir innlitið, Jón Valur, gaman að sjá einhvern sem kann að meta húmorinn hjá mér.
Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 00:56
Gott að þú fattaðir hvað ég átti við, og ég get alveg vel við unað að vera ósammála þér og þú mér.
Biðst velvirðingar á útlenskunni, en viltu kannski upplýsa hvort latneska orðið "ergo" sé útlenska?
Verður maður ekki að "praktísera það sem predíkað er"?
Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.8.2010 kl. 02:27
Emil, heldurðu að þetta fólk trúi því sem það er að segja?
Jón Valur Jensson, 28.8.2010 kl. 03:08
Tvær spuringar Emil: Fannst þér Vilhjálmur Þ. hæfur borgarstjóri og af hverju? Hversu langan tíma á nýr borgarstjóri að fá til að getað talist hæfur eða óhæfur? Ein auka spurning: Getur verið að þú sért litaður af pólitískum skoðunum hér og ættir að bíða í örfáa mánuði með að gefa út ótímabæra sleggjudóma?
Guðmundur St Ragnarsson, 28.8.2010 kl. 12:17
Skip eru ekki skírð. Þeim eru einungis gefin nöfn. Í hvaða söfnuði er annars þetta skip?
Brjánn Guðjónsson, 28.8.2010 kl. 14:05
Emil, Gnarr er að sjálfsögðu óhæfur borgarstjóri, engum vitibornum dettur annað í hug.
Borgarbúum þótti fyndið að kjósa trúða til valda. Gefa skít í "gömlu pólitíkina".
þó er hætt við að grínið hafi heldur misst flugið við 30% hækkun hjá OR, bílastæðaleysis vegna hjólreiðastíga sem engin notar, lokunar gatna til að "bæta mannlífið".. og fleira og fleira
"Húmoristarnir" sem kusu grínið eiga þetta skilið. Verra með þann meirihluta sem skilur þó að það skiptir máli hver stjórnar...
Gunnlaugur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 14:20
Er afskaplega feginn að þurfa ekki að búa í Reykjavík. Það getur ekki verið gaman að taka þátt í daglegri umræðu um gjörðir og ætlaða vangetu fyrrverandi og núverandi stjórnmálamanna, sem fólk kaus og mun kjósa aftur og aftur yfir sig.
Sindri Karl Sigurðsson, 28.8.2010 kl. 15:19
Jenný Stefanía, þú tókst mig nú eiginlega í eigin landhelgi. Vissulega er "ergó" erlent orð en ég gæti þó reynt að verja mig og færa rök fyrir því að nota það:
1. Það er allt annað að sletta latínu en venjulegri útlenzku. Latína er klassísk (sletta)
2. Þegar ég segi útlenzka þá á ég við "enska". Það virðist einhver lenzka hjá landanum að telja alla útlenzku vera ensku og það oftar en ekki frekar lélega ensku (ekki endilega hjá þér samt)
3. Ergó er tökuorð sem hér er notað í íslenzkum texta með íslenzkum rithætti. Ef við mættum ekki nota tökuorð þá hefði orðið aumleg umræða síðustu daga þar sem biskup, prestur og kirkja eru allt tökuorð.
En eðlilegast væri náttúrulega að játa á sig glæpinn: Já, ég hefði frekar átt að segja þ.a.l.
Jón Valur, já ég held það.... það er áhyggjuefni.
Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 23:03
Guðmundur St.,ég vil gjarnan svara þessu. Ég held að Vilhjálmur hafi ekki verið verri borgarstjóri en margur annar og betri en ýmsir. Hann er reynslubolti, sem hefur unnið að sveitarstjórnarmálum í áratugi og það kom sér vel fyrir hann í starfi borgarstjóra. Ég veit ekki til annars en hann hafi unnið vel og vitað vel hvað hann var að gera. Vissulega kom upp klúður í ákveðnu máli en á heildina litið held ég að Vilhjálmur hafi staðið sig þokkalega.
Hversu lengi nýr borgarstjóri þarf að starfa til að geta talizt hæfur eða óhæfur fer allt eftir þvi hversu fljótt eða seint hann sannar sig eða afsannar í starfi. Með þessu væli og þessari yfirlýsingagleði hefur Jón Gnarr stimplað sig nokkuð fljótt út.
Hvort ég sé litaður af pólitískum skoðunum skal ég ekki þvertaka fyrir. Ég hef mjög ákveðnar pólitískar skoðanir, hef ekki reynt að fela það á nokkurn hátt og sjálfsagt hefur það áhrif á skoðanamyndum manns. Hins vegar þá hef ég gert mér far um að meta menn og málefni að verðleikum óháð flokkspólitískum sjónarmiðum. Hversu vel eða illa mér hefur tekist upp að því leiti verða aðrir að meta en ég.
Ég bendi þó á að í samskiptum á þessum þræði hef m.a. nefnt að ég vildi frekar sjá Dag B. sem borgarstjóra en Jón Gnarr og þó verður seint sagt að við Dagur B. séum samherjar og bandamenn.
Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 23:15
Brjánn, skip eru skírð. Það er undantekningin. Það er rangt þegar fólk talar um að skíra götur, sveitarfélög og eyjar en merkilegt nokk, og það tók mig svolítinn tíma að sætta mig við það, þá eru skip skírð. Þau er meira að segja fermd.
Gunnlaugur, létt grín og svolítið prakkarastrik getur verið fyndið og skemmtilegt. Verra er að sitja uppi með afleiðingarnar í 4 ár.
Já, Sindri Karl, þú getur prísað þig sælan. Við hér í 112-Reykjavík vinnum nú markvisst að því að stofna sveitarfélagið 112-Grafarvogur og segja okkur út lögum við Reykjavík. Við getum vel notað útsvarið okkar til uppbyggingar í Grafarvogi frekar en að dæla því í einhverja vitleysu vestan Reykjanesbrautar.
Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 23:20
Við búum ekki við lýðræði og höfum aldrei gert. Kosningaformið sem við búum við er ekkert nema brenglun á raunverulegu lýðræði. Fólkið í landinu hefur akkúrat ekkert um það að segja hverjir komast til valda, nema auðvitað að einhvern flokkur fái hreinann meirihluta. Það er á valdi örfárra valdasjúkra manna sem með málefnabraski koma sjálfum sér að óháð því hversu mörg atkvæði þeir hafa á bak við sig. En jæja, vildi bara koma þessu að þar sem einhver hér að ofan taldi sig búa við lýðræði.
En að öðru.
Jón Gnarr er að standa sig ágætlega. Þegar gagnrýnin kemur frá tapsárum blástökkum, eða öðru atvinnustjórnmálahyski og þeirra fylgismönnum, er hún um leið ómerk (ekki endilega að tala um þetta blogg heldur almennt). Menn úr öllum pólitískum áttum hafa vælt eins og stungnir grísir yfir "byltingunni" sem fólkið gerði með að kjósa Besta flokkinn. Og trúið mér, Jón hefur ekki staðið sig verr en "allir hinir".
Emil, þú hefðir nú sennilega haft ríkari ástæður til að stofna sér sveitarfélag þegar sjálfstæðisflokkurinn var við völd. Það var allavega ekki að sjá að einseyringur færi í úthverfin á þeim tíma.
Reputo, 29.8.2010 kl. 22:56
Gott kvöld, Reputo.
Ég verð að vera ósammála þér. Við búum vissulega við lýðræði. Lýðræðið skilar kannske ekki alltaf þeim beztu eða hæfustu í embættin en það er bara einn af ágöllum þess. Við búum hins vegar við lýðræði með öllum kostum þess og göllum.
Ég er líka ósammála þér hvað varðar frammistöðu Jóns Gnarr. Hann er arfaslakur í þessu embætti og ég hef áhyggjur fyrir hönd borgarinnar og borgaranna sem hana byggja ef hann á að stjórna henni næstu 4 árin. Ég er líklega einn að þeim sem þú kallar "blástakka" en ég er viss um að borginni væri betur borgið undir stjórn rauðliðanna eins og Dags B. eða umhverfisfasistanna í VG heldur en dáðleysingjanna og draumóramannanna í sk. Bezta flokki.
Það er svo ekki rétt hjá þér að það hefði veri eitthvað sérstaklega rík ástæða til að stofna sér sveitarfélag hér í Grafarvogi á valdatíma sjálfstæðismanna frekar en annarra. Satt að segja fannst mér ástæðan enn ríkari á valdatíma r-listans.
Emil Örn Kristjánsson, 29.8.2010 kl. 23:16
Sæll frændi,
Það er líka gaman að sjá fólk virðist vera með einhvað gullkálf-heilkenni varðandi hann Jón, verða allir brjálaðir þegar einhverjum dettur í hug að gagnrýna hann.
Auðvitað er hann vonlaus stjórnmálamaður, enda var hann einmitt kosinn vegna þess, fólk var komið með upp í kok á þeim sem kunna að vera stjórnmálamenn.
Einnig finnst mér það ekki vera beint mælikvarði á hans ágæti að hann sé ekki verri en asnarnir Davíð, Halldór og fleiri.
Ég mæli með því að þú talir síðan fallega um Íslensku þjóðkyrkjuna (viljandi skrifað með y) í næsta pistli, þá verður gaman hjá þér að svara.
Kveðja,
Bjarni Guðjónsson
Bjarni (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 07:21
Ég hef séð vanhæfari menn... man ekki til þess að hafað séð ykkur kvarta...
doctore (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 09:00
Sæll Emil. þetta eru fjörugar umræður hjá þér.
Vitanlega er Jón Gnarr vanhæfur stjórnmálamaður, hann er enginn stjórnmálamaður.
Í Kastljósviðtali sagði Helgi Seljan að hann hljómaði eins og stjórnmálamaður, Jón Gnarr var ekki sáttur við það. Hann vill ekki vera stjórnmálamaður. En hann gaf það út fyrir kosningarnar að hann vildi þægilega og örugga vinnu ásamt því að geta hugsað vel um vini sína. Hann lofaði líka spillingu sem ætti að vera uppi á borðinu, svo réði hann vin sinn Harald og sá ágæti maður byrjar ekki vel. Nú vill hann snarhækka gjöld á borgarbúa.
Einnig hefur Jón Gnarr sagt það að hann væri ofvirkur og með athyglisbrest. Hann lét þess ennfremur getið í viðtali, að hann héldi einbeitningu aðeins í skamma stund í einu. Þá var verið að ræða um samskipti hans og vinnufélaganna á auglýsingastofunni sem hann vann hjá.
Jón Gnarr sagði félag sína á auglýsingastofunni oft vera í hinum ýmsu leikjum og spilum. Honum gekk illa í þessum leikjum sökum erfiðleika við að halda einbeitningu.
Sveimhugar sem halda illa einbeitningu og eru þar að auki ofvirkir með athyglisbrest, svoleiðis fólk ber að virða. Það getur oft náð ansi langt á réttum sviðum.
En að gera svoleiðis fólk að leiðtogum sínum, það gengur ekki upp.
Skiptar skoðanir eru á öllum stjórnmálamönum, en vitanlega eru þeir allir meingallaðir og spilltir á hinum ýmsu sviðum.
Hið sama má segja um heiminn allan. Hvernig í ósköpunum getur spilltur heimur ætlast til þess að finna óspilltan leiðtoga?
Hann fæddist fyrir tvöþúsund árum. En heiminum líkar ekki við fullkomið fólk, það sést best á því hvað gert var við eina fullkomna einstaklinginn sem fæddist á jörðinni.
Sá sem ekki þykist haldinn spillingaráráttu er annað hvort siðblindur eða alblindur á sjálfan sig.
Jón Ríkharðsson, 30.8.2010 kl. 10:36
Blessaður, Bjarni frændi. Gaman að hitta þig fyrir á þessu svæði. Það er merkilegt hvað margir vilja verja Jón Gnarr og það með einkennilegustu rökum eins og að aðrir séu ekki betri. Auðvitað á kosining hans sér ákveðnar skýringar eins og þú bendir á en mér þykir það bera vott um mikla skammsýni að kjósa slíkan trúð sem fulltrúa sinn.
Hvað sk. þjóðkirkju varðar þá ætla ég ekki að taka upp á því að vera í þversögn við sjálfan mig með því að verja tilvist hennar þó það kynni að skapa fjörugar umræður.
Blessaður, félagi Jón. Já, það er fjör. Þú nefnir að Jón Gnarr vilji ekki vera stjórnmálamaður. Jæja, sá sem býður sig fram í kosningum er náttúrulega stjórnmálamaður. Enn eitt dæmið um þversagnir Jóns Gnarr.
Emil Örn Kristjánsson, 30.8.2010 kl. 14:58
Hefur fólk eitthvað um það að segja hverjir komast til valda ef enginn flokkur fær hreinann meirihluta? Hvað getur lýðurinn gert til að hafa áhrif? 3,5% flokkur getur fengið helming allra ráðuneyta í lýðræðinu okkar, og þessvegna öll. Málefni sem þú kýst einhvern flokk út á verður undir í málefnabraski við stjórnarmyndanir. Framkvæmdavaldir er með atkvæðarétt hjá löggjafavaldinu og velur í dómsvaldið, og svona mætti áfram telja.
Þetta kalla ég brenglað lýðræði, og þarf ekki sérfræðinga til að sjá að hægt er að bæta "lýðræðið" all verulega.
En að öðru... og þó. Ég mundi nú taka flest alla framyfir Dag B. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann tala eins mikið og segja eins lítið. Þótt ég hafi kosið Besta flokkinn að þá hefði ég frekar viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn í hreinum meirihluta heldur en Besta flokkinn og Samfylkinguna saman. En það er ekki eins og maður hafi haft eitthvað um það að segja.
Reputo, 1.9.2010 kl. 23:01
Spaklega skrifar Jón Ríkharðsson hér – sannarlega hressileg tilbreyting að lesa svo heilnæm skrif, sanngjörn og hyggin í senn.
Jón Valur Jensson, 2.9.2010 kl. 00:48
Ég get vel tekið undir með þér, Reputo að lýðræðið sem slíkt er gallað. Ég get líka tekið undir með þé að útfærsla þess hér á landi er líka gölluð. Áhrif og völd Framsóknarflokksins, sérstaklega hér í Reykjavík, hafa t.a.m. ekki verið í neinum takti við fylgi hans.
Svo er það oft sárar en tárum taki að horfa upp á flokka kasta fyrir róða ýmsum af sínum helztu baráttumálum... málum sem þeir fengu kannske stóran hluta atkvæða sinna út á.
Sjálfur hef ég, síðan ég fór að velta fyrir mér pólitík af einhverri alvöru, alltaf talað fyrir auknu íbúalýðræði. Það að íbúar fái að hafa eitthvað um sitt nærumhverfi að segja án þess að þurfa að standa í æstum mótmælum og undirskriftasöfnunum ætti ekki að vera erfitt í framkvæmd.
Hvað Dag B. varðar: Jú, þetta er rétt hjá þér. Það eru fáir sem tala eins mikið og segja jafn lítið.
Emil Örn Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 12:30
Jú, Jón Valur, hann nafni þinn Ríkharðsson er ekki vanur að fara í kringum hlutina... enda á ekki að gera það.
Emil Örn Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.