Einfalt reikningsdæmi...

Bíðum nú við... Ötzi fannst fyrir 19 árum og þá var mér sagt að hann hefði dáið fyrir um 5300 árum.

Núna segja menn enn að hann hafi dáið fyrir um 5300 árum... Væri ekki réttara að segja að hann hefði dáið fyrir um 5319 árum síðan.... eða þannig.

Þessir menn geta ekki leyst einföldustu reikningsdæmi en telja sig samt þess umkoma að segja til um hvernig Ötzi kallin dó og á hvaða tíma árs hann var jarðaður með viðhöfn.

Ætli afkomendur hans viti af þessu?


mbl.is Ötzi var grafinn með viðhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu fífl?

Örn (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 15:35

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Spyr sá sem ekki veit, Örn? Ég held samt ekki, svolítið sérstakur kannske og sérvitur í meðallagi en ekki fífl... þó ekki sé kannske mitt að dæma.

Af hverju spyrðu? Hvað veldur þessum áhuga þínum á meintu gáfnafari mínu?

Emil Örn Kristjánsson, 26.8.2010 kl. 15:45

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, Emil Örn. Það er dönskusletta að bæta „síðan“ það sem gerðist fyrir 5319 árum. Burtséð frá öllum reikningi.

Sigurður Hreiðar, 26.8.2010 kl. 16:12

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Úps! [Kafroðnar] Ég er s.s. fífl...

Þakka þér fyrir ábendinguna, Sigurður. Þetta er alveg hárrétt hjá þér. Mér til málsbóta þá orða ég þetta rétt í línunni fyrir ofan þó það réttlæti út af fyrir sig ekki neitt.

Ég mun hins vegar láta villuna standa svo aðrir sem leggja leið sína hingað geti séð þær umræður sem út af spunnust og lært af.

Emil Örn Kristjánsson, 26.8.2010 kl. 16:28

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hvað hét kokkurinn?

Jón Halldór Guðmundsson, 26.8.2010 kl. 18:09

6 identicon

En þar fyrir utan er þetta tóm vitleysa í þessum Ítala sem er bara að vekja athygli á sjálfum sér

Jón Garðar (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 07:07

7 identicon

Ástæðan fyrir því að það er enn sagt fyrir 5300 árum er vegna þess að það er ekki vitað nákvæmlega hvenær hann var grafinn. Þess vegna er ekki bætt þessum 19 árum við.. Ef það væri sagt að hann hafi verið grafinn fyrir 5319 árum eru menn að segja að hann hafi verið grafinn nk. 3309 f.Kr. En rannsókir sýndu að hann sé grafinn í kringum 3300 f.Kr. og þar af leiðandi aldrei gefin nákvæm tala.

Örn (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 16:01

8 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, þú meinar það, Örn... núúúú skil ég. Ég sem hélt að þeir hefðu fundið pening í vasa hans sem var sleginn árið 3300 f.Kr.

Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 16:29

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þetta hafi verið afar vönduð og vel rökstudd aldursgreining. Ég mun aldrei taka aðrar aldursgreiningar gildar nema að mjög sterkar sannanir komi fram.

5319 ár eru áreiðanlega tíminn og ekki ólílegt að fram eigi eftir að koma vísbendingar frá látnum systurdætrum mannsins sem renni stoðum undir þetta.

En mig langar til að vita nánar um prestinn sem jarðsöng og eins hvort borist hafi kveðjur frá aðstandendum.

Árni Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 17:27

10 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, Árni það væri vissulega áhugavert. Og eins hvað komu margir í erfidrykkjuna... og hvað kokkurinn hét, sem sá um veizluna.

Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 17:39

11 Smámynd: Anepo

Eina sem ég veit er að ég kem ekki innan við 1km fjarlægð frá kallinum >.>

http://en.wikipedia.org/wiki/%C3%96tzi_the_Iceman

Influenced by the "Curse of the pharoes" and the media theme of cursed mummies, claims have been made that Ötzi is cursed. The allegation revolves around the deaths of several main people connected to the discovery, recovery and subsequent examination of Ötzi. It is alleged that they have died under mysterious circumstances. These persons include co-discoverer Helmut Simon, and Konrad Spindler, the first examiner of the mummy in Austria at a local morgue in 1991. To date, the deaths of seven people, of which four were the result of some violence in the form of accidents, have been attributed to the alleged curse.

Anepo, 27.8.2010 kl. 18:52

12 Smámynd: Vendetta

Að segja að Ötzi hafi dáið fyrir nákvæmlega 5319 árum væri eins og að segja, að Jón Ásgeir hafi stolið 30.000.012 krónum í staðinn fyrir 30 milljörðum, eða að staðhæfa allt líf á jörðinni muni taka enda þ. 14. ágúst kl. 15:30 eftir 6 milljarða ára (ef allt gengur vel). Aldursmælingar á mörg þúsund ára gömlum hlutum eru alltaf dálítið ónákvæmar vegna skekkjumarka sem er í öllum mælingum (en mismikið eftir tegund mælinga), enda engin þörf á að vita aldurinn upp á dag eða ár. Nítján ára skekkja af 5300 árum er 0,36% sem er vel innan skekkjumarka sem sennilega eru allt að tvö til þrjú procent. 

Svona skekkjumörk gilda líka yngri hluti/líkamsleifar, t.d. 2000 ára gamlar. Sem dæmi vil ég taka það, að kirkjan segir að Jesús hafi verið getinn af Maríu og heilögum anda og fæðzt nákvæmlega aðfararnótt 25. desember fyrir 2010 árum síðan í Bethlehem og dáið á krossinum um þrítugt á föstudaginn langa, þótt mörg af þessum sjö atriðum sem kirkjan rígheldur í út á við að sé sannleikur, séu dregin stórlega í efa af fjölmörgum fræðimönnum (tegund getnaðar, dagsetningar, staðsetningar, ævilengd, dauðaorsök), jafnvel guðfræðingum og amk. sum atriði séu dregin í efa af jafnvel sumum prestum (þetta á t.d. við um hvaða tíma árs fæðingin átti sér stað). En jafnvel þótt beinagrind hans fyndist með óyggjandi hætti (þ.e. að það væri hægt að slá því föstu að það væri hans beinagrind) þá væri ekki hægt að staðfesta nema sumt af þessu, annað væri of ónákvæmt vegna skekkjumarka. En væri samt sem áður nákvæmara en dagsetningar sem gizkað hefur verið á út frá munnmælasögum eða kirkjupólítískum sjónarmiðum. 

Vendetta, 28.8.2010 kl. 11:48

13 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Mér þykir þú aldeilis segja fréttir, Vendetta. Eru menn búnir að komast að því að Jón Ásgeir hafi stolið 30milljörðumog12krónum? Eða ertu kannske að segja mér að þá greini á um þessar 12 krónur? Sko, Jón Ásgeir á ekkert inni hjá mér en ég er alveg tilbúinn til þess að punga út þessum 12 krónum ef það yrði til að létta fyrir um lausn málsins. Ég spara þá bara við mig mjólkina í kaffið í smá tíma.

Ég veit reyndar að menn eru ekki alveg vissir um ammælisdag Jesú Krists en það er nokkuð víst að hann dó á föstudegi. En það held ég sé nokkuð ljóst að þeir þekktust ekki, hann og Ötzi, alla vega ekki persónulega. Það er allof mikill aldurmunur.

Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 12:32

14 Smámynd: Vendetta

Þetta með 30 milljarðana var nú bara dæmi, sem ég tók. Ég er ekki alveg með það í hausnum hversu mörgum tugum milljarða Jón Asgeir og hinir bankaræningjarnir stálu, mér fannst bara 30 milljarðar kr. vera þægileg tala, sem tæki sjálfan mig aðeins fjögur þúsund eitt hundrað sextíu og sjö ár að vinna mér inn.

Vendetta, 28.8.2010 kl. 13:13

15 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Hemm   skildi þessi Emil nokkurtíma vera samála nokkrum nema Davíð Odds.

Matthildur Jóhannsdóttir, 30.8.2010 kl. 15:29

16 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Mér leikur forvitni á að vita, Matthildur, hvernig þér dettur slíkt í hug.

Í fyrsta lagi sýnist mér innlegg þitt vera út í hött í ljósi umræðunnar hér að framan, í öðru lagi tel ég mig ekki hafa gefið neitt tilefni til að ætla ég sé almennt ósammála öllum öðrum en Davíð Oddssyni og í þriðja lagi held ég að ég hafi ekki gefið þér neitt tilefni til þess að ætla að ég sé almennt sammála Davíð Oddssyni.

Emil Örn Kristjánsson, 30.8.2010 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 4616

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband