Einkennileg hagfræði

Skemmtileg hagfræði hjá VG, eða þannig... Katrín hefur bara afhjúpað sig sem veruleikafirrtan komma. Getur það verið að þessi unga kona sé meðal þess bezta sem finna má í mannavali Vinstri grænna? Þá er þar ekki um auðugan garð að gresja. Og endurspegli fulltrúar á einhvern hátt kjósendur sína þá er illa komið fyrir þjóðinni.

Ég held að Katrín Jakobsdóttir ætti að finna sér eitthvað annað að gera en taka þátt í landsstjórn. Hana skortir mikið á til að vera hæf til verksins.

Hækka skatta og lækka laun... hamingjan sanna. Og hversu miklu meiri skatta fær Katrín þá í kassann ef launin hafa lækkað? Að hve miklu leyti skila launin sér í neyzlu þegar þau eru tvískert? Hvaða innkoma verður þá af neyzlusköttum og hvernig á halda atvinnulífinu gangandi?


mbl.is Orð Katrínar falla í grýttan jarðveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Katrín hefur það umfram flesta stjórnmálamenn að missa stundum út úr sér heiðarlegt mat á hlutunum. Stjórmálamenn í dag sem halda því fram að þeir ætli ekki að hækka skatta eru annaðhvort hálfvitar eða lygarar. Hvernig ætla þær mannvitsbrekkur þá að stoppa í 150 milljarða fjárlagagat? Skiptir gatið kannski engu máli? Er bara hægt að humma það fram af sér og blaðra um að "halda atvinnulífinu gangandi" og búa til 20.000 störf með því að smella fingri? Della della della!

Bjarki (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:37

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ég verð að lýsa mig hjartanlega sammála Bjarka

Sóley Björk Stefánsdóttir, 16.4.2009 kl. 09:05

3 identicon

Emil. Þú vilt kannski frekar láta ljúga að þér varðandi efnahagsástandið?

Ekki misskilja mig, ég er enginn vinstri maður. Mér líkar heldur ekkert að heyra þetta og samkvæmt hefðbundnum hagfræðikenningum þá á ríkið að auka útgjöld á krepputímum, lækka skatta og reka ríkissjóð með halla. 

En...

Því miður jók ríkið útgjöld sín á góðæristíma svo það er mun minna en ekkert svigrúm eftir. Útgjöld ríkissins eru að aukast gríðarlega núna vegna slælegrar efnahagsstjórnunar Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil. Það er því miður ekki hægt að horfa framhjá því eins og núverandi kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins gengur út á.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:18

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Vera kann að þetta sé heiðarlegt mat Katrínar á hlutunum og ég kann vel að meta heiðarleika. Það breytir því ekki þetta er stórhættulegt mat hjá manni í þessari stöðu.

Maður stoppar ekki í gat á flík með því að  taka efni úr henni annarsstaðar. Maður gerir ekki við gat á húsvegg með því að taka efni úr veggnum á móti.

Emil Örn Kristjánsson, 16.4.2009 kl. 09:20

5 identicon

Væri ekki nær að byggja hér upp atvinnulífið og skapa hér fleiri störf?  Sú aðgerð myndi á endanum skapa margfalt meiri tekjur í ríkissjóðs heldur enn skattahækkanir og launalækkanir.

Tillaga Katrínar mun enungis lengja kreppuna um mörg ókomin ár.  Hærri skattar + lægri laun leiða til þess að fólk nennir ekki að vinna, og þeir sem geta, flytja úr landi í betri lífskjör.

Það er einkennilegt hvernig margt vinstrifólk hér á hinum ýmsu bloggsíðum hafa verið að verja þessa fáránlegu tillögu Katrínar.  Það er bara eitthvað að þessu fólki.  Það eru nefnilega til fleiri leiðir heldur en að hækka skatta og lækka laun.

Ólafur H. Brynjarsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:22

6 identicon

Maður stoppar ekki í gat á flík með því að  taka efni úr henni annarsstaðar. Maður gerir ekki við gat á húsvegg með því að taka efni úr veggnum á móti.

Ok. Skil hvaðan þú ert að koma Emil. Gallinn við þessa samlíkingu er að efnahagsástand annars staðar í heiminum gerir það að verkum að við fáum ekki bætur fyrir flíkina annars staðar frá. Það eina sem er eftir er að þynna flíkina út til að minnka gatið. Við neyðumst til að þynna vegginn á móti til að gera við gatið hinum megin.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:53

7 identicon

Nú, þurfum við bara að byggja upp atvinnulífið? Ég bara vissi ekki að þetta væri svona einfalt! Allt í lagi þá, við skulum ekki snerta skattkerfið og byrja að miðstýra atvinnulífinu til uppbyggingar að hætti Sjálfstæðisflokks!

Það er enginn að mæla á móti því að byggja upp atvinnulíf og málið snýst ekki um að annaðhvort hækkum við skatta eða styðjum við atvinnulíf. Það fyrra er óumflýjanlegt og allir skilja það sem geta lesið tölur, hið seinna er svo eitthvað sem allir verða að vinna í. Þar er mest áríðandi að ná niður vöxtunum og koma á varanlegri skipan í gjaldeyrismálum.

Ég trúi því varla að einhver sem er jafn hægri sinnaður og ég þurfi að taka upp hanskann fyrir Katrínu Jakobsdóttur en í þessu máli er hún einfaldlega með rökréttu afstöðuna og sjallarnir að kafna í asnalegu lýðskrumi.

Bjarki (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 10:56

8 identicon

Mér finnst einmitt Katrín maður að meiru að segja upphátt það sem aðrir hugsuðu

Hvern sjálfan ands.... á að gera ? Er ekki betra að reyna að láta fólk halda vinnu meðan að bylgjan gengur yfir held það se illskásti kosturinn þó svo laun lækki tímabundið. Síðan held eg se allt í lagi að fólk með vel yfir 500 þ á mánuði leggi eithvað meira til enn hinir sem minna hafa. Auðvitað verður að draga úr óhófinu sem við gengist hefur undan farin ár vorkenni engum að draga aðeins saman enda eyðslan og vitleysis gangurinn verið ú öllu hófi.

Hef ekki séð neinar lausnir hjá flokkunum hvernig menn ætla raunverulega að vinna sig út úr þessu innantómt hjal um einhver x þúsund störf bara alveg handan við hornið.

Min skoðun er sú að krafturinn og dugnaðurinn við að vinna sig út úr þessu liggur hjá fólkinu sjálfu ekki hjá ríki það á hins vegar að skapa heiðarlegt sanngjarnt upphverfi til að vinna í .

Sú hugmyndafræði sem byggt hefur verið á hefur ekki gengið upp þannig að annað þarf að koma til.

Stjórnmálamenn eiga að ræða hugmyndafræði stefnu flokka sinna enn ekki karpa um einskis nyta hluti eins og hver styrkti hvern og svo framv.

Halldór Laxnes sagði eitt sinn "Getum við ekki lyft umræðunni upp á aðeins hærra plan" það orð eiga sannarlega við í dag.

Eigðu góðan dag !

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:04

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Reyndar stoppar maður oft gat í flíkur með efni annarsstaðar frá, ég sá ömmu oft gera það í gamla daga.

Og svo er þetta bara staðan, raunverulega staðan að það verður að fara einhversskonar blandaða leið í þessu, hlutföllin verða skökk svona ca 1/3 skattar og 2/3 launaskerðing svo að áfallið dreifist jafnt á okkur öll. Það þarf að gæta þess að skattahækkanir hitti á þá sem hafa meira umleikis nú um sinn, seinna má skoða að afnema það aftur en ef þeir sem meira hafa búa í þessu landi leggja þeir væntanleg glaðir af mörkum til endurreisnar hálfgjaldþrota eyju ekki satt??

Einhver Ágúst, 16.4.2009 kl. 16:27

10 Smámynd: 365

Er það goðgá að fara fram á það að þeir sem eru yfir 500.000 bæti við sig 3% og þeir sem eru yfir 800.000 bæti við sig 5%.  Er ekki allt í lagi í heilabúinu hjá sumum?

365, 16.4.2009 kl. 16:46

11 identicon

Ég er svo INNILEGA sammála bæði Bjarka, Þorsteini og Ágústi.

Núna þarf að hafa forgangsatriðin á hreinu!! Að sem flestir haldi atvinnu og að sem flestar fjölskyldur í landinu haldi heimilum sínum!

Og þá finnst mér ekkert sjálfsagðara en að þeir sem hafi yfir 500 þús + í tekjur á mánuði greiði meira, því þetta snýst ekki um neyslu eða lúxushátt lengur! Þetta snýst um að sem flestir hafi þetta af og að börnin okkar allra hljóti sem minnsta skaðan af þessu öllu saman.

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:38

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Mikið elska ég orðið goðgá....

Einhver Ágúst, 16.4.2009 kl. 22:31

13 Smámynd: Einar Karl

Höfum hugfast að það skilar ca 2-3 milljörðum að hækka skatta á +350 þus um 3%, minnir mig ða é ghafi séð útreiknað.  Sjálfsagt að skoða það samt, það hlýtur að muna um hvern milljarð.

En þá þarf samt að skera alvg helling niður. Og er heimilað af AGS (sem í raun ræður hér heilmiklu) af hafa áfram halla á næsta ári, en það þarf samt að skera niður um svona 50 milljarða á næsta ári.

Það hefur ENGINN flokkur þorað að nefna alvöru konkret hugmyndir um niðurskurð sem nær þeirri tölu, hvað þá 150 milljörðum.

Einar Karl, 16.4.2009 kl. 23:18

14 identicon

Algjörlega sammála fyrsta ræðumanni. Það sem þessir skattar skila er dropi í hafið en eitthvað sem allir finna fyrir. Það má ekki drepa niður neyslu því það gengur af fyrirtækjunum dauðum og hvaðan eiga þá aðrir en ríkisstarfsmenn að fá launin sín. Kommon people, wake up. Hátekjuskattur er ósanngjarn og verður ekkert sanngjarnari þó illa ári í þjóðarbúinu. Hærri skattar þýða minni neysla sem þó hefur þegar minnkað mikið. Hærri skattar og lægri laun þýða líka minni hvati til vinnu, framleiðnin minnkar o.s.frv. Við erum búin að reka hér ríkisbúskap undir forystu Sjálfstæðisflokksins eins fáránlegt og það nú er, síðustu tvo áratugi. Það sem við þurfum núna er að snúa atvinnulífinu í gang, fá bankana til að virka (sem Samfylkingin hefur ekki enn náð að gera, sökum þess að uppgjör hafa tafist, BARA komnir 6 mánuðir) og fá fólk til að skipta við fyrirtækin í landinu. Það gerist ekki með lægri launum og hærri sköttum!

Árni (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband