6.2.2008 | 18:26
Er þetta sniðugt?
Í tíu-fréttum sjónvarpsins í gærkvöldi var umfjöllun um forkosningar og prófkjör vegna yfirvofandi forsetakosninga í Bandaríkjum Norður Ameríku. Var meðal annars litið við í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík þar sem bandaríkjamenn búsettir á Íslandi komu til að neyta kosningaréttar síns.Persónulega er mér slétt sama hvers rass það er sem á eftir að verma forsetastólinn í þessu landi handan hafsins næstu 4 árin. Það var annað sem vakti athygli mína.
Þarna var rætt við Paul nokkurn Nikolov, sem mun vera 1. varaþingmaður vitgrannra... afsakið, vinstrigrænna... í Reykjavíkurkjördæmi Norður og hefur því gengt því embætti að vera þingmaður á Alþingi Íslands en í nefndu sjónvarpsviðtali var hann hinsvegar titlaður bandaríkskur ríkisborgari.
Öðruvísi mér áður brá. Eru nú vinstrigrænir, arftakar gamla Alþýðubandalagsins og þar með Kommúnistaflokksins farnir að sækja frambjóðendur sína og þingmenn til Bandaríkjanna. Hét það ekki heimsveldi hins illa hér í eina tíð?
En ekki bara það. Það vill reyndar svo til að samkvæmt íslenzkum lögum er heimilt að hafa tvöfaldan ríkisborgararétt og samkvæmt bandarískum lögum einnig. Bandarísk yfirvöld taka þó fram að þau hvetja ekki til þess að fólk beri tvöfaldan ríkisborgararétt vegna vandamála sem af slíku kann að leiða.
Sumum kann að þykja þetta voða sniðugt en mér finnst það umhugsunarvert að maður sem situr á Alþingi Íslendinga er einnig virkur í bandarískum stjórnmálum. Allavega gefur hann sér tíma til þess að kjósa í prófkjöri og tjá sig um stjórnmál þar í landi sem bandarískur ríkisborgari.Maður gæti spurt: Hverra erinda gengur maðurinn þá þegar hagsmunaárekstrar verða milli þeirra tveggja ríkja sem hann hefur þegið borgararétt hjá? Við hvort þeirra verður tryggðin meiri?
Ég er ekki á nokkurn hátt að amast við því að nýjir ríkisborgarar séu virkir í þjóðfélaginu og einnig í stjórnmálum. Mér finnst það bara sjálfsagt og þá að þeir taki hlutverk sitt alvarlega og einbeiti sér að því en séu ekki að tjá sig sem erlendir ríkisborgarar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.2.2008 | 14:41
Mér er brugðið
Já, mér er vissulega brugðið og þykir þetta mikil og váleg tíðindi.
Ef þetta dugar ekki til að reka menn að samningaborðinu þá veit ég ekki hvað þarf til.
ATH.:Þetta er ritað með háðsglott á vör.... mér gæti ekki verið meira sama.
![]() |
Vanity Fair hættir við Óskarsverðlaunateiti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 14:25
Andrés stendur sig vel.
Láttu þá heyra það, Andrés prins og Jórvíkurhertogi. Láttu þessa nýlendubúa, uppreisnarseggi og lýðveldissinna heyra það. Það er löngu kominn tími til að þessum valdasjúku uppivöðsluseggjum sé sagt svolítið til syndanna og það er líka löngu kominn tími til að kóngafólkið í Evrópu láti aðeins í sér heyra.
![]() |
Andrés Bretaprins gagnrýnir bandarísk stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 12:54
Enginn vandi!
Eitt sinn ók ég Hvalfjarðargöngin á leið vestur og þegar ég hafði greitt gangnagjaldið datt mér í hug að spyrja stúlkuna í lúgunni hvað hún hefði nú gert ef ég hefði sagst ekki vera með neina peninga og ætlaði mér ekki að borga.
Hún svaraði því þá til að þá yrði ég sendur aftur til baka.
Þetta þótti mér alveg "brilljant". Þannig hefði maður fengið að aka tvisvar um göngin á þess að borga krónu og ekki skuldað neinum fyrir það.
Það er nefnilega enginn vandi að aka 40 sinnum í gengum Hvaðfjarðargöng án þess að þurfa að borga krónu fyrir. Hafi maður á annað borð gaman af því að keyra í göngum.
![]() |
Ók 40 sinnum um Hvalfjarðargöng án þess að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.2.2008 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 17:35
Að fara með rangt mál.
Það var nokkuð sérkennileg grein á blaðsíðu 30 í Morgunblaðinu í morgun. Þar ritar Jón nokkur Bjarnason, þingmaður vinstri grænna, pistil sem hann kallar: Prettir Sjálfstæðisflokksins í flugvallarmálinu.
Fullyrðir Jón að á fundi sjálfstæðismanna á Hótel Sögu sl. laugardag hafi borgarfulltrúar flokksins lýst því yfir að þeir hafi aðeins verið að plata Ólaf F. Magnússon borgarstjóra í flugvallarmálinu og að þeir hafi ekki annað í hyggju en flytja hann úr Vatnsmýrinni.
Vitnar Jón í orð Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa og formanns borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins máli sínu til stuðnings og hefur síðan uppi stór orð um óheilindi, ónærgætni og sviksemi sjálfstæðismanna.
Nú vill svo til að ég sat sjálfur þennan umrædda fund og ég varð ekki var við að Jón þessi Bjarnason væri þar í salnum. Líklegast er Jón því að gefa sér ýmsar forsendur og fylla upp í eyður þar sem hann skortir upplýsingar.
Það vill til að rétt er vitnað í Gísla Martein Baldursson í umræddri grein en það er hins vegar alrangt af Jóni að gera orð hans að orðum allra borgarfulltrúa. Það vill nefnilega líka til að í Sjálfstæðisflokknum, ólíkt því sem hugsanlega gerist í þeim flokkum sem eiga sér aflagða alræðisflokka að forverum, má fólk hafa ólíkar skoðanir á málunum og þar er flugvallarmálið engin undantekning.
Ég tek það fram að ég er fyllilega sammála Jóni um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Eigi Reykjavík að standa undir nafni sem höfuðborg landsins verður hún janframt að vera samgöngumiðstöð landins alls og þar gegnir flugvöllurinn stærstu hlutverki.
Það er líka nokkuð merkilegt að Jón kemst að þeirri niðustöðu í lok greinar sinnar að í öllum flokkum séu skiptar skoðanir um Reykjavíkurflugvöll og að enginn stjórnmálaflokkur hafi í raun samþykkt að hann fari úr Vatnsmýrinni.
Hvernig hann kemst því að þeirri niðurstöðu að samstaða sé hjá sjáfstæðismönnum um að gabba Ólaf F. Magnússon og ryðja flugvellinum í burtu er því gersamlega rakalaust og að brigzla sjálfstæðismönnum um óheilindi og pretti út frá hans eigin uppdiktuðu forsendum er bara lítilmannlegt af greinarhöfundi og bitnar verst á honum sjálfum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 16:51
Skemmtileg frétt
Enn ein skoðanakönnunin leit ljós á síðum Fréttablaðsins nú í morgun. Nánar tiltekið á blaðsíðu fjögur.Ég tek það fram að ég tek skoðanakönnunum alla jafna með miklum fyrirvara og myndi ekki, líkt og lýðurinn á pöllum ráðhússins í síðustu viku, krefjast þess að stjórnarmyndanir ættu að fara eftir skoðanakönnunum fjölmiðlanna.
Þessi tiltekna könnun þótti mér samt nokkuð áhugaverð.Þarna var verið að kanna hvort nýlegar vendingar í borgarstjórn hefðu áhrif á hvaða flokk svarendur myndu kjósa kæmi til kosninga nú.
Það vakti vissulega athygli að sviptingar í stjórn höfuðborgarinnar hafa greinilega áhrif meðal kjósenda úti á landi og einnig að kvenfólk lætur slíkar skiptingar hafa meiri áhrif á sig en karlmenn (mætti misskilja þessa setningu).
Merkilegast fannst mér þó að sjálfstæðismenn láta svona veðrabrigði ekki hafa mikil áhrif á sig og svöruðu um 87% þeirra að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í dag.Hinsvegar svöruðu 45,7% kjósenda Samfylkingarinnar að þeir myndu láta nýorðnar breytingar hafa áhrif á atkvæði sitt.
Af þessu ætti maður að geta dregið eftirfarandi ályktun: Fylgi Samfylkingarinnar hlýtur að vera í bezta falli ákaflega ótryggt og um 45.7% kjósenda Samfylkingarinnar ætlar, vegna nýlegra vendinga í borgarstjórn, að kjósa eitthvað allt annað (líklegast þó Sjálfstæðisflokkinn) ef kæmi til kosninga í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar