Á að láta þetta yfir okkur ganga?

Í starfi mínu sem leiðsögumaður hef ég oft og með nokkru stolti sagt erlendum gestum frá því hve snilldarlega Íslendingar hafi komizt upp á lag með að nýta sér innlenda orku. Enda sé orkuverð til neytenda hér sérlega hagstætt. Ég bæti því stundum við til gamans að mánaðarlegur hitunarkostnaður á húsinu mínu sé um það bil sama og flaska af þokkalegu viskí myndi kosta og þá einnig að viskíflaska nái engan veginn að ylja mér, hvað þá öðrum fjölskyldumeðlimum, svo lengi.

Núna held ég þó að ég þurfi að taka upp vasareikninn, reikna upp á nýtt og finna mér einhver önnur viðmið. Já, og einnig að skoða það af hve miklu stolti maður getur sagt frá snilli okkar og útsjónarsemi.

Mér þykja það grafalvarlegar fréttir að Orkuveita Reykjavíkur skuli skulda um 240 milljarða króna og mér þykja það líka grafalvarlegar fréttir að nú eigi að stórhækka, menn segja um tugi prósenta, verðskrár Orkuveitunnar til þess að mæta þessari skuldastöðu. Maður spyr líka sjálfan sig: Hvernig gat þetta farið svo? Hafa neytendur verið að greiða of lítið verð fyrir orkuna? Er viskíflöskuviðmiðið ekki raunhæft?

Hefðum átt að vera búin að greiða 240 milljörðum meira fyrir orkuna er við höfum gert?

Nei, svo sannarlega ekki. Menn fóru einfaldlega offari í fjárfestingum og létu stjórnast af lítilli fyrirhyggju, sérstaklega á árunum 2001-2006. Orkuveita Reykjavíkur blés út  í stað þess að gæta að því hlutverki, sem hún var upphaflega stofnuð til: Að veita orku.

Það er óásættanlegt að þessum skuldabagga verði öllum velt yfir á neytendur í formi gjaldskrárhækkana. Orkuveitan þarf líka að hagræða og selja eignir. Reyndar hefur mikið verið unnið í því síðustu 2-3 árin. Hætt hefur verið við fjárfrek verkefni, hagrætt í rekstri og svo mætti áfram telja.

Það vekur því furðu að þegar nýir aðilar setjast að völdum í Reykjavíkurborg láta þeir það verða eitt af sínum fyrstu verkum að skipa "starfandi" stjórnarformann á ofurlaunum til Orkuveitunnar (þó laun hans séu kannske "baunir" miðað við þær upphæðir sem um ræðir). Stjórnarformann, sem án frekari skýringa, rekur forstjórann sem hefur unnið, að manni skilst, í þokkalegri sátt við stjórn fyrirtækisins að hagræðingu og endurfjármögnun skulda, svo ekki þurfi að velta öllum pakkanum á neytendur. Stjórnarformann, sem síðan tilkynnir kinnroðalaust að nú í miðri efnahagskreppu megum við eiga von á tugprósenta hækkunum á orkuverði ofan á allt annað.

Ég tek það fram að ég þekki Hjörleif Kvaran ekki neitt og veit ekkert hvaða mann hann hefur að geyma en þetta hljóta að þykja vægast einkennilegir stjórnarhættir og neytendur eiga skilið að fá skýringar.

Þegar ég hins vegar hugsa aðeins betur um þessa hringavitleysu alla þá vekur þetta í raun enga furðu. Það er varla við öðru að búast nú þegar þeir eru aftur farnir að stjórna í borginni, sem á sínum tíma steyptu Orkuveitunni þessar skuldir sem hún þarf að glíma við.

Munurinn er bara sá að núna skýla þeir sem ráða sér á bak við nýjar strengjabrúður:Borgarstjórann og hirð hans, sem dansar eftir takti Samfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Fer Bestiflokkurinn fyrir hamarinn með Orkuveituna ?

Benedikta E, 24.8.2010 kl. 01:28

2 Smámynd: Dingli

Almenningur og fyrirtæki hafa ekki verið að greiða of lágt verð. Það er stóriðjan sem er að greiða allt og lágt verð! Orkusalan til Norðuráls, stendur hvorki  undir vöxtum né afborgunum, og því er verið að láta aðra borga þann kostnað.

Þegar spillingar-meistari sá, er veitti Framsóknaraðlinum sálræna uppherslu  og aðhald, auk pólitískrar forustu í RVK., var gerður að stjórnarformanni Hitaveitu Reykjavíkur fór nú heldur betur að ganga.   

Galeiðan á Bæjarhálsi smíðuð, sögð ódýr pr. fermetra, heildarverð 6 milljarðar. Húsbúnaður Suðurlandsbrautar mélaður og síðan hent. Allt skyldi nýtt um borð í ræningjaskipinu.  Sumarbústaðabyggð mikil reist við Úlfljótsvatn , furðulegur fjáraustur í risarækjueldis dellu. Gagnaveitu flipp þar sem átti að senda öll gögn(einskonar ljósleiðara) með raflínum,stinga bara tölvunni í rafmagnstengil og nettengdur! eins með sjónvarpið. Það gleymdist bara að tæknin sem til þurfti, var óþróuð og eiginlega ekki til nema sem fræðilegur möguleiki. Hversu margir milljarðar töpuðust þar man ég ekki, en þeir voru margir.

Hitaveitan og rafmagnsveitan voru sameinuð,' 99 og úr varð Orkuveita Reykjavíkur. Vatnsveitan kom í pakkann árið 2000, en í framhaldinu var OR látin bjarga gjaldþrota hitaveitum um allar trissur. Akranes, Borgarbyggð, Hafnarfjörður Austurveita, Ölfus og fl. Veit ekki hve miklar skuldir voru yfirteknar, en þær voru svakalegar.

Þeir fáu sem vissu ekki hver, don Alfredo var, áttuðu sig þegar hann sló eftirminnilega í gegn með orkuverðshækkun vegna þess að fólk notað minni orku en reiknað hafði verið með. Semsagt, ef fólki dirfist að spara orku svo dró úr gróða Alfredos, þá hækkaði hann bara verðið!

Alfreð var stjórnarformaður Orkuveitunnar allan valdatíma R-listans. Hann var í flestum ráðum og nefndum sem skiptu máli, hann var í borgarstjórn og um um tíma forseti borgarstjórnar, leiðtogi Framsóknarmanna. Þó Alfreð Þorssteinsson væri ekki forstjóri OR þá var hann einn sá valdamesti í borgarstjórn sem átti OR. Hann réði því öllu sem hann vildi sem stjórnarformaður þar líka.

Ég setti x við R. árið 1994, í þeirri von, að áratuga gömul hvimleið kerfiskalla spilling liði undir lok. Það varð öðru nær. Ekki var árið runnið, þegar mér varð ljóst að krötum skaltu aldrei treysta. Borgin undir stjórn Ingibjargar og don Alfredos, varð á örskotsstunu að þvílíku bæli spillingar og óráðsíu að leita þarf Austur fyrir gamla Járntjald, til að finna annað eins. 

Með augun kirfilega lokuð virtust samt fáir sjá þetta. Svipað ástand og var í aðdraganda hruns. Staða borgarinnar og staða Orkuveitunnar, er arfleið hörmulegustu mistaka almennings á Íslandi - að kjósa R-listann og sjá ekki í gegnum algert vanhæfi hans strax.

Dingli, 24.8.2010 kl. 05:52

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það væri gaman að vita hverjum OR skulda. Ef þetta eru innlendir bankar sem eru milliliðir fyrir erlendar skuldir þá er ekkert annað en að láta OR fara á hausinn og setja þá undir Landsvirkjun til að byggja þá upp aftur svo öll örkufyrirtæki séu undir einni ríkisstofnun.

Valdimar Samúelsson, 24.8.2010 kl. 08:07

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hefði kannski verið skynsamlegra hjá stjórnarformanninum að leita eftir samningaviðræðum við lánastofnanir þær sem orkuveitan skuldar, áður en hann fór í fjölmiðla og tilkynnti að orkuveitan væri komin á hausinn! Þessi frammistaða hanns ein og sér gæti orðið banabiti orkuveitunnar! Þetta minnir hellst á krakkaleik í sandkassa!

Gunnar Heiðarsson, 24.8.2010 kl. 08:22

5 Smámynd: Dingli

Stjórn OR er pólitískur silkihúfuklúbbur. Þar til Guðlaugur Þór stöðvaði það, þá sáu uppáklæddir þjónar um að fylla á skrautbolla og skera dýrindis tertur fyrir stjórnamenn. Orkuveitan verður ekki gjaldþrota. Gjaldþrota heimili og fyrirtæki verða látin borga skuldina.

Dingli, 24.8.2010 kl. 08:46

6 identicon

Þetta er áhættan með ríkisrekin stórfyritæki. Pólitíkusar ganga um fyrirtækin eins og þeir eigi þau. Menn fara út í aslskonar gæluverkefni, borga flokksgæðingum há laun og eftirlaun, veislur haldnar og ef eitthvað kemur upp á í fjárhagnum er enginn hvati til að laga það af því að pólitíkusarnir vita að almenningur þarf að borga alla vitleysuna.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 4620

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband