Ógnvænleg þróun

Mér þykja þetta ógnvænlegar fréttir. ESB er nú orðið slíkt yfirþjóðlegt vald að það getur tjáð sig eitt og sér á alþjóðavettvangi. Jafnvel þvert á hagsmuni aðildarríkja sinna.

Þess verður kannske skammt að bíða að "utanríkisráðherra" ESB fari með atkvæði allra aðildarþjóðanna á vettvangi sameinuðu þjóðanna.

Er þetta bákn virkilega það sem sumir Íslendingar vilja binda trúss sitt við?


mbl.is ESB fái stöðu á við ríki innan SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef (þegar) ESB sameinast í eitt ríki sé ég ekkert að því að Ísland verði hluti af stærsta efnahagsvæði veraldar og þriðja fjölmennasta ríki heims. Til hvers ætti ESB að kjósa þvert á hagsmuni aðildarríkjanna sinna, það er engin skynsemi í því.

Það er ekkert og hefur aldrei verið neitt leyndarmál að eitt af helstu takmörkum ESB er að sameina Evrópu í eitt ríki með lýðræðislegum hætti.

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 16:49

2 Smámynd: el-Toro

maður spyr sig hvort samfylkingin standi fyrir hagsmuni Íslands.  ESB og AGS eru mjög alvarleg og skýr fyrirheit um að svo sé ekki.

vandamálið liggur í stjórvaldinu á Íslandi.  ESB og AGS eru bara að gera það sem þau gera út um allan heim, að soga lönd inn í bandalagið.  en það eru stjórnvöldin á íslandi sem eru að fremja hinn fullkomna þjóðarglæp, og það með ásetningi.

el-Toro, 15.7.2010 kl. 16:53

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þar geinir okkur á, Magnús. Ég sé ýmislegt að því að Ísland sameinist einhverju öðru ríki. Hins vegar þá virði ég það við þig að reyna ekki, andstætt flestum öðrum sem hlynntir eru ESB-aðild, að halda því fram að ESB-aðild hafi ekkert með sjálfstæði þjóðarinnar að gera.

Við vitum það báðir að hagsmunir allra ESB-ríkja fara ekki alltaf saman. Ef hins vegar ESB er orðinn sérstakur þjóðréttaraðili er eins víst að það muni tala fyrir hagsmunum þeirra sem mestu ráða í bandalaginu og þar með oft gegn hagsmunum annara og máttminni aðildarþjóða.

Ég set einnig stórt spurningarmerki við hversu lýðræðisleg hugsanleg sameining Evrópu í eitt ríki gæti orðið. ESB fór af stað sem tolla- og viðskiptabandalag, og allt gott um það að segja á þeim tíma, í  dag er það löngu vaxið sér upp fyrir höfuð. Ég hef stundum sagt, bæði í gamni og einnig nokkurri alvöru, að ESB sé ekkert annað en lúmsk aðferð Þjóðverja til að leggja undir sig Evrópu.

Höfum í huga að yfirþjóðleg ríki hafa verið til og hafa liðast í sundur vegna sundurlyndis og árekstra en aðallega vegna þess að ein þjóð mun alltaf verða ráðandi og þ.a.l. gæta hagsmuna sinna á konstnað hinna. Við munum eftir Austurríki og Rússlandi og arftaka þess Sovétríkjunum.

Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2010 kl. 17:04

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Sæll, el-Toro. Ég hef svo sem engu við að bæta.

Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2010 kl. 17:05

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi þróun ESB hefur lengi verið fyrirsjánleg og auðvitað er hún í andstöðu við afstöðu milljóna manna í Evrópu. Samfylkingin kvartar undan landráða-stimplinum, en hvað eru það annað en landráð að vinna skipulega að innlimun Íslands í annað ríki ?

 

Nú ættu menn að fara að tala hreint út, eru þeir með landráðum eða á móti ? Jafnvel meirihluti hefur ekki heimild til að leggja land og þjóð undir annað ríki. Vopnuð andstaða gegn slíkum áformum væri fullkomlega réttlætanleg.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.7.2010 kl. 17:36

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Tja, Hitler og kó vildu jú sameina Evrópu undir einum gjaldmiðli og Evrópusambandið líkist vissulega Sovétríkjunum að því leyti að því stjórna kommissarar sem enginn hefur kosið til eins eða neins og það hefur gúmmístimplaþing sem virkar eins og færiband fyrir lög og reglugerðir sem koma sem sagt frá fólki sem enginn hefur kosið til eins eða neins.

Nú má vel vera að það geti komið ágætis lög og reglugerðir frá fólki sem enginn hefur kosið í kosningum, ég skal ekkert útiloka það - svok. lýðræði virðist hér á landi vera lítið annað en hóruræði og hefur kostað múltí pening að koma þessu hórudrasli á þing sem hefur síðan komið okkur skipulega á hausinn í boði hórumangara sinna. 

Þannig að plúsinn við að ganga í Evrópusambandið sé ég að losna við þetta rótgróna hóruræði hérna en á hinn bóginn höfum við alls engan efnahagslegan hvata til þess þar sem við höfum allt til þess að bera að vera með sterkan eigin gjaldmiðil sem sjálfstæð þjóð. Við höfum meira en næga orku, óendanlegt vatn,  afbragðs matvælaframleiðslu og náttúru sem laðar að túrista úr geldum borgarsamfélögum. Allt þetta mun tryggja okkur sterkan gjaldmiðil og sjálfstæði hvað svo sem hórudrasl í eigu erlendra aðila reynir að rakka það niður.

Baldur Fjölnisson, 15.7.2010 kl. 20:18

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við þurfum að fara í alvarlegar viðræður við Evrópusambandið en afsláttarhórur í eigu erlendra aðila mega ekki ráða ferðinni. Ef við göngum þarna inn verður að tryggja að við höfum þar fullt fjárhagslegt gengi í krafti þeirra atriða sem ég nefndi áður. Og reyndar rúmlega það. Við höfum það viðtækan efnahagslegan styrk að evran ætti að vera á milli 50 og 100 kall og hugsanlega á pari ef við hugsum það langt fram á við.

Baldur Fjölnisson, 15.7.2010 kl. 20:57

8 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég hélt að Íslendingar væru búnir að láta álit sitt á ESB í ljósi fyrir fullt og fast.

En ég vil ekkert með ESB hafa að gera....hvað sem hver segir.

Niður með Gránu Gömlu og hennar meðreiðarsveina.

Þessi ríkisstjórn er verri en allt annað,

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.7.2010 kl. 13:01

9 identicon

Einmitt,,,við skulum endilega fara bara til baka í haftastefnu og einangrun.  þar leið okkur vel,,,sumum.  Hafa verdartolla á allar vörur, ekki hlusta á neytendur "ef það fæst ekki í kaupfélaginu, þarftu ekki á því að halda.   Svo skulum við halda krónunni á floti,  þó það kosti húsbyggjendur tugþúsundir á mánuði,, hún er bara svo krúttleg.

Sæli (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 13:19

10 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Sæli, ég held þú vitir vel að þetta er ekki sérlega sannfærandi innlegg í rökvissa umræðu. Ætlar þú ekki næst að hræða okkur með torfkofum, sauðskinnsskóm og lýsislömpum?

Það fráleitt að ætla að hér fari allt á versta veg ef ekki er gengið í ESB án tafar. Við höfum staðið okkur þokkalega í alþjóðasamskiptum og getað óháð gert samning við þá sem okkur hentar. Við skulum muna að ESB-aðild er ákveðin tegund einangrunar.

Hvað krónuna varðar þá ætla ég ekki að leggja mat á hversu vond eða slæm hún er. Sé okkur það hins vegar fyrir beztu að taka upp aðra mynt þá væri sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til þess að ganga í ESB. Þar koma ýmsir fleiri kostir til greina sem á eftir að skoða til hlítar.

Emil Örn Kristjánsson, 16.7.2010 kl. 14:25

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Emil, þetta er góður pistill hjá þér.

Mér hugnast best að fólk geti haft val um það, hvers konar samfélagi það vill tilheyra. Ég bý á Íslandi vegna þess að mér líkar það vel, smáþjóð hefur marga kosti umfram aðrar. Ég vil alls ekki fyrir nokkurn mun verða hluti af ESB, alls ekki.

En þýðir það að ég sé á móti Evrópusambandinu eða kjósi höft, torfkofa og sauðskinnskó ásamt því að versla í Kaupfélaginu?

Nei aldeilis ekki, enda erum við íslendingar fremur nútímalegir þótt við séum ekki í Evrópusambandinu og okkur hefur gengið ágætlega að komast af, þrátt fyrir leiðindakreppu. En aðildarlönd ESB hafa ekki sloppið við vandræði eins og dæmin sanna.

Ég hef ekkert á móti ESB sem slíku, það hentar eflaust mörgum. Við höfum átt ágætt samstarf við þjóðir sambandsins og getum vel haft það áfram. En ESB hefur svo sem ekkert gert fyrir okkur, það þjónar helst hagsmunum stærri aðildarríkja.

Ég er nú þeirrar gerðar að ég myndi frekar flytja í stórt ríki ef ég teldi það henta mér betur heldur en að þvinga það upp á saklaust fólk.

Það þarf nefnilega að kunna þá list að taka tillit til annarra.

Jón Ríkharðsson, 23.7.2010 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband