22.1.2010 | 13:18
Ég býð fram krafta mína
Það hefur ríkt aðdáunarverð sátt og festa í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarin misseri þrátt fyrir mikla ólgu í samfélaginu og óstjórn og ráðleysi á flestum öðrum sviðum stjórnsýslunnar.
Það skiptir því miklu máli að stillt verði upp sigurstranglegum lista svo borgin megi enn njóta ábyrgrar stjórnar Sjálfstæðisflokksins undir foryztu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra.
Slíkur listi þarf að vera skipaður hæfu fólki með fjölbreyttan bakgrunn og víðtæka reynslu af sem flestum sviðum samfélagsins.
Á undanförnum árum hef ég tekið að mér ýmis trúnaðarstörf og á ýmsum vettvangi. Ég veit því af reynslu að þó það geti verið tímafrekt og það geti tekið á að gefa sig í störf fyrir samfélagið og samborgara sína, þá veit ég vel hversu gefandi og þroskandi það er.
Ég er varaformaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi og hef verið varaformaður Íbúasamtaka Grafarvogs um árabil. Þá hef ég setið í Hverfisráði Grafarvogs og verið varaformaður þess, verið í stjórn Foreldrafélags Rimaskóla, setið í Foreldraráði Rimaskóla, í stjórn Foreldrafélags Skólahljómsveitar Grafarvogs og sit nú í skólanefnd Borgarholtsskóla auk þess að hafa tekið þátt í stöfum ýmissa nefnda og samstarfshópa á vegum Reykjavíkurborgar.
Ég tel mig hafa unnið þessi störf af trúmennsku, með hagsmuni samborgara minna að leiðarljósi og hafa öðlazt ríkan skilning á mismunandi þörfum og væntingum borgarbúa.
Á þessum forsendum býð ég mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og sækist ég eftir 6. sæti á framboðslistanum. Vona ég að ég fái notið trausts og stuðnings þeirra, sem þess eiga kost, til frekari og meiri verka á víðtækari vettvangi
Ég lít svo á að það sé verk kjörinna fulltrúa að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, sem eru borgarbúar. Borgararnir hafa mismunandi þarfir og væntingar og því er það mikilvægt að kjörnir fulltrúar séu stöðugt í góðum tengslum við borgarbúa og geri sér grein fyrir því hvernig púlsinn slær.
Ágætu samborgarar, ég býð fram krafta mína í ykkar þágu.
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 4904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki bezzzzzzzzzzzzt að þú verðir þá vara borgarfulltrúi, það hljómar einz og að þú hafir mezta reinzlu í þvíþ
Kjartan Björgvinsson, 22.1.2010 kl. 23:16
Þú segir nokkuð, Kjartan. Maður virðist alltaf vera á varamannabekknu. Ætli sú reynsla sé ekki einhvers virði?
Emil Örn Kristjánsson, 22.1.2010 kl. 23:35
Séð hef ég til þín í nefndarstörfum, Emil Örn, og það var sannarlega til að gefa traust á þér og vandaðri, vel rökstuddri málefnavinnu af þinni hálfu. Gangi þér allt í haginn á morgun!
Jón Valur Jensson, 23.1.2010 kl. 01:08
Sæll. Óska þér góðs gengis í prófkjörinu.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 23.1.2010 kl. 13:17
Sæll Emil,
Alltaf á varamannabekknum ??? Hvernig fer þjálfarinn að því að velja aðalliðið ?? Kannski það hafi eitthvað með ættir og búsetu að gera ???
Hvernig væri að gerast sjálfur þjálfari og ganga fram fyrir skjöldu og láta málefni austurborgarinnar vera í fyrirrúmi ásamt því að vera laus við spillingarstimpilinn ??
Svo virðist sem það sé grundvöllur fyrir nýju framboði. Það eru margir sem vilja ekki velja gömlu flokkana; Samfylkinguna, Framsóknarflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri-græna.
Nýtt framboð myndi gefa óánægjuröddum farveg.
Ekki komu fulltrúar austurborgarinnar vel frá síðasta prófkjöri....
Vignir Bjarnason, 25.1.2010 kl. 17:35
Já, Emil Örn, þú mátt vita það, að velkominn ertu í Kristin stjórnmálasamtök (sjá Krist.blog.is) – það væri mikill fengur að þér.
Jón Valur Jensson, 26.1.2010 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.