Er ekki allt í lagi?

Auðvitað eiga skólarnir eiga að taka fólk inn á sínum eigin forsendum og leggja metnað í það sem þeir vilja standa fyrir.

Þessi hverfaskipting er bara fáránleg með tilliti til þess að t.d. í Grafarvogi er enginn framhaldsskóli sem býður bekkjarkerfi og í Mið- og Vesturbæ er enginn áfangaskóli. Hvers á fólk í þeim hverfum að gjalda?

Þar fyrir utan þá er Borgarholtsskóli í Grafarvogi móðurskóli fyrir málmiðnir og MR er, að því ég bezt veit, eini framhaldsskólinn, sem er með fornmáladeild. Það þýðir að meirihluti málmiðnaðarmanna á s.s. að koma úr Grafarvogi en meirihluti þeirra sem hafa lært grísku á að koma úr Mið- og Vesturbæ... er ekki allt í lagi?


mbl.is Nían nægði ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ég að hlæja eða gráta?

Hann Bóhannes í Jónus fer mikinn í DV í dag og vælir yfir örlögum “barnsins síns”… þ.e.a.s. fyrirtækjakeðjunni Högum.

Ég ætla ekki að rekja meintar raunir Bóhannesar í smáatriðum. Nóg hafa víst börnin hans gert í brækurnar að maður hafi lyst á velta sér og öðrum upp úr því.

Það eru þó tvö atriði sem slógu mig sérstaklega við raunatal Bóhannesar. Hann segir orðrétt um Haga: „Þetta er bara gott fyrirtæki og í góðum höndum”. Einmitt það. Ég spyr nú bara: Á ég að hlæja eða gráta? Ætli flestum öðrum sé ekki morgunljóst að sk. Baugsfyrirtæki eru einmitt ekki í góðum höndum og hafa ekki verið  það. Þess vegna er nú þjóðfélagið þar sem það er statt í dag.

Annað sem Bóhannes lætur hafa eftir sér er: „… ef ekkert á að vera stórt og ekkert á að vera hagkvæmt held ég að það verði ekkert eftirsóknarvert að búa hér á skerinu okkar ástsæla“.  Ætli það sé ekki einmitt vandamálið? Hagar og Baugur og hvað þetta nú heitir allt saman er orðið svo stórt að það er bara orðið mjög hagkvæmt fyrir Bóhannes og fjölskyldu hans, ekki fyrir íslenzka neytendur. Það er kannske ekkert eftirsóknarvert fyrir Bóhannes að búa á “skerinu” lengur ef fer sem stefnir og fari hann þá þangað sem hann vill. Samfélagið hefði hins vegar gott af svolítið meiri og virkari samkeppni.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig einu fyrirtæki, einni fjölskyldu, hefur tekist að ná slíkum undirtökum á matvörumarkaðnum, án nokkurra teljandi afskipta, meðan Samkeppniseftirlitið rembist við að passa upp á að lyfjaverzlanir og ferðaþjónustufyrirtæki verði ekki of stór.


Það var varla við öðru að búast...

Það er eins með spámenn og vísindamenn, allir vilja taka mark á þeim þegar þeir segja það sem maður vill heyra.

Heimsendaboðberarnir hampa þeim sem spá heimsendi og hörmungum vegna hnattrænnar hlýnunar og ábyrgðarleysis mannkynsins. Hinir, sem telja nákvæmlega ekkert að því hvernig við göngum um umhverfið, afskrifa slíka fræðinga sem ofstopamenn og kjósa að hlusta á þá eina sem segja að svona hafi þetta alltaf verið og hana nú. Fólki er oft nákvæmlega sama um það hvað er satt, það hlustar bara á það sem það vill heyra.

Nú eru Þjóðverjar æfir út í kolkrabbagrey, sem aulaðist til þess að segja þeim satt, sem helzt vildu heyra eitthvað allt annað. Það er samt alveg sama þó Páll vesalingurinn hefði ákveðið að ljúga, það hefði líklega ekki breytt neinu um útkomuna.

Hvort þessi viðbrögð eru lýsandi fyrir Þjóðverja skal ósagt látið en þau eru þeim ekki til framdráttar.

Ég legg til að við veitum téðum Páli pólitískt hæli. Hann er fráleitt sá fyrsti né sá síðasti sem sætir ofsóknum fyrir það að hafa sagt satt.


mbl.is Páll fallinn í ónáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki fréttin...

Það er auðvitað ekki gott þegar farið er fram úr þeirri upphæð, sem samkomulagið gerði ráð fyrir. Ekki ætla ég að verja það.

Hins vegar þá vill til að við erum hvorki að tala um háar upphæðir né hátt hlutfall. Það að flokkarnir náðu að halda í við sig í eyðslunni skilaði okkur hófsamlegri kosningabaráttu og ég vona að það sé það sem við eigum eftir að sjá í framtíðinni. Kostnaður við kosningar var kominn gersamlega úr böndunum og löngu tímabært að menn sæju að sér. Að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið 800þúsund krónur fram úr áætlun er ekki stóra fréttin.

Stóra fréttin er sú að þessi kosningabarátta var hófsöm og kostaði minna en áður. Stóra fréttin er líka sú að flokkarnir náðu samkomulagi. Betur ef sk. bezti flokkur hefði verið með í þessu. Það væri áhugavert að vita hve miklu var eytt á þeim bæ.

Þó má nefna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hér lagt öll spil upp á borðið og er tilbúinn að viðurkenna mistök. Samfó hefur hins vegar komið auga á undanþágurnar og nýtt sér þær. Samfó eyddi því í raun meira en fréttin gefur manni tilefni til að ætla.

Þetta er rétt eins og í umræðunni um stóra styrkjamálið þegar Sjálfstæðisflokkurinn lagði öll spil á borðið og fékk bágt fyrir. Samfó leyfði sér hins vegar að þegja yfir styrkjum sem veittir voru einstaka aðildarfélögum og niðurfellingu hárra auglýsingareikninga hjá Baugsmiðlunum... og komst upp með það.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn greiddi mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mæta daglega...

Ráðamenn (karlar og konur) eru oft fljótir til að nefna ferðaþjónusta sem einn þeirra atvinnuvega, sem byggja eigi á framtíð íslenzks samfélags. Því verður heldur ekki neitað að hlutur ferðaþjónustunnar verður stöðugt stærri meðal undirstöðuatvinnuvega okkar.

Oft hefur það þó viljað brenna við að menn tali meira af vilja en þekkingu þegar ferðaþjónustuna ber á góma.

Einn þeirra, sem nefnt hefur eflingu ferðþjónustunnar sem sóknarfæri er varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti hennar í borgarstjórn, Dagur B. Eggertsson. Maður skyldi ætla að Dagur B. hafi meira vit á þeim málaflokki en margur annar, því hann sat sem annar fulltrúa Sambands íslenzkra sveitarfélaga í Ferðamálaráði í rúmlegar 3 ár frá árslokum 2005 og fram á árið 2009.

Þegar betur að gáð kemur þó í ljós að Dagur B. sinnti því starfi sínu reyndar ekki af miklum áhuga. Satt að segja finnst mér, sem hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, að hann hafi sýnt þessari atvinnugrein furðulegt og óafsakanlegt afskiptaleysi.

Á árunum 2006-2008 sá Dagur B. Eggertsson sér ekki fært að mæta á nema 32% þeirra funda sem ráðið hélt á þessu tveggja ára tímabili.

Þegar slíkar tölur birtast manni þá fer ekki hjá því að það rifjist upp umræða, sem átti sér stað á síðasta ári, þegar í ljós kom að Dagur var með lakasta mætingu allra borgarráðsmanna á fundi ráðsins eða innan við 40% á fyrri hluta árs 2009.

Einnig rifjast upp sú neyðarlega staða sem kom upp þegar Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hóf upp raust sína sl. haust og gagnrýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrir slaka mætingu á fundi Skipulagsráðs og uppskar í staðinn ábendingar um að hún hefði nú sjálf verið iðin við að mæta fyrir oddvita sinn, Dag B. Eggertsson á fundi stjórnar Faxaflóahafna. Dagur hafði þá um tíma mætt á innan við helming stjórnarfunda.

Mér má í léttu rúmi liggja hvor Dagur B. Eggertsson hefur þegið laun fyrir þessar fundarsetur sínar eða skróp eftir atvikum. Ég ætla heldur ekki að ergja mig því hversu háar eða lágar slíkar greiðslur hafa verið.

Ég leyfi mér hins vegar að gagnrýna það að þegar menn (karlar og konur) taka að sér ábyrgðarstörf fyrir samfélagið að þá sé þeim ekki sinnt af meiri áhuga en Dagur B. Eggertsson hefur sýnt. Mér þykir slíkt bera vott um alvarlegt ábyrgðar- og skeytingarleysi gangvart viðkomandi málaflokkum.

Hér er þó alls ekki allt upp talið. Dagur B. Eggertsson hefur einnig setið sem fulltrúi Sambands íslenzkra sveitarfélaga í Brunamálaráði. Á þess að ég ætli að gera setu hans þar að frekara umfjöllunarefni þá hefur mæting hans á fundi Brunamálaráðs verið með jafnvel enn meiri eindæmum en á fundi fyrrnefndra ráða og stjórna.

Maður kemst eiginlega ekki hjá því að spyrja sjálfan sig: Hvernig er hægt að treysta þeim manni, sem ekki tekur embættisskyldur sínar alvarlegar, til þess að sitja í borgarstjórn... hvað þá í stól borgarstjóra?

Það fer ekki hjá því að Dagur B. Eggertsson hafi gefið orðasambandinu „að mæta daglega“ alveg nýja merkingu.


Lélegt...

Ég ætla ekki að tjá mig um þessa málaleitan sk. Næst bezta flokks nema að benda á að slíkt verður varla gert nema með því að breyta kosningalögum auk þess sem ekki er hægt að taka kosningarétt af fólki með afturvirkum aðgerðum. Þeim hefði bara verið nær að auglýsa sitt framboð fyrr.

Ég ætla hins vegar að lýsa því yfir að ég gef lítið fyrir flokk hvers ritarar eru ekki betur að sér í íslenzkri stafsetningu en svo að þeir rita öll orðin í nafni flokksins með hástaf. Ég mun því ekki óska þessum flokki góðs gengis því ég tel að þeir sem ekki eru betur að sér um slík grundvallaratriði eru vart hæfir til að stjórna bæjarfélagi.


mbl.is Næst bestir vilja ógilda utankjörfundaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skörp...

Er Jóhanna bara lögst í grín og brandara? Hvarflar það kannske ekki að henni að fólki þyki bara svona lítið til Samfylkingarinnar koma? Hvarflar það ekki að henni að fólki þyki nóg um þann skaða sem hún hefur valdið í Stjórnarráðinu og kæri sig ekkert um samskonar skemmdarverk í ráðhúsinu?

 "Forsætisráðherra telur fylgi Samfylkingarinnar of lítið í Reykjavík", hamingjan sanna! Hún hlýtur þá að vera með það á hreinu hvað fylgi Samfylkingarinnar á að vera. Ætli hún setji ekki bara lög á það hvaða fylgi Samfylkingarinnar er það rétta. Það gerðu menn í A-Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu hér á árum áður. Þá var það einfaldlega bundið í lög hvert fylgi hvers flokks ætti að vera og tryggt að Flokkurinn með stóra F-inu væri með meirihluta.


mbl.is Fylgið of lítið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig...

Samfylkingin hefur alltaf verið dugleg að benda á galla annarra. Ekki sízt þegar hennar eigin vanzar eru til umræðu.

Þeir eru manna (karla og kvenna) viljugastir að benda á flísar í augum meðsystkina sinna en hirða lítt um eigin óværur. 

Það sýnir sig enda í viðbrögðum Jóhönnu Sigurðardóttur. "Spjótin hafa staðið um of á Samfylkingunni..." lesist: Æ, leyfið okkur að sukka í friði. Skammist frekar í hinum sem sukka.

Já, Jóhanna, svo skal böl bæta að benda á annað eins.


mbl.is Spjótin staðið um of á Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfgefið

Að sjálfsögðu vilja borgarbúar ekki skattahækkanir. Það er ekki frétt. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að skattahækkanir eru óþarfar.

Nú er aðeins að sjá hvort borgarbúar geri sér grein fyrir því hvað er þeim fyrir beztu: Að Sjálfstæðisflokkurinn, undir öruggri og styrkri stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, verði áfram við völd í Reykjavík. 

Eitt er víst: Ekki viljum við ríkisstjórnina í ráðhúsið. Nógu mikill skaði er að henni í stjórnarráðinu.


mbl.is Nær allir Reykvíkingar eru andvígir skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ég með hatt...

Væri ég með hatt tæki ég ofan fyrir Stefáni Jóhanni Stefánssyni. Þessi afstaða hans og frumkvæði er honum til sóma.

Ég tæki einnig ofan fyrir öllum öðrum fulltrúum í Íþrótta- og tómstundaráði, sem samþykktu bókun Stefáns Jóhanns.

Það er alger óþarfi að setja samfélagið uppnám út af jafn viðkvæmu og umdeildu máli þegar við höldum þjóðhátíð.

Víðtæk og þverpólitísk samstaða ráðsins um bókun Stefáns Jóhanns er vísbending um að þá viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað í borgarstjórn Reykjavíkur og sem endurspeglar vinnubrögð  Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra. Því, eins og hún hefur sjálf sagt, þá á maður aldrei að vera á móti góðum málum, sama hvaðan þau koma.

Ég tek hins vegar ekki ofan fyrir Oddnýju Sturludóttur, sem í dag afhjúpaði stöðnuð flokkspólitísk viðhorf sín, algert skilningsleysi sitt á inntaki bókunarinnar og vanþekkingu á eðli þjóðhátíðardagsins.

Í bókun Stefáns kemur hvergi fram viðhorf hans eða annara til Evrópusambandsins eða umræddrar aðildarumsóknar. Eina sem farið er fram á er að ekki verði tekist á um þetta umdeilda mál á þessum eina degi.


mbl.is Varpi ekki skugga á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband