Friður sé með yður

Ég veit lítið um aðdraganda þessa máls og ætti því jafnvel ekki að vera að tjá mig. Vissulega er Vatnsstígur 4 ekki síður verður þess að vera verndaður en mörg önnur gömul hús. Ég skal fúslega játa að byggingarmagn í Skuggahverfinu er langt umfram þörf og ekki langt í sumar hálfkláraðar byggingar á þessum reit eigi eftir að verða "draugablokkir" til lengri eða skemmri tíma. Og vissulega væri meiri sómi að því að lappa upp á umrætt hús en láta það drabbast niður.

Menn hafa reyndar mismunandi skoðanir á húsavernd og ýmsir sem vildu helzt senda jarðýtu á húsin neðst við Laugveg halda vart vatni yfir húsi við Vatnsstíg.

Það sem mér finnst þó mest sláandi við umsagnir ýmissa vefritara um umrædda "hústöku" er hneykslan þeirra á því að farið sé eftir lögum. Menn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að eingöngu skuli farið eftir lögum séu þau skynsamleg. Hver á að meta slíkt? Á útgerðarmaður að meta sjálfur hvort farið skuli að lögum um tímabundið bann við veiðum á nytjastofnum? Á ofbeldismaðurinn að hunza þær greinar hegningarlaga sem henta honum ekki?

Ég held að aldrei meir en nú þyrftum við að hafa í huga orð Þorgeirs ljósvetningagoða þegar hann ávarpaði þingheim sumarið 1000. Þá voru væringar í þjóðfélaginu og andrúmsloftið eldfimt.

En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.

Friðarkveðja/Emil
mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kannski þessir aðilar töluðu öðruvísi ef hópur fólks settist að í görðunum þeirra eða sumarhúsum á þeim forsendum að eignarrétturinn væri ekki mikils virði og að þeir væru ekki að nýta þessar eigur sem skyldi...

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Einmitt, Hjörtur. Maður ætti kannske að banka upp á hjá völdu fólki og spyrja hvort það eigi ekki lítið notað herbergi einhversstaðar í íbúðinni sinni.

Emil Örn Kristjánsson, 15.4.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 4521

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband